Fundargerð
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
13.06.2024
19. fundur
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
haldinn í Reykjahlíðarskóla fimmtudaginn 13. júní kl. 14:30
Einar Örn Kristjánsson
Anna Bragadóttir
Gunnhildur Hinriksdóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ásta F. Flosadóttir
Hjördís Albertsdóttir skólastjóri Reykjahlíðarskóla og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir leikskólastjóri í Yl sátu fundinn.
Formaður leggur til við nefndina að dagskrárliður 6 verði tekinn fyrir með afbrigðum. Samþykkt samhljóða að taka lið 6 á dagskrá.
Dagskrá:
1. |
Svæðisbundin farsældarráð - 2405055 |
|
Erindi frá SSNE. Tillaga um að skapa samstarfsvettvang innan landshlutans í samræmi við 5. grein laganna þar sem kemur fram að sveitarfélögin eigi að skipa svæðisbundin farsældarráð sem eru vettvangur fyrir svæðisbundið samráð um farsæld barna. |
||
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu. Bendir ennfremur á að hér sé tækifæri til að búa til samráðsvettvang sem íþróttahreyfingin geti komið að. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Þingeyjarsveit taki þátt í stofnun farsældarráðs innan landshlutans. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Reykjahlíðarskóli - skólaskýrsla 2023-2024 - 2406018 |
|
Lagt fram mat á starfsáætlun Reykjahlíðarskóla vegna skólaársins 2023-2024. |
||
Nefndin þakkar greinargott yfirlit. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Þingeyjarskóli - skólaskýrsla 2023-2024 - 2406019 |
|
Lögð fram skólaskýrsla Þingeyjarskóla skólaárið 2023-2024. |
||
Nefndin þakkar greinargóða skýrslu. |
||
Samþykkt |
||
|
||
Jóhann Rúnar skólastjóri Þingeyjarskóla kom inn á fundinn í síma undir dagskrárlið 6. |
||
6. |
Þingeyjarskóli - breyting á samþykktu skóladagatali - 2406027 |
|
Erindi frá skólastjóra Þingeyjarskóla. Óskað eftir að erindið sé tekið fyrir undir afbrigðum. |
||
Vegna fyrirsjáanlegra erfiðleika við afleysingar samþykkir nefndin breytingu á skóladagatali Þingeyjarskóla fyrir sitt leyti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Hvítbók í málefnum innflytjenda - boð um þátttöku í samráði - 2405060 |
|
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur lagt inn í samráðsgátt Hvítbók í málefnum innflytjenda. Frestur til að veita umsögn er til 21. júní. |
||
Nefndin sér ekki ástæðu til að veita umsögn um Hvítbókina eins og hún liggur fyrir í samráðsgáttinni. |
||
Lagt fram |
||
|
||
5. |
Aðalfundur 2024 - Landskerfi bókasafna hf. - 2405002 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar 2024 - Landskerfis bókasafna hf. |
||
Nefndin þakkar fyrir gögnin. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 16:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.