Fundargerð
Fræðslunefnd
07.05.2018
70. fundur
haldinn í Þingeyjarskóla mánudaginn 07. maí kl. 15:00
Margrét Bjarnadóttir, formaður
Böðvar Baldursson
Hanna Sigrún Helgadóttir
Vagn Sigtryggsson
Sigurlaug Svavarsdóttir
Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla
Nanna Marteinsdóttir, deildarstjóri í Barnaborg
Birna Óskarsdóttir, deildarstjóri í Krílabæ
Þorbjörg Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla
Íris Bjarnadóttir, fulltrúi foreldra við grunnskóladeild Þingeyjarskóla
Hrannar Gylfason, fulltrúi foreldra við Barnaborg
Olga Hjaltalín Ingólfsdóttir, fulltrúi foreldra við Krílabæ
Hanna Sigrún
Dagskrá:
Margrét setti fundinn.
1. Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.
Farið yfir skóladagatal Þingeyjarskóla fyrir skólaárið 2018 - 2019. Skólasetning verður 22. ágúst og skólaslit 29. maí. Skóladagar eru 180, þar af fimm tvöfaldir. Jólaleyfi verður 20. desember – 2. janúar og páskafrí 13. – 22. apríl. Starfsdagar eru fimm á starfstíma nemenda, einn þeirra skiptist á tvo hálfa daga. Vetrarfrí er dagana 25. og 26. október annars vegar, og 28. febrúar og 1. mars hins vegar. Haustgleði verður 19. október og vorgleði 28. mars. Skólaárinu er skipt í 3 annir og eru annaskil 9. nóvember og 15. febrúar.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Þingeyjarskóla fyrir sitt leyti.
Gert er ráð fyrir að nemendafjöldi næsta vetur verði 70. Til kennslu eru áætlaðar 288 stundir, með sérkennslu og skiptistundum. Umsjónarhópar verða fimm í þremur teymum. Einn umsjónarhópur í 1.-3. bekk, einn í 4. bekk, tveir í 5.-7. bekk og einn í 8.-10. bekk.
Fræðslunefnd samþykkir kennslustundafjölda fyrir sitt leyti.
Jóhann segir frá námsferð starfsfólks til Bandaríkjanna. Þar fræddist starfsfólk um jákvæðan aga, stefnt er að því að kynna stefnuna og innleiðingu hennar á næstunni.
Magnea Dröfn íþróttakennari mun láta af störfum í vor. Staða hennar hefur verið auglýst og rennur umsóknarfrestur út í dag.
Erla Ásgeirsdóttir lét af störfum sem húsvörður í haust og tók Björgvin Viðarsson við starfi hennar.
Fræðslunefnd þakkar þeim Magneu og Erlu fyrir vel unnin störf og býður Björgvin velkominn til starfa.
Kristján Gunnar Óskarsson, sálfræðingur, hefur komið 1x í mánuði tvo daga í senn. Jóhann segir ánægju með hans aðkomu.
Einn kennari á yngsta stigi, Katla Valdís Ólafsdóttir, hefur verið í námi tengdu byrjendalæsi við Háskólann á Akureyri í vetur. Hulda Svanbergsdóttir hefur haldið utan um læsistefnu skólans.
Jóhann segir framkvæmd samræmdra prófa í íslensku og ensku í 9. bekk hafa gengið brösuglega. Einhverjir nemendur tóku aftur próf í þessum greinum í vor.
Sundnámskeiði fyrir yngsta stig í sundlauginni á Laugum mun ljúka í vikulokin.
Jóhann segist vonast til þess að farið verði með 9. bekk á Laugar í Sælingsdal næsta vetur. Samstarf hefur verið við aðra skóla, m.a. Stórutjarnaskóla og mun 1.-4. bekkur heimsækja Stórutjarnaskóla í næstu viku og einnig fara í fjárhús að Ingjaldsstöðum. Samstarf hefur verið við Reykjahlíðarskóla í forvarnarstarfi varðandi ábyrga netnotkun.
Samskólaball var haldið í Ýdölum sl. föstudag og var skólum frá Þelamörk að Öxarfirði boðið að taka þátt í því.
Á síðasta ári var klárað að laga þök skólans og skipt um gler í kennsluálmu. Til stendur að fara í að laga eldhúsið í sumar og stefnt er að því að laga anddyrið á árinu 2019. Einnig þarf að laga girðingar.
