Fundargerð
Fræðslunefnd
03.12.2015
57. fundur
haldinn í Þingeyjarskóla fimmtudaginn 03. desember kl. 15:15
Margrét Bjarnadóttir, formaður
Böðvar Baldursson
Hanna Sigrún Helgadóttir
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla
Þorbjörg Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla
Birna Óskarsdóttir, deildarstjóri Krílabæjar
Nanna Marteinsdóttir, deildarstjóri Barnaborgar
Elín Eydís Friðriksdóttir, fulltrúi foreldra við grunnskóladeild Þingeyjarskóla og Krílabæ
Jón Sverrir Sigtryggsson, fulltrúi foreldra við grunnskóladeild Þingeyjarskóla
Sigríður Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra við Barnaborg
Gerður Sigtryggsdóttir, skrifstofustjóri og aðalbókari Þingeyjarsveitar
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarskóla fyrir árið 2016.
2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Þingeyjarskóla.
3. Gjaldskrá v. leikskóla- og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit
4. Málefni frá skólastjóra
Margrét setti fundinn.
1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarskóla fyrir árið 2016
Farið yfir fjárhagsáætlun grunnskóladeildar, leikskóladeilda og tónlistardeildar Þingeyjarskóla fyrir árið 2016.
Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlun verði samþykkt með smávægilegum breytingum. Ekki eru komnar inn hækkanir vegna nýgerðra kjarasamninga við leikskólakennara og almenna starfsmenn.
2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Þingeyjarskóla.
Margrét lagði fram tillögu að gjaldskrá fyrir mötuneyti Þingeyjarskóla frá 1. janúar 2016. Lagt er til að gjaldskrá verði óbreytt frá árinu 2015.
Í leikskóla er gjaldskráin þannig að morgunverður kostar kr. 100,-, hádegisverður kr. 285,- og síðdegishressing kr. 90,-.
Í grunnskóla er gjaldskráin þannig að morgunverður kostar kr. 145,- og hádegisverður kr. 345,-
Fæðiskostnaður fellur niður frá og með 5. degi vegna fjarvista..
Verð á hádegisverði fyrir eldri borgara verði kr. 700,- og fyrir aðra (gesti og gangandi) kr. 1.200,-. Verð á morgunverði fyrir aðra verði kr. 700,-.
Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
3. Gjaldskrá v. leikskóla- og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit
Áframhald á umræðu um gjaldskrá fyrir mötuneyti og tónlistarskóla frá síðasta fundi.
Tillaga um að leikskólagjöld verði óbreytt á árinu 2016 en gjöld fyrir tónlistarskóla hækki sem nemur verðlagsbreytingum, um 4,5%. Verð fyrir fullt tónlistanám hækkar þá úr kr. 29.283,- á önn í kr. 30.600,-.
Fræðslunefnd samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti.
4. Málefni frá skólastjóra
Jóhann Rúnar fór yfir dagskrá desembermánuðar í grunnskóladeild.
Hann fór einnig yfir aðkomu sérfræðinga að skólastarfinu. Einar Gylfi sálfræðingur hefur unnið með starfsfólki og Ingvar Sigurgeirsson hefur komið aðeins inn og kemur meira að starfinu eftir áramót. Elín Eydís Friðriksdóttir og Arnfríður Kjartansdóttir sálfræðingar hafa einnig komið inn í skólastarfið. Jóhann Rúnar segist ánægður með aðkomu allra þessara aðila.
Jóhann segir einnig frá eineltisáætlun sem hann er að vinna í að uppfæra.
Jóhann Rúnar segir frá því að hann sé mjög ánægður með starfið í leikskóladeildunum og hrósar deildarstjórum fyrir vel unnin störf. Hann segir einnig að verið sé að vinna að verklagsreglum fyrir leikskóladeildirnar. Drög að reglunum vöru lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið 17:15