Fundargerð
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
05.10.2023
12. fundur
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
haldinn í Reykjahlíðarskóla fimmtudaginn 05. október kl. 14:30
Gunnhildur Hinriksdóttir
Knútur Emil Jónasson
Sigrún Jónsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Ásta F. Flosadóttir
Sigurður Narfi Rúnarsson hefur beðist lausnar frá störfum í fræðslu- og velferðarnefnd. Hans í stað tekur Knútur Emil Jónasson sæti í nefndinni. Nefndarmenn þakka Sigurði Narfa samstarfið og bjóða Knút Emil velkominn til starfa.
Áheyrnarfulltrúar á fundinum voru:
Auður Jónsdóttir fyrir kennara
Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir fyrir leikskólann Yl
Dagskrá:
1. |
Reykjahlíðarskóli Skólastarf - 1801013 |
|
Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir skólastjóri Reykjahlíðarskóla fór yfir skólastarfið það sem af er vetri. |
||
Anna Sigríður fór yfir skólastarfið það sem af er vetri. |
||
|
||
2. |
Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028 |
|
Vinna við nýja skólastefnu Þingeyjarsveitar er á lokametrunum. Nú í október verður skólapúlsinn lagður fyrir nemendur í skólunum, niðurstöðurnar verðar hafðar til hliðsjónar við lokagerð skólastefnunar. |
||
Verkefnastjóri fór yfir stöðu vinnu við skólastefnu Þingeyjarsveitar. Stefnt er á að yfirfara drög af skólastefnu og leggja lokauppkast fyrir nefndina á næsta fundi. |
||
Kynnt |
||
|
||
3. |
Sérstakur húsnæðisstuðningur - Reglur - 2310015 |
|
Lögð eru fyrir nefndina drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. |
||
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Barnaverndarþjónusta - Norðurþing - 2308025 |
|
Þingeyjarsveit, ásamt Tjörneshrepp og Langanesbyggð, er með samning við Norðurþing um barnaverndarþjónustu. |
||
Nefndin hvetur til áframhaldandi samstarfs á þessu sviði og styður undanþáguumsókn Norðurþings. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Þjónusta samkvæmt lögum um samþættingu í þágu farsældar barna - 2211033 |
|
Í gildi er samstarfssamningur við Norðurþing um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu. Gerður var viðauki við þennan samning um þjónustu vegna laga um þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Gildistími viðauka þessa er til næstu áramóta. |
||
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ganga til samninga við Norðurþing um framlengingu á viðauka um þjónustu vegna laga um þjónustu í þágu farsældar barna. Það er álit nefndarinnar að æskilegt væri að viðaukinn verði framlengdur til 30. júní 2024. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 16:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.