2. Málefni tónlistarskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun
Við deildina eru starfandi tveir tónlistarkennarar auk tveggja stundakennara. Í vetur voru 53 nemendur við nám. Nemendur hafa komið fram á ýmsum viðburðum innan skólans og einnig spilað fyrir eldri borgara. Vortónleikar verða á morgun. Um næstu helgi fara 9. – 10. bekkur til Reykjavíkur og spila á Marimba á kóramóti.
Jóhann lýsir ánægju með hvernig samstarf deilda hefur gengið og vill koma á framfæri ánægju með hvernig aðkoma sveitarfélagsins hefur verið að samstarfi tónlistar- og grunnskóladeilda.
3. Málefni leikskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, viðhaldsþörf húsnæðis og lóða
Jóhann fer yfir leikskóladagatal 2018-2019. Hann segir að reynt sé að samræma starfsdaga leik- og grunnskóladeilda. Heilir starfsdagar verða 12. nóvember og 18. febrúar og hálfur dagur 16. ágúst. Tveir starfsdagar til viðbótar verða auglýstir með mánaðar fyrirvara.
Nanna segir frá starfinu í Barnaborg. Þar eru nú 25 börn og áætlað að þau verði 26 í haust. Barnaborg er nýtt sem kjarnahúsnæði og fer hver hópur einu sinni í viku yfir í Sunnuborg.
Nýtt námsmat með ferilmöppum hefur verið innleitt og segist Nanna ánægð með hvernig það hefur tekist.
Hljóðeinangrun hefur verið sett í tvö rými og segir Nanna hana gera mikið gagn. Sárlega vanti hljóðeinangrun í önnur rými. Einnig segist hún vonast til að búið verði að ganga frá lýsingu milli húsa áður en fer að skyggja í haust.
Allir starfsmenn Barnaborgar fóru í námsferðina til Bandaríkjanna. Er hún ánægð með ferðina.
Verið er að undirbúa útskriftarferð með elsta árgang skólans í samstarfi við aðra leikskóla í nágrenninu.
Birna segir frá starfinu í Krílabæ. Þar voru 5 börn í vetur og 2 starfsmenn á deild auk matráðar sem kemur inn í afleysingar. Tveir af þremur starfsmönnum fóru í námsferðina til Bandaríkjanna.
Börnin í Krílabæ opnuðu listasýningu á Bókasafni Reykdæla á Degi leikskólans. Tónlistartímar eru 1x í viku og íþróttir og sund 1x í viku. Elsti árgangur leikskólans var á sundnámskeiði með yngsta stigi grunnskólans í vor og haust og lýsir Birna ánægju með það.
Framkvæmdir voru á lóð leikskólans á síðasta ári og segist Birna vonast til að áfram verði haldið í sumar. Hún óskar þess að girðing verði lengd í áætlaða lengd og halli lagaður svo hægt verði að færa leiktæki, sem nú standa utan lóðar, inn á lóð leikskólans. Einnig á eftir að þökuleggja og ganga frá sárum og setja upp ljós.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal leikskóladeilda fyrir sitt leyti. Fulltrúar foreldra lýsa sig einnig samþykka skóladagatali en á því eru fleiri skipulagsdagar en vanalega.
4. Kynning á reglum Þingeyjarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags.
Margrét lagði fram reglur Þingeyjarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags til kynningar.
5. Erindi frá sveitarstjórn frá 3. maí 2018 – bréf frá Hrannari Gylfasyni
Margrét fór yfir bréf frá Hrannari Gylfasyni frá 3. maí sl. um bætta aðstöðu fyrir íþróttir barna í Ýdölum.
Fræðslunefnd þakkar Hrannari fyrir bréfið og leggur til að skólastjóri og nýr íþróttakennari meti þörf fyrir bættan tækjakost í Ýdölum fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar.
6. Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú
Margrét fór yfir rekstrarniðurstöðu Þingeyjarskóla á síðasta ári og var stofnunin í heild innan áætlunar.
Staða deilda nú er sú að þær eru á áætlun.
Jóhann þakkar fræðslunefnd fyrir gott samstarf frá því hann tók við stöðu skólastjóra.
Margrét þakkar fræðslunefnd, skólastjóra og áheyrnarfulltrúum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið 16:30