67. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

20.11.2017

67. fundur

haldinn í Þingeyjarskóla mánudaginn 20. nóvember kl. 15:15

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður
Böðvar Baldursson                                                               
Hanna Sigrún Helgadóttir                             
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla
Nanna Marteinsdóttir, deildarstjóri í Barnaborg
Þorbjörg Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla
Freydís Anna Ingvarsdóttir fulltrúi foreldra við grunnskóladeild Þingeyjarskóla
Hrannar Gylfason, fulltrúi foreldra við Barnaborg
Olga Hjaltalín Ingólfsdóttir, fulltrúi foreldra við Krílabæ

Starfsmenn

Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar sat fundinn undir lið 1

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarskóla fyrir árið 2018
  2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Þingeyjarskóla
  3. Gjaldskrár v. leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit
  4. Bréf frá Knúti Jónassyni frá 15. nóv. 2017. Umsókn um undanþágu frá notkun merkis fyrir skólabifreið
  5. Málefni frá skólastjóra

 

Margrét setti fundinn.

1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarskóla fyrir árið 2018

Farið yfir fjárhagsáætlun grunnskóladeildar, leikskóladeilda og tónlistardeildar  Þingeyjarskóla fyrir árið 2018.

Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlun verði samþykkt. Nokkur óvissa ríkir um launaliði vegna lausra kjarasamninga grunnskólakennara.

 

2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Þingeyjarskóla

Margrét segir frá því að meirihluti sveitarstjórnar stefni að því að fæði fyrir leik- og grunnskólabörn í sveitarfélaginu verði án endurgjalds frá áramótum.

Fæði fyrir aðra verði með óbreyttu sniði.

Fræðslunefnd, og fulltrúar foreldra, lýsa ánægju með þessi áform. Taka þarf tillit til þessa í fjárhagsáætlun skólans.

 

3. Gjaldskrár v. leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit

Margrét leggur fram tillögu um að gjaldskrár vegna leik- og tónlistarskóla verði óbreyttar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

4. Bréf frá Knúti Jónassyni frá 15. nóv. 2017. Umsókn um undanþágu frá notkun merkis fyrir skólabifreið

Margrét leggur fram erindi frá Knúti Jónassyni, dagsett 15. nóvember 2017. Umsókn um undanþágu frá notkun merkis fyrir skólabifreið.

Fræðslunefnd telur sig ekki geta mælt með þessari undanþágu.

Í kjölfar umræðu um merkingar skólabifreiða hefur komið í ljós að merkingum skólabifreiða í sveitarfélaginu er í einhverjum tilfellum ábótavant. Fræðslunefnd vill beina því til sveitarstjórnar að beita sér í málinu og koma merkingum í rétt horf sbr. 5. grein í Reglum Þingeyjarsveitar um skólaakstur í grunnskóla.

 

5. Málefni frá skólastjóra

Jóhann kemur á framfæri athugasemd frá Birnu Óskarsdóttur, deildarstjóra í Krílabæ, um að þessi fundartími sé óhentugur vegna erfiðleika við að komast frá deildinni.

Einnig segir hann mikilvægt að klára aðkallandi framkvæmdir á lóð Krílabæjar og einnig að klára vinnu við hljóðvist í Barnaborg.

Næstu viðhaldsverkefni í grunnskóladeild snúa að endurnýjun á eldhúsi, einnig þurfi að laga forstofu og smíðastofu.

Jóhann segir einnig frá sýningu og danssmiðju á vegum List fyrir alla, sem heimsóttu skólann í síðustu viku.

Mikið er um að vera hjá tónlistardeildinni í aðdraganda jóla. Þau munu spila á aðventukvöldum í kirkjum og á föndurdegi sem verður 6. desember n.k. Einnig hafa nemendur verið að spila fyrir eldri borgara.

Litlu jólin verða 19. desember þar sem nemendur fara heim eftir hádegi og mæta aftur á litlu jólin milli kl. 18-20.

Sigríður Ingadóttir, frá Háskólanum á Akureyri, hefur verið að vinna við skólann og er að leggja lokahönd á endurskoðun á eineltisáætlun skólans.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 16:20