12. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

05.10.2023

12. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Reykjahlíðarskóla fimmtudaginn 05. október kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir
Knútur Emil Jónasson
Sigrún Jónsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir

Sigurður Narfi Rúnarsson hefur beðist lausnar frá störfum í fræðslu- og velferðarnefnd. Hans í stað tekur Knútur Emil Jónasson sæti í nefndinni. Nefndarmenn þakka Sigurði Narfa samstarfið og bjóða Knút Emil velkominn til starfa.

Áheyrnarfulltrúar á fundinum voru:
Auður Jónsdóttir fyrir kennara
Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir fyrir leikskólann Yl

 

Dagskrá:

 

1.

Reykjahlíðarskóli Skólastarf - 1801013

 

Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir skólastjóri Reykjahlíðarskóla fór yfir skólastarfið það sem af er vetri.

 

Anna Sigríður fór yfir skólastarfið það sem af er vetri.
Kynntar voru breytingar sem gerðar voru á aðstöðunni á leikskólanum Yl í sumar og nefndarmenn fóru í skoðunarferð um Yl undir leiðsögn Bylgju Daggar Sigurbjörnsdóttur. Fram kom í máli Bylgju að rými leikskólans er þó of lítið, fyrirsjáanleg er fjölgun leikskólabarna og útlit fyrir að fjölgi í samfélaginu í Mývatnssveit.

Reykjahlíðarskóli
Starf Reykjahlíðarskóla byrjar ágætlega. Tekist hefur að ráða í stöður að mestu en enn vantar aðstoðarmatráð.
Það eru 37 nemendur í grunnskólanum í 1.-9. bekk, flest á yngsta stigi.
Spennandi samstarfsverkefni er í startholunum í við Náttúruminjasafn og Vatnajökulsþjóðgarð. Stefnt er á að byrja á því verkefni í þarnæstu viku þegar starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs ætla að koma og vera með kynningu fyrir nemendur á því svæði þjóðgarðsins sem tekið verður fyrir. Verkefninu lýkur með sýningu í Gýg í vor.

Tónlistarskóli
24 nemendur eru í Tónlistarskólanum en öll tónlist er kennd í fjarkennslu. Kennslan hefur farið mjög vel af stað, nemendur eru skráðir í gítar, bassa, ukulele og píanó. Verið er að ræða við Tónlistarskóla Húsavíkur um að bjóða uppá trommur næstu önn.
Nemendur notast við zoom og app í Ipad sem heitir Showbe, þar komast foreldrar líka inn og geta fylgst með framförum barnanna og verið í samskiptum við tónlistarkennara. Þetta fyrirkomulag hefur gengið mjög vel það sem af er.

Leikskólinn Ylur
Starfið í leikskólanum Yl fer betur af stað en í fyrra en það gekk betur að manna stöður og börnunum fækkaði aðeins. Nú eru 19 börn við nám í leikskólanum en verða 21 um áramótin. Það er ljóst að það vantar í 1,5 stöðu í leikskólann sem fyrst til að fullmanna skólann í vetur.
Farið var í töluverðar breytingar á leikskólanum í vor sem hafa bætt starfsaðstæður nemenda og starfsfólk til muna. Hljóðvist var löguð og skiptiaðstaða stórbætt en eftir á að ganga betur frá kaffistofu starfsmanna og aðstöðu til undirbúnings.
Nemendur, foreldar og starfsfólk eru mjög ánægðir með þær breytingar sem orðið hafa og ljóst er að þær hafa stórbætt aðstöðu Yls.

Leik- og grunnskólinn eru í góðu samstarfi sem eykst með hverri önn. Nemendur leikskólans fara í íþróttir með íþróttakennara 1x í viku og í listasmiðju 1x í viku í myndlistastofu grunnskólans. Í vor fór skólahópur í skólasund í 2 skipti, og skipti það sköpum í sundkennslunni í haust. Innleiddir voru nýir námsvísar þvert á skólana síðasta vor og hefur gengið ágætlega að samræma vinnu skólanna.


Nefndin þakkar fyrir kynninguna á skólastarfi Reykjahlíðarskóla og leikskólans Yls og beinir því til sveitarstjórnar að huga að því að vinnuaðstaða alls starfsfólks skólanna sé við hæfi.

 

   

2.

Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028

 

Vinna við nýja skólastefnu Þingeyjarsveitar er á lokametrunum. Nú í október verður skólapúlsinn lagður fyrir nemendur í skólunum, niðurstöðurnar verðar hafðar til hliðsjónar við lokagerð skólastefnunar.

 

Verkefnastjóri fór yfir stöðu vinnu við skólastefnu Þingeyjarsveitar. Stefnt er á að yfirfara drög af skólastefnu og leggja lokauppkast fyrir nefndina á næsta fundi.

 

Kynnt

 

   

3.

Sérstakur húsnæðisstuðningur - Reglur - 2310015

 

Lögð eru fyrir nefndina drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

 

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

 

Samþykkt

 

   

4.

Barnaverndarþjónusta - Norðurþing - 2308025

 

Þingeyjarsveit, ásamt Tjörneshrepp og Langanesbyggð, er með samning við Norðurþing um barnaverndarþjónustu.
Um næstu áramót rennur út undanþága Norðurþings til að sinna barnaverndarþjónustunni. Fyrir fundinum liggur bréf frá Norðurþingi um áframhaldandi samstarf á þessu sviði.

 

Nefndin hvetur til áframhaldandi samstarfs á þessu sviði og styður undanþáguumsókn Norðurþings.

 

Samþykkt

 

   

5.

Þjónusta samkvæmt lögum um samþættingu í þágu farsældar barna - 2211033

 

Í gildi er samstarfssamningur við Norðurþing um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu. Gerður var viðauki við þennan samning um þjónustu vegna laga um þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Gildistími viðauka þessa er til næstu áramóta.

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ganga til samninga við Norðurþing um framlengingu á viðauka um þjónustu vegna laga um þjónustu í þágu farsældar barna. Það er álit nefndarinnar að æskilegt væri að viðaukinn verði framlengdur til 30. júní 2024.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 16:30.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.