20. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

05.09.2024

20. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn í Stórutjarnaskóla fimmtudaginn 05. september kl. 14:30

Fundarmenn

Einar Örn Kristjánsson
Gunnhildur Hinriksdóttir
Anna Bragadóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Áheyrnarfulltrúar:
Skólastjórnendur: Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla
Starfsfólk leikskóla: Dóra Rún Kristjánsdóttir, deildarstjóri Tjarnaskjóls
Kennarar Stórutjarnaskóla: Sigríður Árdal
Foreldrafélag Stórutjarnaskóla: Sindri Geir Óskarsson 

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Í upphafi fundar bar formaður undir atkvæði hvort taka mætti lið 11 á dagskrá undir afbrigðum. Fundurinn samþykkti þá tillögu formanns.
 
Dagskrá:
 
1. Stórutjarnaskóli - skólaskýrsla 2023-2024 - 2406021
Skólaskýrsla Stórutjarnaskóla skólaárið 2022-2024 lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu.
Lagt fram
 
2. Leikskólinn Barnaborg, Krílabær, Tjarnarskjól og Ylur - skóladagatal 2024-2025 - 2404069
Skóladagatöl leikskóla Þingeyjarsveitar lögð fram til umfjöllunar.
Málinu frestað til næsta fundar og sviðsstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
Frestað
 
3. Þingeyjarskóli, Stórutjarnaskóli og Reykjahlíðarskóli - starfsáætlun 24-25 - 2409008
Lagðar fyrir nefndina starfsáætlanir grunnskóla Þingeyjarsveitar vegna skólaársins 2024-2025.
Nefndin þakkar greinargóðar starfsáætlanir skólanna þriggja og gerir ekki athugasemdir við áætlanirnar. Vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt
 
Áheyrnarfulltrúarnir Sigríður Árdal og Sindri Geir Óskarsson viku af fundi áður en liður 4 var tekinn fyrir.
4. Skólavist utan lögheimilissveitarfélags - erindi um fyrirkomulag - 2409010
Sindri Geir Óskarsson sendir erindi fyrir sína hönd og Sigríðar Árdal þar sem farið er fram á að tekið verði upp samstarf eða verklag sem opni á að börn í Þingeyjarsveit geti sótt grunnskóla í nágrannasveitarfélagi án þess að foreldrar þurfi að flytja lögheimili sitt.
Þingeyjarsveit rekur þrjá grunnskóla og skv. reglum um innritun í skóla Þingeyjarsveitar er frjálst að sækja skóla utan síns skilgreinda skólahverfis. Þær reglur er að finna á heimasíðu Þingeyjarsveitar.
Ef nemandi sækir skóla utan lögheimilissveitarfélags gilda reglur Sambands íslenskra sveitarfélaga, viðmiðunarreglur vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags. Fræðslu- og velferðarnefnd fylgir því verklagi sem þar er lagt upp með.
Samþykkt
Sigríður Árdal kom aftur inn á fundinn að lokinni umfjöllun um þennan lið.
 
5. Erindi frá foreldrafélagi Tjarnaskjóls - húsnæðismál leikskólans - 2409011
Erindi frá foreldrafélagi Stórutjarnaskóla og Tjarnaskjóls þar sem foreldrafélagið fer fram á að vera boðið til samtals um fyrirhugaðar breytingar á húsnæði skólans.
Erindinu vísað til byggðaráðs.
Samþykkt
Sindri Geir Óskarsson kom aftur inn á fundinn að afloknum þessum lið.
 
Dagskrárliður 11 er tekinn fyrir undir afbrigðum.
11. Leikskólinn Ylur - breyting á leikskólalóð - 2409012
Erindi frá skólastjóra Reykjahlíðarskóla og leikskólastjóra Yls um lóð leikskólans.
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Huga mætti að því að nýta gömlu leiktækin, t.d. í Reykjahlíðarþorpi og við Skjólbrekku. Skoða þarf leikskólalóðina heilstætt út frá öryggi og gæslu barna. Fræðslu- og velferðarnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt
 
6. Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga - fæðingarorlof og inntaka barna á leikskóla - 2406036
Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu um bilið milli fæðingarorlofs og inntöku á leikskóla.
Lagt fram. Leikskólar Þingeyjarsveitar taka inn börn frá 12 mánaða aldri.
Lagt fram
 
7. Þjónusta við fatlað fólk - upplýsingagjöf - 2403063
Lögð fram niðurstaða á frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga sem tilynnt var um 25. mars sl.
Nefndin þakkar stofnuninni greinargóða skýrslu og væntir þess að Norðurþing muni, fyrir hönd Þingeyjarsveitar, bregðast við þeim athugasemdum sem gerðar voru og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að fylgja málinu eftir.
Samþykkt
 
8. Húsnæðismál tónlistardeildar Stórutjarnaskóla - 2409007
Fyrir nefndinni liggur til kynningar erindi frá tónlistardeild Stórutjarnarskóla varðandi framtíðaraðstöðu tónlistardeildarinnar. Erindið var jafnframt sent til byggðarráðs til afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.
Kynnt
 
9. Húsnæðismál Tjarnaskjóls - erindi frá starfsmönnum grunnskóladeildar Stórutjarnaskóla - 2409006
Fyrir nefndinni liggur til kynningar erindi frá grunnskóladeild Stórutjarnarskóla varðandi húsnæði skólans. Erindið var jafnframt sent til byggðarráðs til afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.
Kynnt
 
10. Húsnæðismál Tjarnaskjóls - erindi frá starfsmönnum leikskóladeildar - 2409005
Fyrir nefndinni liggur til kynningar erindi frá starfsfólki leikskóladeildar Stórutjarnarskóla - Tjarnarskjóli, varðandi framtíðaraðstöðu leikskólans. Erindið var jafnframt sent til byggðarráðs til afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.
Kynnt
 
 
Fundi slitið kl. 16:30.
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.