Fundargerð
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
11.04.2024
17. fundur
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
haldinn í Stórutjarnaskóla fimmtudaginn 11. apríl kl. 14:30
Gunnhildur Hinriksdóttir
Anna Bragadóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Einar Örn Kristjánsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Árni F. Sigurðsson
Ásta F. Flosadóttir
Dagskrá:
1. |
Þingeyjarskóli, Stórutjarnaskóli og Reykjahlíðarskóli - Skóladagatal 2024-2025 - 2404015 |
|
Skóladagatöl grunnskóla Þingeyjarsveitar eru lögð fyrir nefndina til samþykktar. |
||
Nefndin hefur yfirfarið skóladagatölin og samþykkir þau fyrir sitt leyti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Sérstakur húsnæðisstuðningur - Reglur - 2310015 |
|
Reglur Þingeyjarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning eru lagðar fram til endurskoðunar. |
||
Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Hljóðvist í skólum - 2403046 |
|
Lagt fram bréf frá umboðsmanni barna um hljóðvist í skólum þar sem skorað er á sveitarfélög að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum. |
||
Nefndin beinir því til skólastjórnenda að taka stöðuna með sínu fólki hvað þetta varðar. Nefndin beinir því einnig til sveitarstjórnar að taka tillit til hljóðvistar við endurbætur og breytingar á húsnæði skóla og íþróttamannvirkja. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Endurskoðun greinasviða aðalnámskrá grunnskóla - Umsagnarbeiðni Samráðsgátt - 2404005 |
|
Í samráðsgátt stjórnvalda er mál nr. 89/2024, endurskoðun greinasviða aðalnámskrár grunnskóla til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 19. apríl. |
||
Nefndin telur ekki þörf á að senda inn umsögn um endurskoðun greinasviða aðalnámskrár grunnskóla. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Þjónusta við fatlað fólk - upplýsingagjöf - 2403063 |
|
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er að fara af stað með frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga. Stofnunin sendir sveitarfélögum bréf þar sem þessi athugun er boðuð. |
||
Nefndin lýsir yfir ánægju með frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála. |
||
Lagt fram |
||
|
||
6. |
Stórutjarnaskóli - Skólastarf - 2404016 |
|
Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla, segir frá skólastarfinu. |
||
Skólastarfið hefur gengið vel það sem af er vetrar, þrátt fyrir óvenju mikil veikindaforföll. Í vetur hefur verið haldið áfram að innleiða teymisvinnu og teymiskennslu og einnig var á vorönn hafin innleiðing á „Jákvæðum aga“. |
||
Kynnt |
||
|
Fundi slitið kl. 16:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.