11. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

14.06.2023

11. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 14. júní kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir
Sigurður Narfi Rúnarsson
Sigrún Jónsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Jóna Björg Hlöðversdóttir

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir

Áheyrnarfulltrúi leikskóla: Nanna Marteinsdóttir
Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna: Linda Björk Árnadóttir

 

Dagskrá:

 

1.

Akstur fyrir eldri borgara í félagsstarf - 2306004

 

Erindi frá Elínu Ívarsdóttur varðandi möguleika eldri borgara að taka þátt í því félagsstarfi sem sveitarfélagið býður upp á.

 

Nefndin þakkar erindið og lítur verkefnið jákvæðum augum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skoðaðir verði möguleikar á ákveðnum leiðum, þátttöku í kostnaði og þörf/áhuga á þjónustunni. Einnig að athugað verði hvað hefur áður verið skoðað viðvíkjandi þessu máli á fyrra kjörtímabili.

 

Samþykkt

 

   

2.

Reglur um skólaakstur í Þingeyjarsveit - 2304029

 

Reglur um skólaakstur lagðar aftur fyrir nefndina.

 

Nefndin staðfestir reglurnar fyrir sitt leyti.

 

Samþykkt

 

   

3.

Verklagsreglur leikskóla Þingeyjarsveitar - 2304024

 

Verklagsreglurnar hafa verið yfirfarnar af deildarstjórum leikskóladeilda Þingeyjarsveitar og eru lagðar fyrir nefndina til samþykktar.

 

Nefndin samþykkir verklagsreglurnar með áorðnum breytingum fyrir sitt leyti.

 

Samþykkt

 

   

Jóna vék af fundi áður en 4. liður var tekinn til umræðu.

4.

Viðmið vegna lágmarksmönnunar í leikskólum - 2306017

 

Lögð eru fyrir nefndina drög að viðmiðum fyrir mönnun leikskóla og verklagsreglur vegna fáliðunar.

 

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með viðmiðin og samþykkir þau fyrir sitt leyti. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að huga að starfsaðstæðum leikskólastarfsfólks með það fyrir augum að gera starfið meira aðlaðandi.

 

Samþykkt

 

   

5.

Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028

 

Drög að skólastefnu lögð fyrir fundinn.

 

Staða vinnu við skólastefnu Þingeyjarsveitar rædd og farið yfir drögin. Vinna við skólastefnu er langt komin og útlit fyrir að stefnan verði tilbúin á haustdögum.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 17:00.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.