Fundargerð
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
05.12.2024
22. fundur
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
haldinn í Reykjahlíðarskóla fimmtudaginn 05. desember kl. 14:30
Gunnhildur Hinriksdóttir
Anna Bragadóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Böðvar Baldursson
Ásta F. Flosadóttir
Dagskrá:
1. |
Fræðslu- og velferðarnefnd - kosning varaformanns - 2411005 |
|
Nefndin kýs sér varaformann |
||
Sigurbjörn Árni vakti athygli á vanhæfi sínu, nefndin samþykkir vanhæfi hans. Sigurbjörn Árni vék af fundi undir þessum lið. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að Gunnhildur Hinriksdóttir verði varaformaður nefndarinnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Óveður - viðbragðsáætlun skóla og leikskóla - 2411004 |
|
Fyrir nefndina eru lögð drög að viðbragðsáætlun skóla og leikskóla vegna óveðurs. |
||
Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Lög um málefni aldraðra - 79. mál - 155. löggjafaþing - 2411008 |
|
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 79, frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar). |
||
Nefndin telur ekki ástæðu til að senda inn umsögn. Áður hafði verið leitað álits nefndarmanna í tölvupósti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - 75. mál- 155. löggjafarþing - 2411009 |
|
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 75, tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. |
||
Nefndin telur ekki ástæðu til að veita umsögn. Áður hafði verið leitað álits nefndarmanna í tölvupósti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Reykjahlíðarskóli - skólastarf 2023-2024 - 2403040 |
|
Skólastjóri Reykjahlíðarskóla segir frá skólastarfinu það sem af er vetrar. |
||
Hjördís gerði grein fyrir skólastarfinu í stuttu máli: Annasamt búið að vera í Reykjahlíðarskóla m.a. árshátíð og jólatónleikar með fjögurra daga millibili. Framkvæmdir eru á tveimur stöðum í skólanum. Annars vegar vegna leka í vatnsröri inni í en lagfæringar standa yfir. Þá er verið að vinna í endurbótum á nemendasalernum og lýkur því vonandi fyrir jól. Það stendur til að færa skrifstofu skólastjóra á neðri hæð og stækka kaffistofu starfsfólks. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 16:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins