Fundargerð
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
07.02.2024
15. fundur
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
haldinn í Þingeyjarskóla miðvikudaginn 07. febrúar kl. 14:30
Gunnhildur Hinriksdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Lára Ingvarsdóttir
Anna Bragadóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Einar Örn Kristjánsson
Ásta F. Flosadóttir
Skólastjóri Þingeyjarskóla var forfallaður, Hulda Svanbergsdóttir, staðgengill hans, sat fundinn.
Aðrir áheyrnarfulltrúar:
Nanna Marteinsdóttir deildarstjóri leikskóldeildar
Ingiríður Hauksdóttir fyrir foreldra leikskólabarna
Katla Valdís Ólafsdóttir fyrir kennara
Dagskrá:
1. |
Þingeyjarskóli - breyting á skipuriti - 2311074 |
|
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um breytt skipurit Þingeyjarskóla. |
||
Nefndin tekur jákvætt í nýtt skipurit og leggur til að haldið verði áfram með þessa vinnu. Áhersla er lögð á að vanda þurfi til verka við skipuritið, verkaskiptingu og þjálfun skólastjórnenda. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028 |
|
Stýrihópur um skólastefnu Þingeyjarsveitar hefur farið yfir athugasemdir þær sem gerðar voru við skólastefnudrögin og skilar til fræðslu- og velferðarnefndar nýjum drögum að skólastefnu. |
||
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Barnaverndarlög - 629. mál -154. löggjafaþing - 2402001 |
|
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar 629. mál Barnaverndarlög (endurgreiðslur). |
||
Nefndin telur ekki ástæðu til að senda umsögn við umrædda breytingu. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 17:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.