Fundargerð
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
03.01.2024
14. fundur
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
haldinn í Stórutjarnaskóla miðvikudaginn 03. janúar kl. 14:30
Einar Örn Kristjánsson
Gunnhildur Hinriksdóttir
Anna Bragadóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Ásta F. Flosadóttir
Dagskrá:
1. |
Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028 |
|
Drög að skólastefnu Þingeyjarsveitar voru samþykkt af fræðslu- og velferðarnefnd á 13. fundi þann 7. desember 2023. Íbúum var í framhaldinu gefin kostur á að senda inn athugasemdir við drögin. Ýmsar athugasemdir bárust og eru þær lagðar fyrir nefndina til efnislegrar umfjöllunar ásamt samantekt sviðsstjóra. |
||
Nefndin þakkar öllum þeim sem sendu inn athugsemdir. Athugasemdirnar ræddar efnislega. Nefndin samþykkir að vísa athugasemdum, umræðum fundarins um þær sem og samantekt sviðsstjóra áfram til stýrihóps um gerð skólastefnu. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir - 402. mál - 154. löggjafaþing - 2311144 |
|
Fyrir fræðslunefnd liggur beiðni um umsögn frá Velferðarnefnd Alþingis - 402. mál - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra. |
||
Nefndin telur ekki þörf á að senda inn umsögn vegna málsins á þessu stigi. Máltíðir barna í leik- og grunnskólum hafa verið gjaldfrjálsar í Þingeyjarsveit undanfarin ár. |
||
Lagt fram |
||
|
||
3. |
Skólaþjónusta - undirbúningur lagasetningar. - 2312053 |
|
Lagður fram tölvupóstur frá sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt glærum frá samráðsfundi sambandsins við Grunn, félags fræðslustjóra og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Fræðslunefndir sveitarfélaganna eru hvattar til að koma með athugasemdir sem nýst gætu við mótun löggjafar um heildstæða skólaþjónustu. |
||
Nefndin þakkar kynninguna og mun fylgjast með framvindu málsins. Nefndin hefur engar athugasemdir á þessu stigi. |
||
Kynnt |
||
|
||
4. |
Farsældarrúta BOFS - skýrsla 2023 - 2312054 |
|
Lögð er fram til kynningar skýrsla farsældarrútu BOFS fyrir árið 2023. |
||
Nefndin þakkar fyrir upplýsandi skýrslu frá BOFS. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 17:20.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.