Fundargerð
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
24.05.2023
10. fundur
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
haldinn í Stórutjarnaskóla miðvikudaginn 24. maí kl. 14:30
Gunnhildur Hinriksdóttir
Sigurður Narfi Rúnarsson
Sigrún Jónsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Ásta F. Flosadóttir.
Áheyrnarfulltrúar voru:
Sindri Geir Óskarsson fyrir hönd foreldra
Nanna Þórhallsdóttir fyrir hönd kennara
Dóra Rún Kristjánsdóttir fyrir hönd leikskólastarfsmanna
Dagskrá:
1. |
Skólastarf Stórutjarnaskóla - 2302012 |
|
Birna Davíðsdóttir skólastjóri Stórutjarnaskóla kemur á fund og ræðir skólastarf Stórutjarnaskóla skólaárið 2022-2023. |
||
Birna Davíðsdóttir skólastjóri fór yfir starfið í Stórutjarnaskóla í vetur. Skólastarfið hefur verið gott, en þungt á köflum m.a. vegna forfalla. Nemendur hafa staðið sig vel og sýnt ágætar framfarir í námi. Erasmus verkefnið gekk mjög vel og innleiðing teymisvinnu er á áætlun. Kennarar hafa verið duglegir að sækja sér endurmenntun. Mikið hefur verið unnið með samskipti nemenda í vetur og sú vinna mun halda áfram. |
||
Kynnt |
||
|
||
2. |
Áætlun Þingeyjarsveitar um jafnrétti - 2303002 |
|
Sveitarstjórn hefur samþykkt jafnréttisáætlun. Fræðslu- og velferðarnefnd hefur verið falið að fara yfir drög að aðgerðaráætlun skv. jafnréttisáætluninni. |
||
Nefndin samþykkir framlagða aðgerðaráætlun fyrir sitt leyti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Reglur um skólaakstur í Þingeyjarsveit - 2304029 |
|
Sveitarstjórn vísar reglunum aftur til nefndar til frekari útfærslu. |
||
Nefndin felur verkefnastjóra fjölskyldumála að halda fund með deildarstjórum leikskóla sveitarfélagsins um nánari útfærslu á móttöku og skilum á leikskólanemendum. |
||
Frestað |
||
|
||
4. |
Verklagsreglur leikskóla Þingeyjarsveitar - 2304024 |
|
Sveitarstjórn vísar verklagsreglunum aftur til nefndarinnar til frekari útfærslu. |
||
Verkefnastjóra fjölskyldumála falið að funda með deildarstjórum leikskólanna og ræða nánari útfærslu verklagsreglanna. |
||
Frestað |
||
|
||
5. |
Skóladagatöl leikskóla 2023-24 - 2305030 |
|
Skóladagatöl leikskóladeilda Þingeyjarsveitar lögð fyrir nefndina til kynningar. |
||
Nefndin þakkar leikskóladeildarstjórum fyrir dagatölin og felur verkefnastjóra að samræma þau betur með leikskólastjórum. |
||
Lagt fram |
||
|
||
7. |
Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028 |
|
Fyrstu drög skólastefnu Þingeyjarsveitar lögð fram til kynningar. Stýrihópur mun halda áfram að vinna drögin með Skólastofunni slf. |
||
Skólastofan slf hefur sent frá sér fyrstu drög að skólastefnu. Drögin rædd og ákveðið að nefndarmenn sendi punkta til verkefnastjóra sem nýst gætu í áframhaldandi vinnu. Stýrihópur skólastefnu mun funda um drögin og halda vinnunni áfram undir stjórn Skólastofunnar slf. |
||
Lagt fram |
||
|
||
6. |
Fagskólanám í leikskólafræðum - kynningarbréf - 2304040 |
|
Fagháskólanámið hefur verið kynnt fyrir skólastjórum og deildarstjórum leikskóladeilda Þingeyjarsveitar. |
||
Nefndin fagnar því að boðið sé upp á þetta nám í Háskólanum á Akureyri og hvetur starfsfólk leikskólanna til að skoða þennan möguleika vandlega. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 16:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.