Böðvar Baldursson boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann.
Áheyrnarfulltrúar voru:
Ingiríður Hauksdóttir fyrir foreldra
Katla Valdís Ólafsdóttir fyrir kennara
Áheyrnarfulltrúi leikskólaforeldra boðaði forföll og ekki náðist í varamann.
Þá sátu skólastjórar Þingeyjarskóla; Lilja Friðriksdóttir og Nanna Marteinsdóttir fundinn.
Í upphafi fundar bar formaður upp þá tillögu að nefndin kysi sér varaformann. Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að Gunnhildur Hinriksdóttir yrði varaformaður.
Dagskrá:
1. Leikskólinn Barnaborg, Krílabær, Tjarnarskjól og Ylur - Starfsáætlun 2024-2025 - 2409014
Umræðu framhaldið frá síðasta fundi. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um fjölda opnunardaga í leikskólum Þingeyjarsveitar.
Nefndin þakkar greinargóðar skýringar. Nefndin samþykkir starfsáætlanirnar fyrir sitt leyti.
Samþykkt
2. Gjaldskrár 2025 - 2410003
Lögð fyrir nefndina drög að endurskoðuðum gjaldskrám sem heyra undir fjölskyldusvið.
Nefndin samþykkir gjaldskrárnar fyrir sitt leyti. Gjaldskrár samþykktar með breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt
3. Námsgögn - mál nr. 222-155. löggjafarþing - beiðni um umsögn - 2409049
Fyrir alþingi liggur mál nr. 222 - námsgögn. Frestur til að veita umsögn um málið er til 8. október.
Sviðsstjóra falið að gera umsögn miðað við umræður á fundinum og senda Alþingi.
Samþykkt
4. Þingeyjarskóli - skólastarf - 2410005
Skólastjórar Þingeyjarskóla: Lilja Friðriksdóttir og Nanna Marteinsdóttir, gera grein fyrir skólastarfinu það sem af er vetrar.
Þingeyjarskóli fer vel af stað þetta skólaárið. Í grunnskólanum eru nemendur 73 talsins. Starfsmenn við grunnskólann nú í haust eru 30 talsins, 12 almennir starfsmenn og 18 kennarar. Stöðugildi í kennslu eru alls 12. Mönnun skólans er góð.
Í tónlistarskólanum eru við nám 45 nemendur, grunnskólanemendur og tveir framhaldsskólanemendur.
Í leikskóladeildum Þingeyjarskóla eru núna 29 börn, 24 í Barnaborg, 5 í Krílabæ. Umsóknir um vistun eftir áramót eru 3 í Barnaborg og 2 í Krílabæ. Í september 2024 eru starfsmenn Barnaborgar 10 í 7,5 stöðugildum. Einn starfsmaður leikskólans er í leikskólakennaranámi. Í Krílabæ eru 4 starfsmenn í 3 stöðugildum auk leikskólastjóra sem hefur fasta viðveru í Krílabæ eftir hádegi á mánudögum. Verið er að auglýsa eftir starfsfólki fyrir leikskóladeildirnar og nú þegar hafa nokkrar umsóknir borist. Báðar deildir hafa sótt um til embættis landlæknis að verða heilsueflandi leikskólar. Þetta eru leiðbeiningar og stuðningur frá landlæknisembætti við leikskólana til að efla hreysti bæði barna og starfsfólks.
Nú í haust hefur staðið yfir vinna við nýtt skipurit Þingeyjarskóla og hafa skólastjórarnir unnið það í góðu samstarfi við stjórnsýsluna og ráðgjafa við Miðstöð skólaþróunar HA. Vinnan gengur vel og var skipuritið kynnt fyrir starfsmannahóp Þingeyjarskóla í gær. Með nýju skipuriti er reynt að hafa verkaskiptingu betri og skýrari svo nýta megi mannauðinn í stofnuninni enn betur, nemendum til hagsbóta. Í haust hefur tekist að byggja upp betri tengingu milli stoðteymis og leikskólans og einnig sinna verkgreinakennarar, íþróttakennari og tónlistarkennari stundakennslu í leikskólanum. Væntingar eru um að nýkynnt skipurit Þingeyjarskóli stuðli enn frekar að þeirri samvinnu.
Nefndin þakkar greinargóða yfirferð.
Kynnt
Fundi slitið kl. 17:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.