6. fundur

Fundargerð

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

18.01.2023

6. fundur

Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026

haldinn Þingeyjarskóla miðvikudaginn 18. janúar kl. 14:30

Fundarmenn

Gunnhildur Hinriksdóttir, Sigurður Narfi Rúnarsson, Sigrún Jónsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson í gegnum fjarfundarbúnað, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir .

Áheyrnarfulltrúar: 

Jóhann Rúnar Pálsson, Anna Gerður Guðmundsdóttir var fyrir hönd kennara í gegnum fjarfundarbúnað, Ingiríður Hauksdóttir fyrir hönd foreldra grunnskólanemenda, Nanna Marteinsdóttir fyrir hönd starfsmanna leikskóla, Sunneva Mist Ingvarsdóttir fyrir hönd foreldra leikskólabarna.

Starfsmenn

Alma Dröfn Benediktsdóttir, Verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, Verkefnastjóri.

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka eitt mál fyrir með afbrigðum, Skólanámskrá Barnaborgar. Samþykkt.


1. Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028
Til stendur að hefja vinnu við nýja sameiginlega skólastefnu Þingeyjarsveitar. Samþykkt á fundi nefndarinnar að leita eftir tilboðum og hafa þrjú tilboð borist. Nefndin ásamt sveitarstjóra og oddvita fengu kynningu á tilboðunum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Ingvar Sigurgeirsson og leggur áherslu á að verkefnið geti hafist sem fyrst. Nefndin þakkar fyrir kynningarnar frá öllum aðilum.
Starfsmanni falið að svara tilboðunum formlega.
Samþykkt

2. Erindisbréf fræðslu- og velferðarnefndar - 2208014
Lagt fram samþykkt erindisbréf fræðslu- og velferðarnefndar.
Samþykkt

3. Málefni Þingeyjarskóla - 2301009
Skólastjóri Þingeyjarskóla kynnti hvað er framundan í skólastarfinu.
Nefndin þakkar skólastjóra fyrir greinargóða kynningu á skólastarfi Þingeyjarskóla.
Lagt fram

4. Skólanámskrá Barnaborgar 2023-2028 - 2301011
Lögð fram til samþykktar skólanámskrá Barnaborgar 2023-2028
Frestað

 

Fundi slitið kl. 16:00.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.