18. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

02.05.2024

18. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Þingeyjarskóla fimmtudaginn 02. maí kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir
Anna Bragadóttir,
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Einar Örn Kristjánsson 

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir sviðsstjóri
Gestir fundarins voru Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri Þingeyjarskóla og Nanna Marteinsdóttir deildarstjóri Barnaborgar.
 
Áheyrnarfulltrúar voru:
Árni Pétur Hilmarsson fyrir grunnskólakennara.
Ingiríður Hauksdóttir fyrir foreldra grunnskóla.
Sunneva Mist Ingvarsdóttir fyrir foreldra leikskólabarna.
 
Dagskrá:
 
1. Leikskólinn Barnaborg, Krílabær, Tjarnarskjól og Ylur - skóladagatal 2024-2025 - 2404069
Skóladagatöl leikskóla Þingeyjarsveitar lögð fyrir nefndina til kynningar.
Nefndin þakkar leikskóladeildarstjórum fyrir dagatölin.
Kynnt
 
2. Þingeyjarskóli - nemendur 10. bekkjar úr Mývatnssveit 2024-2025 - 2404072
Síðasta vor var tekin sú ákvörðun að 9. bekkur Reykjahlíðarskóla sækti nám í Þingeyjarskóla skólaárið 2023-2024. Fyrirkomulagið skyldi endurskoða vorið 2024.
Nefndin hefur yfirfarið gögn málsins og leggur til við sveitarstjórn að þeir nemendur 10. bekkjar í skólahverfi Reykjahlíðarskóla sem hafa sótt Þingeyjarskóla geri það áfram næsta skólaár, 2024-2025.
Samþykkt
 
3. Íslensku menntaverðlaunin 2024 - opið fyrir tilnefningar - 2404039
Íslensku menntaverðlaunin 2024 verða afhent að Bessastöðum í nóvember næstkomandi og nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum
Frestur til að senda inn tilnefningar er til 1. júní nk.
Nefndin felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að auglýsa íslensku menntaverðlaunin fyrir skólasamfélaginu.
Samþykkt
 
4. Fagskólanám í leikskólafræðum - kynningarbréf - 2304040
Háskólinn á Akureyri er að hefja annað námsár með námsleiðina fagháskólanám í leikskólafræði. Skólinn sendir kynningarbréf til Þingeyjarsveitar.
Nefndin þakkar kynninguna og hvetur starfsfólk leikskólanna til að skoða þennan möguleika vandlega.
Kynnt
 
5. Málefni Þingeyjarskóla - 2301009
Jóhann Rúnar skólastjóri Þingeyjarskóla og Nanna Marteinsdóttir deildarstjóri Barnaborgar segja frá skólastarfinu.
Jóhann fór yfir ýmsar tölulegar upplýsingar. Nemendur skólans eru 115 í dag. 82 í grunnskóladeildinni og 33 í leikskóladeildunum Barnaborg og Krílabæ. Nemendahópurinn er fjölbreyttur, t.a.m. eru nemendur í leikskóladeildinni Barnaborg með 5 mismunandi móðurmál.
Skólastarfið hefur gengið ágætlega en óneitanlega verið um töluverðar áskoranir að ræða í starfinu m.a. vegna áfalla og forfalla starfsfólks. Töluverðar breytingar verða á starfsmannahaldi næstkomandi haust. Vöntun er á starfsfólki í nokkrar stöður við skólann og verið er að auglýsa.
Nemendur 9. og 10. bekkjar eru í námskeiðsferð og skólaferðalagi þessa vikuna úti í Svíþjóð. Jóhann segir það þakkarvert hversu margir eru tilbúnir að styðja við nemendur vegna slíks ferðalags. Kvenfélögin, Jarðböðin við Mývatn og sveitarfélagið hafa styrkt hópinn myndarlega, einnig hafa nemendur staðið sig afar vel í ýmsum fjáröflunum.
Nanna sagði frá leikskólastarfinu, fyrirhugaðri sveitaferð og útskriftarferð leikskólabarna í samvinnu við Tjarnaskjól og Yl. Samvinna leikskólanna í Þingeyjarsveit er sífellt að aukast til hagsbóta fyrir alla.
Jóhann og Nanna ræddu mikilvægi öflugrar skólaþjónustu. Þá fóru þau lauslega yfir hugmyndir að ýmsum framkvæmdum og viðhaldi á húsnæði skólans.
 
Nefndin þakkar greinargóða kynningu.
Kynnt
 
Fundi slitið kl. 16:30.
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.