54. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

01.06.2015

54. fundur

haldinn í Þingeyjarskóla mánudaginn 01. júní kl. 15:00

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður                                              
Böðvar Baldursson
Hanna Sigrún Helgadóttir
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Harpa Hólmgrímsdóttir, skólastjóri Þingeyjarskóla
Jóhann Rúnar Pálsson, verðandi skólastjóri Þingeyjarskóla
Birna Óskarsdóttir, deildarstjóri Krílabæjar
Ásdís Inga Sigfúsdóttir, deildarstjóri Barnaborgar
Aðalsteinn Már Þorsteinsson, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla
Knútur Emil Jónasson, fulltrú foreldrafélags Hafralækjarskóla
Pétur Bergmann Árnason, fulltrúi foreldrafélags leikskólans Barnaborgar
Elín Eydís Friðriksdóttir, fulltrúi foreldrafélags Litlulaugaskóla og Krílabæjar

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Margrét Bjarnadóttir setti fundinn 

Dagskrá:

1.            Málefni leikskóla m.a. ákvörðun sveitarstjórnar frá 21. maí s.l. varðandi Krílabæ, starfið, skóladagatal, fjöldi nemenda, mönnun, viðhaldsþörf húsnæðis og lóða.

2.            Bréf frá Pétri H. Ísleifssyni varðandi opnunartíma Krílabæjar.

3.            Málefni grunnskóla m.a. starfið næsta vetur, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, stjórnunarfyrirkomulag, breyting á húsnæði/viðhaldsþörf þess og lóðar.

4.            Málefni tónlistarskóla m.a. starfið, skóladagatal, fjöldi nemenda, mönnun, húsnæði.

5.            Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

6.            Önnur mál.

Í upphafi fundar leiddu Jóhann Rúnar og Harpa fundarmenn um gömlu heimavistina þar sem verið er að útbúa starfsmannaaðstöðu og vinnuaðstöðu kennara

1.         Málefni leikskóla m.a. ákvörðun sveitarstjórnar frá 21. maí s.l. varðandi Krílabæ, starfið, skóladagatal, fjöldi nemenda, mönnun, viðhaldsþörf húsnæðis og lóða.

Gert er ráð fyrir að nemendafjöldi í Krílabæ verði 12 nemendur og í Barnaborg verði 16 nemendur næsta haust. Í Krílabæ er gert ráð fyrir 4 stöðugildum leikskólakennara, 0,24 stöðugildum vegna ræstinga, 0,55 vegna þvotta og 0,6 vegna mötuneytis – samtals 5,39 stöðugildi.

Á Barnaborg er gert ráð fyrir 4,5 stöðugildum leikskólakennara, 1 stöðugildi vegna ræstinga og þvotta og 0,73 vegna mötuneytis – samtals 6,23 stöðugildi

Í leikskóladeildum verða þrír starfsdagar sem auglýstir eru með mánaðar fyrirvara. Jóhann Rúnar óskar eftir því að einn auka starfsdagur, 12. ágúst verði sameiginlegur starfsdagur grunnskóla og leikskóla og verði hluti af símenntunaráætlun skólans. 

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjórða starfsdaginn sem verður 12. ágúst og stöðugildin sem fyrir liggja. Einnig þær hugmyndir um skóladagatal sem liggja fyrir en það er ekki fullunnið.

Pétur Bergmann leggur fram eftirfarandi bókun frá Foreldrafélagi Barnaborgar:

,,Barnaborg 15. apríl 2015

Til fræðslunefndar Þingeyjarsveitar.

Ályktun frá stjórn Foreldrafélags Barnaborgar

Á aðalfundi Foreldrafélags Barnaborgar lýstu foreldrar yfir ánægju sinni með að viðunandi niðurstaða hafi fengist í húsnæðismál Barnaborgar fyrir næsta vetur. Foreldrar telja að undanfarin ár hafi húsnæðismál leikskólans verið látin reka á reiðanum og nú þegar komin er niðurstaða í húsnæðismál Þingeyjarskóla, telja foreldrar mikilvægt að húsnæðismál Barnaborgar verði skoðuð með langtímahagsmuni að leiðarljósi. Núverandi húsnæði Barnaborgar þarfnast talsverðra endurbóta, sér í lagi með tilliti til hljóðvistar ásamt því að það rúmar ekki, að mati foreldra og starfsmanna, öll þau börn sem leikskólann sækja. Að reka leikskólann í tveimur aðskildum húsnæðum skapar margskonar óþægindi bæði fyrir börn og starfsmenn ásamt viðeigandi kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið og nýtist því ekki nema sem bráðabirgðalausn.

