14. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

03.01.2024

14. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Stórutjarnaskóla miðvikudaginn 03. janúar kl. 14:30

Fundarmenn

Einar Örn Kristjánsson
Gunnhildur Hinriksdóttir
Anna Bragadóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir

Dagskrá:

 

1.

Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028

 

Drög að skólastefnu Þingeyjarsveitar voru samþykkt af fræðslu- og velferðarnefnd á 13. fundi þann 7. desember 2023. Íbúum var í framhaldinu gefin kostur á að senda inn athugasemdir við drögin. Ýmsar athugasemdir bárust og eru þær lagðar fyrir nefndina til efnislegrar umfjöllunar ásamt samantekt sviðsstjóra.

 

Nefndin þakkar öllum þeim sem sendu inn athugsemdir. Athugasemdirnar ræddar efnislega. Nefndin samþykkir að vísa athugasemdum, umræðum fundarins um þær sem og samantekt sviðsstjóra áfram til stýrihóps um gerð skólastefnu.

 

Samþykkt

 

   

2.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir - 402. mál - 154. löggjafaþing - 2311144

 

Fyrir fræðslunefnd liggur beiðni um umsögn frá Velferðarnefnd Alþingis - 402. mál - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.

 

Nefndin telur ekki þörf á að senda inn umsögn vegna málsins á þessu stigi. Máltíðir barna í leik- og grunnskólum hafa verið gjaldfrjálsar í Þingeyjarsveit undanfarin ár.

 

Lagt fram

 

   

3.

Skólaþjónusta - undirbúningur lagasetningar. - 2312053

 

Lagður fram tölvupóstur frá sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt glærum frá samráðsfundi sambandsins við Grunn, félags fræðslustjóra og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Fræðslunefndir sveitarfélaganna eru hvattar til að koma með athugasemdir sem nýst gætu við mótun löggjafar um heildstæða skólaþjónustu.

 

Nefndin þakkar kynninguna og mun fylgjast með framvindu málsins. Nefndin hefur engar athugasemdir á þessu stigi.

 

Kynnt

 

   

4.

Farsældarrúta BOFS - skýrsla 2023 - 2312054

 

Lögð er fram til kynningar skýrsla farsældarrútu BOFS fyrir árið 2023.

 

Nefndin þakkar fyrir upplýsandi skýrslu frá BOFS.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 17:20.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.