2. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

21.09.2022

2. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 21. september kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir

Sigurður Narfi Rúnarsson

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Linda Björk Árnadóttir

Lára Ingvarsdóttir

Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir 

Starfsmenn

 Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson

Dagskrá:

    1. Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028

 

Samkvæmt grunnskólalögum og aðalnámskrá skulu sveitarfélög móta sér skólastefnu sem tekur mið af aðstæðum á hverjum stað og þeim áherslum sem þau vilja hafa að leiðarljósi. Skólastefna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar eru úreltar og tímabært að hefja vinnu að nýrri sameiginlegri stefnu. Taka þarf ákvörðun um það hvernig staðið verður að gerð stefnunnar.

Fræðslu- og velferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði til utanaðkomandi ráðgjafa til að leiða vinnu við stefnumótun sveitarfélagsins í skólamálum. Nefndin leggur áherslu á að ráðist verði í stefnumótunina hið fyrsta og stefnt að því að stefnan verði tilbúin fyrir lok ársins. Nefndin leggur áherslu á virka þátttöku skólasamfélagsins í stefnumótunarvinnunni.

Samþykkt

 

    1. Samstarf tónlistarskólanna í Þingeyjarsveit - 2209029

 

Á 7. fundi sveitarstjórnar dags. 14. september var nefndinni falið að skoða möguleika á samvinnu á milli tónlistardeilda skólanna. Í dag eru reknar þrjár tónlistardeildir í sveitarfélaginu í Stórutjarnaskóla, Þingeyjarskóla og í Reykjahlíðarskóla.

Sveitarstjóra falið að funda með skólastjórnendum og kanna afstöðu þeirra til samstarfs tónlistardeildanna og þá möguleika sem í slíku samstarfi felst og gera tillögur til nefndarinnar í samráði við þá. Mikilvægt er að tillögur liggi fyrir í mars 2023 svo hægt sé að taka mögulegt samstarf upp á næsta skólaári.

Samþykkt

 

    1. Samvinna á unglingastigi - 2208016

 

Á 7. fundi sveitarstjórnar var nefndinni falið að athuga hvort að ekki væri grundvöllur fyrir að útvíkka samstarfið í alla grunnskóla sveitarfélagsins.

Sveitarstjóra er falið að kanna möguleika á þátttöku allra grunnskóla sveitarfélagsins í samstarfi á unglingastigi.

Samþykkt

 

    1. Skólabyrjun - 2209036

 

Farið yfir hvernig haustið hefur farið af stað í skólunum og hvað er framundan.

Frestað

 

    1. Starfsáætlun skólanna veturinn 2022-2023 - 2209038

 

Starfsáætlanir skólanna lagðar fram.

Frestað

 

    1. Skólaþing Þingeyjarskóla - 2209039

 

Þingeyjarskóli er orðin 10 ára gömul stofnun en skólinn tók til starfa haustið 2012 eftir sameiningu Hafralækjarskóla, Litlulaugaskóla, leikskólanna Barnaborgar og Krílabæjar og tónlistardeilda.

Í húsnæði skólans á Hafralæk hófst skólastarf haustið 1972 þannig að skólahúsnæðið og skólastarf á Hafralæk er 50 ára gamalt í ár.

Næstkomandi fimmtudag, 22. september, er boðið til skólaþings grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla.

Fræðslu- og velferðarnefnd fagnar framtakinu og þakkar boðið á skólaþing. Nefndin óskar skólasamfélagi Þingeyjarskóla hjartanlega til hamingju með þennan merka áfanga.

Samþykkt

 

    1. Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um viðbótartónlistarnám - 2209002

 

Tekið á dagskrá með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

Lagt fram erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, þar sem óskað er eftir að Þingeyjarsveit greiði kostnað vegna viðbótarhljóðfæranáms á grunnstigi fyrir nemanda sem áður hefur verið samþykkt að greiða almennt tónlistarnám fyrir. Kostnaður við viðbótina er kr. 389.215,- en Jöfnunarsjóður sveitarfélaga endurgreiðir þann kostnað að hluta skv. reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda.

Fræðslunefnd óskar eftir frekari upplýsingum um eðli þess náms sem óskað er eftir að sveitarfélagið greiði fyrir og um endurgreiðsluhlutfall úr Jöfnunarsjóði.

Frestað

 

    1. Skipun áheyrnarfulltrúa á fundum fræðslu- og velferðarnefndarfundum - 2209045

 

Tekið á dagsrá með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

Umræður um fyrirkomulag á skipan áheyrnarfulltrúa á fundum fræðslu- og velferðarnefndar.

Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og 4. mgr. 6. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 eiga skólastjórnendur, starfsmenn grunn- og leikskóla og foreldrar að kjósa áheyrnarfulltrúa hver úr sínum hópi til að sitja fundi fræðslu- og velferðarnefndar þegar málefni skólanna eru til umræðu. Lögð fram gögn um fyrirkomulagið í Múlaþingi til hliðsjónar.

Fræðslu- og velferðarnefnd leggur til að tekið verði upp kerfi að fyrirmynd Múlaþings þar sem hlutverk áheyrnarfulltrúa færist árlega á milli skóla og þar sem fulltrúar mismunandi hópa koma frá mismunandi skólum. Starfsmönnum falið að kynna tillöguna fyrir þeim hópum sem eiga rétt á áheyrnarfulltrúa. Nefndin leggur áherslu á að að skipun áheyrnarfulltrúa verði lokið fyrir næsta fund.

Samþykkt