Vilji foreldra stendur til að leikskólinn verði fluttur yfir í viðeigandi húsnæði í byggingu grunnskóladeildar sem fyrst. Þannig sé hag barna okkar best borgið og um langtímalausn yrði að ræða. Með flutningi leikskólans yfir í húsnæði grunnskólans nýtist starfsfólk skólans betur, auðveldara er að samnýta mötuneyti og ræstingar, akstur milli leikskóla og grunnskóla (s.s. í íþróttir og skólahóp) leggst af ásamt því að vinnuaðstaða starfsfólks og barna gæti batnað til muna. Þá gefur flutningur leikskólans inn í grunnskólahúsnæðið óteljandi möguleika á samvinnu milli skólastiga – í báðar áttir.

Með vinsemd og virðingu

Stjórn foreldrafélags Barnaborgar

Sigríður Guðmundsdóttir

Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir

Helga Sveinbjörnsdóttir“

Fræðslunefnd þakkar bréfið og minnir á fyrri bókanir fræðslunefndar varðandi málið. Hún leggur til að málið verði skoðað fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð.

Gera þarf úttekt á lóð Krílabæjar og gera þar talsverðar endurbætur. 

Fræðslunefnd leggur til að leiktæki og lóð verði skoðuð í sumar, brýnustu úrbætur gerðar og unnin verði áætlun um framtíðarskipulag á lóðinni.

Auglýsa þarf stöður leiðbeinenda í leikskólunum og verður það gert í næstu viku.

Skoða þarf húsnæðismál Krílabæjar og tónlistardeildar á Laugum.

Fræðslunefnd leggur til að skólastjóri, deildarstjóri Krílabæjar og deildarstjóri tónlistardeildar skipuleggi húsnæðið í sameiningu.

Margrét segir frá ákvörðun sveitarstjórnar frá 21. maí varðandi það að Krílabær verði áfram deild í Þingeyjarskóla.

Fræðslunefnd styður þessa ákvörðun sveitarstjórnar.

Deildarstjóri Krílabæjar verður staðgengill skólastjóra hvað þá deild varðar, sama fyrirkomulag verður á Barnaborg.

Fræðslunefnd samþykkir það fyrir sitt leyti.

2.         Bréf frá Pétri H. Ísleifssyni varðandi opnunartíma Krílabæjar.

Margrét las bréf sem sveitarstjórn barst frá Pétri H. Ísleifssyni varðandi opnunartíma leikskólans Krílabæjar.

Fræðslunefnd þakkar bréfið og leggur til að leikskólinn Krílabær verði opinn allan daginn í júní 2016 fram að sumarleyfi. Einnig vill fræðslunefnd taka fram að sumarlokun er jafn löng á Krílabæ og Barnaborg. Vegna opnunartíma hefur fræðslunefnd stuðst við þá reglu að minnst 4 börn nýti sér lengri opnun til að boðið sé upp á hana.

3.         Málefni grunnskóla m.a. starfið næsta vetur, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, stjórnunarfyrirkomulag, breyting á húsnæði/viðhaldsþörf þess og lóðar.

Jóhann leggur fram skóladagatal og starfsáætlun grunnskóladeildar Þingeyjarskóla fyrir árið 2015 – 2016. Skólasetning verður 21. ágúst og skólaslit 31. maí. Skóladagar eru 180, 4 tvöfaldir. Fjöldi kennslustunda er 300, þar af um 280 til beinnar kennslu. Starfsdagar eru 5 á skólatíma, 5 undirbúningsdagar fyrir skólasetningu og 3 dagar til frágangs að vori.

