13. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

07.12.2023

13. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Þingeyjarskóla fimmtudaginn 07. desember kl. 14:30

Fundarmenn

Knútur Emil Jónasson
Gunnhildur Hinriksdóttir
Anna Bragadóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir 

Aðrir sem fundinn sátu:
Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla.
Nanna Marteinsdóttir, deildarstjóri leikskólans Barnaborgar.
Patrycja Maria Reimus áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.
Katla Valdís Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara.
Áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann.

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir

Dagskrá:

 

1.

Málefni Þingeyjarskóla - 2301009

 

Skólastjóri Þingeyjarskóla fer yfir skólastarfið í Þingeyjarskóla og deildarstjóri Barnaborgar fer yfir starfið í leikskóladeildinni.

 

Jóhann og Nanna fóru yfir skólastarfið það sem af er vetri.
Í máli þeirra kom fram m.a. að:
-það lítur út fyrir fjölgun nemenda bæði í grunn- og leikskóladeild á næstu mánuðum.
-Um 70% nemenda í grunnskólanum eru í tónlistarnámi.
-Gott samstarf er milli Þingeyjarskóla og Reykjahlíðarskóla vegna íþrótta- og sundkennslu á Laugum, einnig samstarf við Framhaldsskólann á Laugum varðandi valgreinar eins og undanfarin ár.
-Frístundastarf yngsta stigs er eftir að kennslu þeirra lýkur og þar til skólabílar fara heim.
-Félagsmiðstöðvarstarf eldri nemenda er öflugt og vel sótt.
-Þingeyjarskóli er í alþjóðlegu Erasmus verkefni með skólum frá Kýpur, Danmörku, Tyrklandi, Ítalíu og Portúgal. Verkefnið snýr að sjálfbærni, tækni í skólastarfi og réttindum barna.
-Vinna er hafin í þróunarverkefninu ,,Læsi fyrir lífið" í samstarfi við miðstöð skólaþróunar í HA.
-Mikil og góð samvinna er milli Barnaborgar og grunnskólahluta Þingeyjarskóla. Samnýtt bæði starfsfólk og aðstaða.
Nanna gerði einnig ítarlega grein fyrir starfi leikskólans nú í haust og því sem framundan er í vetur.

Nefndin þakkar Jóhanni Rúnari skólastjóra og Nönnu Marteinsdóttur deildarstjóra Barnaborgar fyrir greinargóða umfjöllun.

 

Samþykkt

 

   

2.

Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028

 

Lögð eru fyrir fundinn drög að skólastefnu Þingeyjarsveitar.

 

Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti eins og þau standa í dag. Samþykkt að leggja drögin fram á heimasíðu Þingeyjarsveitar og gefa íbúum færi á að gera athugasemdir við drögin eins og þau liggja fyrir.

 

Samþykkt

 

   

3.

Þingeyjarskóli - starfsáætlun 2023-2024 - 2310059

 

Lögð fram starfsáætlun Þingeyjarskóla 2023-2024.

 

Nefndin lýsir ánægju með starfsáætlunina.

 

Samþykkt

 

   

4.

Reykjahlíðarskóli - Starfsáætlun 2023-2024 - 2310058

 

Lögð fram starfsáætlun Reykjahlíðarskóla 2023-2024.

 

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með starfsáætlunina.

 

Samþykkt

 

   

5.

Stórutjarnaskóli - Starfsáætlun 2023-2024 - 2310060

 

Lögð fram starfsáætlun Stórutjarnaskóla 2023-2024.

 

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með starfsáætlunina.

 

Samþykkt

 

   

6.

Okkar heimur - stýrihópur - 2310017

 

Óskað er eftir tilnefningu Þingeyjarsveitar í stýrihóp verkefnisins.

 

Þar sem Þingeyjarsveit er í náinni samvinnu við Norðurþing um málefni sem snúa að viðkvæmum hópum í samfélaginu álítur nefndin rétt að rætt sé við Norðurþing um sameiginlegan fulltrúa í stýrihóp verkefnisins ,,Okkar heimur".

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 16:30.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.