10. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

24.05.2023

10. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Stórutjarnaskóla miðvikudaginn 24. maí kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir
Sigurður Narfi Rúnarsson
Sigrún Jónsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir 

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir.

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir.

Áheyrnarfulltrúar voru:
Sindri Geir Óskarsson fyrir hönd foreldra
Nanna Þórhallsdóttir fyrir hönd kennara
Dóra Rún Kristjánsdóttir fyrir hönd leikskólastarfsmanna

Dagskrá:

1.

Skólastarf Stórutjarnaskóla - 2302012

 

Birna Davíðsdóttir skólastjóri Stórutjarnaskóla kemur á fund og ræðir skólastarf Stórutjarnaskóla skólaárið 2022-2023.

 

Birna Davíðsdóttir skólastjóri fór yfir starfið í Stórutjarnaskóla í vetur. Skólastarfið hefur verið gott, en þungt á köflum m.a. vegna forfalla. Nemendur hafa staðið sig vel og sýnt ágætar framfarir í námi. Erasmus verkefnið gekk mjög vel og innleiðing teymisvinnu er á áætlun. Kennarar hafa verið duglegir að sækja sér endurmenntun. Mikið hefur verið unnið með samskipti nemenda í vetur og sú vinna mun halda áfram.

Samvinna við aðra skólastjóra sveitarfélagsins hefur aukist og verið mikill styrkur, margt sem hægt er að hjálpast að við. Samskipti og samvinna skólanna er að þróast og aukast. Nauðsynlegt er að skapa aðstæður fyrir starfsfólk að hittast og tengjast.
Unnið er að gerð áætlunar um viðhald á húsnæði skólans og framtíðarhúsnæði Tjarnaskóls er komið á dagskrá. Það eru aðkallandi dýr viðhaldsverkefni á húsnæðinu.
Síðasta haust byrjuðu 32 nemendur í grunnskóladeild og 6 í leikskóladeild. Næsta vetur lítur út fyrir að nemendur í grunnskóladeild verði 29 og 10 í leikskóladeild.

Næsta vetur verða þrír námshópar; yngsta-, mið- og elsta stig. Það þýðir að kennslustundum fækkar og starfsfólki einnig.
Birna kynnti fyrirhugaðar breytingar á daglegum skólatíma leik- og grunnskóladeildar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.
Fræðslu- og velferðarnefnd þakkar Birnu fyrir greinargóða yfirferð.

 

Kynnt

 

   

2.

Áætlun Þingeyjarsveitar um jafnrétti - 2303002

 

Sveitarstjórn hefur samþykkt jafnréttisáætlun. Fræðslu- og velferðarnefnd hefur verið falið að fara yfir drög að aðgerðaráætlun skv. jafnréttisáætluninni.

 

Nefndin samþykkir framlagða aðgerðaráætlun fyrir sitt leyti.
Nefndin fagnar áætluninni og hvetur til þess að bæði jafnréttis- og aðgerðaáætlunin verði sýnilegar og virkar.

 

Samþykkt

 

   

3.

Reglur um skólaakstur í Þingeyjarsveit - 2304029

 

Sveitarstjórn vísar reglunum aftur til nefndar til frekari útfærslu.

 

Nefndin felur verkefnastjóra fjölskyldumála að halda fund með deildarstjórum leikskóla sveitarfélagsins um nánari útfærslu á móttöku og skilum á leikskólanemendum.

 

Frestað

 

   

4.

Verklagsreglur leikskóla Þingeyjarsveitar - 2304024

 

Sveitarstjórn vísar verklagsreglunum aftur til nefndarinnar til frekari útfærslu.

 

Verkefnastjóra fjölskyldumála falið að funda með deildarstjórum leikskólanna og ræða nánari útfærslu verklagsreglanna.

 

Frestað

 

   

5.

Skóladagatöl leikskóla 2023-24 - 2305030

 

Skóladagatöl leikskóladeilda Þingeyjarsveitar lögð fyrir nefndina til kynningar.

 

Nefndin þakkar leikskóladeildarstjórum fyrir dagatölin og felur verkefnastjóra að samræma þau betur með leikskólastjórum.

 

Lagt fram

 

   

7.

Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028

 

Fyrstu drög skólastefnu Þingeyjarsveitar lögð fram til kynningar. Stýrihópur mun halda áfram að vinna drögin með Skólastofunni slf.

 

Skólastofan slf hefur sent frá sér fyrstu drög að skólastefnu. Drögin rædd og ákveðið að nefndarmenn sendi punkta til verkefnastjóra sem nýst gætu í áframhaldandi vinnu. Stýrihópur skólastefnu mun funda um drögin og halda vinnunni áfram undir stjórn Skólastofunnar slf.

 

Lagt fram

 

   

6.

Fagskólanám í leikskólafræðum - kynningarbréf - 2304040

 

Fagháskólanámið hefur verið kynnt fyrir skólastjórum og deildarstjórum leikskóladeilda Þingeyjarsveitar.

 

Nefndin fagnar því að boðið sé upp á þetta nám í Háskólanum á Akureyri og hvetur starfsfólk leikskólanna til að skoða þennan möguleika vandlega.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 16:30.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.