16. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

18.03.2024

16. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn Reykjahlíðarskóla mánudaginn 18. mars kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir
Anna Bragadóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Einar Örn Kristjánsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Lára Ingvarsdóttir 

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir

Hjördís Albertsdóttir skólastjóri sat fundinn sem og Ólöf Þuríður Gunnarsdóttir sem áheyrnarfulltrúi kennara.
Gunnhildur Hinriksdóttir stýrði fundi í fjarveru formanns nefndarinnar.
Í upphafi fundar leitaði fundarstjóri eftir samþykki fundarmanna um að taka fyrir erindi frá Norðurþingi undir afbrigðum. Fundurinn samþykkir að bæta lið nr. 3 við dagskrá fundarins undir afbrigðum.

 

Dagskrá:

 

1.

Reykjahlíðarskóli - breyting á skóladagatali - 2403031

 

Lögð fram beiðni frá skólastjóra Reykjahlíðarskóla um breytingu á skóladagatali skólaársins 2023-2024.

 

Samþykkt að heimila skólastjóra Reykjahlíðarskóla að setja á starfsdag mánudaginn 6. maí. Sama dag verður einnig starfsdagur á Leikskólanum Yl.

 

Samþykkt

 

   

3.

Samstarfssamningur - Aflið á Húsavík - 2403044

 

Norðurþing sendir erindi um mögulegan samstarfssamning við Aflið.

 

Nefndin telur eðlilegra að beiðni komi beint frá Aflinu um mögulegan styrk þar sem liggi fyrir frekari upplýsingar um hvernig Aflið hyggst auka þá þjónustu sem í boði er. Þingeyjarsveit hefur hingað til styrkt starfsemi Aflsins og svo er einnig vegna ársins 2024.

 

Samþykkt

 

   

4.

Reykjahlíðarskóli - skólastarf 2023-2024 - 2403040

 

Hjördís Albertsdóttir skólastjóri Reykjahlíðarskóla gerir grein fyrir skólastarfinu.

 

Sem stendur eru 39 börn í grunnskóladeildinni. Ekkert barn útskrifast úr 10. bekk í vor, tvö börn byrja í 1. bekk í haust. Útlit er fyrir að skólinn og leikskólinn verði áfram vel mannaðir, þrír afleysingakennarar láta af störfum í vor í grunnskólanum og þrír kennarar koma úr fæðingarorlofi, sem og einn starfsmaður í Yl.
Útlit er fyrir töluverða fjölgun barna í leikskólanum í haust og næsta vetur.
Leikskólinn er öflugur í útikennslu og ætla nemendur t.d. að rækta og græða landið, elda úti, baka hverabrauð og margt fleira sem er á döfinni. Skólinn er í samstarfi við Samkaup sem rekur Krambúðina í Mývatnssveit, um nýtingu jarðvegs sem fellur til við notkun jarðvegsgerðarvélar sem var nýlega komið upp þar. Slíka vél er einnig að finna í eldhúsi skólans. Aukið samstarf verður milli leik- og grunnskóla næsta vetur, samnýtt húsnæði og starfsfólk. Leggja á alúð bæði í heimasíðu leik- og grunnskólans og horfa til þeirra sem aðal fréttaveitu skólanna.
Nefndin þakkar skólastjóra fyrir greinargóða yfirferð.

 

Kynnt

 

   

5.

Skólaþjónusta - áframhaldandi samráð - 2403032

 

Frumvarp til laga um inngildandi menntun hefur verið lagt til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Bréf þar að lútandi er lagt fyrir nefndina.

 

Frestur til að skila inn umsögn um frumvarpsdrögin er runninn út. Nefndinni líst vel á hugmyndafræðina bak við lögin og vonast til að innleiðingunni fylgi fjármagn.

 

Kynnt

 

   

6.

Farsæld barna - Úrræðalisti - 2403029

 

Stoðteymi skólanna í Þingeyjarsveit hefur tekið saman úrræðalista fyrir skólanna í samræmi við lög um farsæld barna. Listinn er lagður fyrir nefndina til kynningar.

 

Nefndin lýsir ánægju sinni með þann fjölda úrræða sem skólarnir hafa tiltæk.

 

Kynnt

 

   

Fundi slitið kl. 16:30.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.