Gert er ráð fyrir sex umsjónarhópum og þeim skipt í þrjú teymi.

Sundkennsla fyrir 1. – 4. bekk verði í tveimur 3 vikna lotum að vori og hausti, eldri nemendur verði keyrðir vikulega í sund og íþróttir á Laugum. Áhugi er á að halda inni sundkennslu á Krílabæ.

Fræðslunefnd mælir með því að sundkennsla verði einnig skoðuð fyrir Barnaborg.

Haustgleði verður 6. nóvember og Góugleði 10. mars.

Byrja á skólann á þemadögum þar sem áhersla er á hópefli og kynningu á nýjum kennsluháttum.

Skólaárinu er skipt í 3 annir, annaskil 13. nóv og 19. feb.

Gert er ráð fyrir 72 nemendum á næsta skólaári. Stöðugildi kennara verða 11,8, stöðugildi skólaliða (með baðvörslu) 3,27 og matráðar 2,4. Samtals 17,47 stöðugildi.

Fræðslunefnd samþykkir kennsludagafjölda, stöðugildi og skóladagatal Þingeyjarskóla fyrir sitt leyti.

Jóhann segir frá því að ekki verði aðstoðarskólastjóri við skólann heldur þrír teymisstjórar og einn þeirra verði stagengill skólastjóra.

Fræðslunefnd styður þetta stjórnunarfyrirkomulag.

Jóhann fer yfir tillögur að breytingum á húsnæði Hafralækjarskóla.

Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með þær hugmyndir sem fram komu um breytingar á húsnæðinu.

Fram fór umræða um starfsmannamál og mannaráðningar í Þingeyjarskóla.

Sigurlaug vill koma á framfæri eftirfarandi bókun:

„Bókun á fræðslunefndarfundi 1. Júní 2015

Ég undirrituð vil koma á framfæri óánægju með þá aðgerð að ráða til stjórnunarstarfa og sem verkefnisstjóra fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla sem gerður hafði verið starfslokasamningur við. Í ljósi þess að störf aðstoðarskólastjóra voru lögð niður og því ekki endurráðið í þau og ekki var auglýst eftir starfsmanni til þessara starfa. Því tel ég þessa ráðstöfun afar neikvæða í ljósi aðstæðna.

Sigurlaug Svavarsdóttir, fulltrúi T lista í fræðslunefnd“ 

Aðrir fræðslunefndarfulltrúar lýsa yfir stuðningi við störf Jóhanns varðandi uppbyggingu skólans og mannaráðningar.

Fræðslunefnd þakkar þeim starfsmönnum Þingeyjarskóla sem eru að láta af störfum fyrir störf sín við skólann gegnum árin.

4.         Málefni tónlistarskóla m.a. starfið, skóladagatal, fjöldi nemenda, mönnun, húsnæði.

Gert er ráð fyrir 60 tímum í tónlistarkennslu næsta vetur.

Deildarstjóri tónlistardeildar verður Pétur Ingólfsson. Guðni Bragason verður áfram starfandi við deildina.

Reiknað er með því að tónlistardeildin flytji í kjallara Þingeyjarskóla að Hafralæk en haldi aðstöðu að Laugum.

Nemendur verða um 50 – 60 og stöðugildi kennara um 2,6 - 2,9.

Deildin starfar í 35 vikur en fylgir skóladagatali grunnskóladeildar að öðru leyti.

Fræðslunefnd samþykkir tímafjölda og starfstíma tónlistardeildar.

5.         Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

Skv. ársreikningi fór Þingeyjarskóli fram úr rekstraráætlun ársins 2014. Flestar deildir voru innan marka nema grunnskóladeild á Hafralæk en skrifast það að mestu leyti á rangt færða innri leigu milli skólans og Ýdala auk veikindaforfalla. 

Staðan nú, eftir 4 mánuði, er innan marka en launakostnaður er þó aðeins að fara framúr.

6.         Önnur mál

Fræðslunefnd þakkar Hörpu Þ. Hólmgrímsdóttur fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla fyrir störf sín fyrir skólann og gott samstarf við fræðslunefnd gegnum árin.

Fleira ekki gert og fundi slitið 18:00