Fundargerð
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
18.03.2024
16. fundur
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
haldinn Reykjahlíðarskóla mánudaginn 18. mars kl. 14:30
Gunnhildur Hinriksdóttir
Anna Bragadóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Einar Örn Kristjánsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Lára Ingvarsdóttir
Ásta F. Flosadóttir
Hjördís Albertsdóttir skólastjóri sat fundinn sem og Ólöf Þuríður Gunnarsdóttir sem áheyrnarfulltrúi kennara.
Gunnhildur Hinriksdóttir stýrði fundi í fjarveru formanns nefndarinnar.
Í upphafi fundar leitaði fundarstjóri eftir samþykki fundarmanna um að taka fyrir erindi frá Norðurþingi undir afbrigðum. Fundurinn samþykkir að bæta lið nr. 3 við dagskrá fundarins undir afbrigðum.
Dagskrá:
1. |
Reykjahlíðarskóli - breyting á skóladagatali - 2403031 |
|
Lögð fram beiðni frá skólastjóra Reykjahlíðarskóla um breytingu á skóladagatali skólaársins 2023-2024. |
||
Samþykkt að heimila skólastjóra Reykjahlíðarskóla að setja á starfsdag mánudaginn 6. maí. Sama dag verður einnig starfsdagur á Leikskólanum Yl. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Samstarfssamningur - Aflið á Húsavík - 2403044 |
|
Norðurþing sendir erindi um mögulegan samstarfssamning við Aflið. |
||
Nefndin telur eðlilegra að beiðni komi beint frá Aflinu um mögulegan styrk þar sem liggi fyrir frekari upplýsingar um hvernig Aflið hyggst auka þá þjónustu sem í boði er. Þingeyjarsveit hefur hingað til styrkt starfsemi Aflsins og svo er einnig vegna ársins 2024. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Reykjahlíðarskóli - skólastarf 2023-2024 - 2403040 |
|
Hjördís Albertsdóttir skólastjóri Reykjahlíðarskóla gerir grein fyrir skólastarfinu. |
||
Sem stendur eru 39 börn í grunnskóladeildinni. Ekkert barn útskrifast úr 10. bekk í vor, tvö börn byrja í 1. bekk í haust. Útlit er fyrir að skólinn og leikskólinn verði áfram vel mannaðir, þrír afleysingakennarar láta af störfum í vor í grunnskólanum og þrír kennarar koma úr fæðingarorlofi, sem og einn starfsmaður í Yl. |
||
Kynnt |
||
|
||
5. |
Skólaþjónusta - áframhaldandi samráð - 2403032 |
|
Frumvarp til laga um inngildandi menntun hefur verið lagt til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Bréf þar að lútandi er lagt fyrir nefndina. |
||
Frestur til að skila inn umsögn um frumvarpsdrögin er runninn út. Nefndinni líst vel á hugmyndafræðina bak við lögin og vonast til að innleiðingunni fylgi fjármagn. |
||
Kynnt |
||
|
||
6. |
Farsæld barna - Úrræðalisti - 2403029 |
|
Stoðteymi skólanna í Þingeyjarsveit hefur tekið saman úrræðalista fyrir skólanna í samræmi við lög um farsæld barna. Listinn er lagður fyrir nefndina til kynningar. |
||
Nefndin lýsir ánægju sinni með þann fjölda úrræða sem skólarnir hafa tiltæk. |
||
Kynnt |
||
|
Fundi slitið kl. 16:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.