53. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

28.04.2015

53. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla þriðjudaginn 28. apríl kl. 15:30

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður                                              
Böðvar Baldursson                          
Hanna Sigrún Helgadóttir                              
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla
Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla
Birna Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Margrét Bjarnadóttir setti fundinn 

Dagskrá:

1.            Málefni leikskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, sumaropnun.

2.            Málefni grunnskóla m.a. starfið undanfarið, starfið næsta vetur, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

3.            Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.

4.            Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

5.            Önnur mál.

 

1.         Málefni leikskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.

Leikskólakennararnir Torfhildur Sigurðardóttir og Hanna Berglind Jónsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Ólafur greinir frá því að leikskólinn verði opinn í sumar (mánudaga – fimmtudaga) til og með 25. júní og opni aftur eftir sumarfrí 10. ágúst. Deildarstjóri leikskóla verður í fríi meðan á sumaropnun stendur en Hanna Berglind verður starfandi ásamt Ástu Hrönn Hersteinsdóttur. Þær munu geta séð um þrif, morgun- og síðdegishressingu en leysa þarf hvernig staðið verður að hádegisverði. 

Skólastjóri skoði hvort hægt sé að semja við hótelið um hádegisverð og skipuleggi í samráði við starfsmenn hvernig staðið verður að öðrum máltíðum og þrifum.

Lagt er til að Hanna Berglind fái laun deildarstjóra þann tíma sem Torhildur er í sumarleyfi.

Farið var yfir skóladagatal og lagt til að leikskólinn verði lokaður frá hádegi 18. ágúst – 21. ágúst vegna starfsmannafunda, SAM-skóladags og undirbúnings fyrir vetrarstarf. Vetrarstarf leikskóla hefjist 24. ágúst. 

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal leikskóla fyrir sitt leyti en fyrir utan sumaropnun fylgir það skóladagatali grunnskóla sbr. næsta lið fundargerðar.

Girða þarf af útileiksvæði til að aðskilja það frá umferð hótelgesta. Skoða þarf girðingarmál heildstætt í sambandi við girðingu um sundlaug o.fl.

Á leiksvæði sem notað verður í sumar er eingöngu sandkassi en kaupa þyrfti laus leikföng til að nota á sumrin.

Gert er ráð fyrir að nemendafjöldi í leikskólanum verði 8 börn í haust en þeim fjölgi í 10 um áramót. Engar starfsmannabreytingar eru fyrirhugaðar.

2.         Málefni grunnskóla m.a. starfið undanfarið, starfið næsta vetur, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

Ólafur leggur fram áætlun um kennslustunda- og nemendafjölda næsta skólaár. Gert er ráð fyrir að nemendur verði 41 í fjórum hópum og kennslustundir 179 (165 til almennrar kennslu og 15 til sérkennslu). Kennsla og störf á bókasafni verði 6 tímar.

Engar starfsmannabreytingar eru áætlaðar í grunnskólanum næsta skólaár.

Farið var yfir skóladagatal. Skóladagar eru 180, þrír tvöfaldir dagar. Skólasetning verður 26. ágúst og skólaslit 1. júní. 

Ólafur segist vilja endurskoða samskóla samstarfið og segist hafa rætt við Jóhann Rúnar Pálsson, verðandi skólastjóra Þingeyjarskóla, varðandi það hvort Þingeyjarskóli vilji koma með einhverju móti að því samstarfi.

Búið er að samþykkja að húsið sé málað að utan, þ.e. grái liturinn (u.þ.b. 2,5 milljónir). Óhjákvæmilegt er að laga og mála starfsmannaíbúð þar sem skipta á um leigjendur í vor. 

Fræðslunefnd samþykkir kennsludagafjölda og skóladagatal Stórutjarnaskóla.

3.         Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.

Gert er ráð fyrir að kennslustundafjöldi verði 30 kennslustundir eins og verið hefur og starfsmannahald verði óbreytt frá því sem nú er. Stefnt er að vortónleikum 30. apríl og munu nemendur frá Tónlistarskólanum í Langanesbyggð taka þátt í þeim.

4.         Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

Margrét fór yfir rekstrarniðurstöðu Stórutjarnaskóla á síðasta ári og var rekstur skólans innan fjárheimilda.

Staða deilda nú (eftir fyrstu 3 mánuði ársins 2015) er sú að grunnskóli og tónlistardeild eru á áætlun en leikskóladeild stefnir framúr. Skoða þarf hvað liggur þar að baki.

5.         Önnur mál

Ólafur fór yfir niðurstöður samræmdra prófa.

Margrét fór yfir afgreiðslu fræðslunefndar á erindi sem tekið var fyrir á síðasta fundi varðandi það að sveitarfélagið setti sér reglur um samskipti leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 17:50