19. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

13.06.2024

19. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Reykjahlíðarskóla fimmtudaginn 13. júní kl. 14:30

Fundarmenn

Einar Örn Kristjánsson

Anna Bragadóttir

Gunnhildur Hinriksdóttir

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir

Hjördís Albertsdóttir skólastjóri Reykjahlíðarskóla og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir leikskólastjóri í Yl sátu fundinn.

Formaður leggur til við nefndina að dagskrárliður 6 verði tekinn fyrir með afbrigðum. Samþykkt samhljóða að taka lið 6 á dagskrá.

 

Dagskrá:

 

1.

Svæðisbundin farsældarráð - 2405055

 

Erindi frá SSNE. Tillaga um að skapa samstarfsvettvang innan landshlutans í samræmi við 5. grein laganna þar sem kemur fram að sveitarfélögin eigi að skipa svæðisbundin farsældarráð sem eru vettvangur fyrir svæðisbundið samráð um farsæld barna.

 

Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu. Bendir ennfremur á að hér sé tækifæri til að búa til samráðsvettvang sem íþróttahreyfingin geti komið að. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Þingeyjarsveit taki þátt í stofnun farsældarráðs innan landshlutans.

 

Samþykkt

 

   

2.

Reykjahlíðarskóli - skólaskýrsla 2023-2024 - 2406018

 

Lagt fram mat á starfsáætlun Reykjahlíðarskóla vegna skólaársins 2023-2024.

 

Nefndin þakkar greinargott yfirlit.

 

Samþykkt

 

   

3.

Þingeyjarskóli - skólaskýrsla 2023-2024 - 2406019

 

Lögð fram skólaskýrsla Þingeyjarskóla skólaárið 2023-2024.

 

Nefndin þakkar greinargóða skýrslu.

 

Samþykkt

 

   

Jóhann Rúnar skólastjóri Þingeyjarskóla kom inn á fundinn í síma undir dagskrárlið 6.

6.

Þingeyjarskóli - breyting á samþykktu skóladagatali - 2406027

 

Erindi frá skólastjóra Þingeyjarskóla. Óskað eftir að erindið sé tekið fyrir undir afbrigðum.
Skólastjóri Þingeyjarskóla fer fram á að breyta haustfríi Þingeyjarskóla frá 21.-22. október til 24.-25. október.

 

Vegna fyrirsjáanlegra erfiðleika við afleysingar samþykkir nefndin breytingu á skóladagatali Þingeyjarskóla fyrir sitt leyti.

 

Samþykkt

 

   

4.

Hvítbók í málefnum innflytjenda - boð um þátttöku í samráði - 2405060

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur lagt inn í samráðsgátt Hvítbók í málefnum innflytjenda. Frestur til að veita umsögn er til 21. júní.

 

Nefndin sér ekki ástæðu til að veita umsögn um Hvítbókina eins og hún liggur fyrir í samráðsgáttinni.

 

Lagt fram

 

   

5.

Aðalfundur 2024 - Landskerfi bókasafna hf. - 2405002

 

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar 2024 - Landskerfis bókasafna hf.

 

Nefndin þakkar fyrir gögnin.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 16:30.

 

 

 

 

 

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.