Fundargerð
Fræðslunefnd
27.11.2018
74. fundur
haldinn í Þingeyjarskóla þriðjudaginn 27. nóvember kl. 15:00
Margrét Bjarnadóttir, formaður
Böðvar Baldursson
Hanna Jóna Stefánsdóttir
Hanna Sigrún Helgadóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla
Birna Óskarsdóttir, deildarstjóri Krílabæ
Nanna Marteinsdóttir, deildarstjóri í Barnaborg sat fundinn undir 1. og 5. lið
Þorbjörg Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla
Hrannar Gylfason, fulltrúi foreldra við Barnaborg
Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar sat fundinn undir lið 1
Foreldrafulltrúi Krílabæjar boðaði forföll en sendi skilaboð inn á fundinn
Dagskrá:
Fyrir fundinn sýndi Birna nefndarmönnum húsnæði Krílabæjar.
Margrét setti fundinn.
1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarskóla fyrir árið 2019.
Farið yfir fjárhagsáætlun grunnskóladeildar, leikskóladeilda og tónlistardeildar Þingeyjarskóla fyrir árið 2019.
Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlunin verði samþykkt. Nokkur óvissa ríkir um launaliði vegna kjarasamninga grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarkennara sem allir eru lausir á næsta ári.
2. Gjaldskrá fyrir mötuneyti Þingeyjarskóla
Sveitarstjórn hefur ákveðið að fæði leik– og grunnskólanemenda verði áfram endurgjaldslaust. Fundarmenn lýsa yfir ánægju með það. Fræðslunefnd telur æskilegt að samræma gjaldskrár fyrir skóla sveitarfélagsins eins og stefnt hefur verið að.
Drög að gjaldskrá lögð fram.
Grunnskólar:
Morgunverður 150 kr.
Hádegisverður 350 kr.
Leikskólar:
Morgunverður 100 kr.
Hádegisverður 300 kr.
Síðdegishressing 90 kr.
Hádegisverður fyrir eldri borgara 750 kr.
Verð á hádegisverði fyrir gesti 1.200 kr., verð á morgunmat 700 kr. og síðdegiskaffi 500 kr.
Fræðslunefnd samþykkir þessi drög fyrir sitt leyti.
3. Gjaldskrá v. leikskóla og tónlistarskóla Þingeyjarsveitar
Margrét lagði fram tillögur að gjaldskrám fyrir leik- og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.
Tillaga um að gjaldskrá leikskóla verði óbreytt en að gjaldskrá tónlistarskóla hækki um 3%.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
4. Málefni frá skólastjóra
Jóhann segir frá því að byrjað sé að teikna rýmið fyrir leikskóladeildina. Búið er að rífa út úr rýminu og stefnt er að því að rykbinda loftið og útbúa vinnulýsingu fyrir áramótin.
Félagsmiðstöð er starfrækt fyrir 7. – 10. bekk á tveggja vikna fresti, Helga Sigurbjörg kennari og Aðalbjörn Jóhannsson sjá um starfið. Áhugi er á því meðal nemenda að fjölga félagsmálakvöldum og einnig á að ganga í Samfés, Samtök félagsmiðsvöðva. Jóhann lýsir áhuga á að fræðslunefnd fundi með nemendaráði skólans.
Fræðslunefnd tekur mjög vel í það.
Föndurdagur verður í næstu viku, 5. des, þar sem nemendur og foreldrar koma saman og föndra. Þar munu nemendur tónlistardeildar spila. Einnig munu nemendur tónlistardeildar koma fram á aðventukvöldum í kirkjum.
Jóhann segir þörf á að kaupa búnað í nýtt húsnæði Barnaborgar og einnig í Krílabæ. Hann lýsir áhuga á að færa hluta af viðhaldsfé næsta árs í búnaðarkaup.
Útbúa þarf rými í kjallara fyrir iðjuþjálfa, sálfræðing og hjúkrunarfræðing samhliða framkvæmdum vegna flutning leiksskólans.
Litlujólin verða 19. desember, þá fara nemendur heim um hádegi en koma aftur og eiga notalega stund á milli kl. 18-20.
Viðbragðsáætlun við einelti er komin á vefsíðu skólans, einnig hefur jafnréttisáætlun verið samþykkt.
Í Barnaborg var ömmu- og afakaffi í síðustu viku og heppnaðist það mjög vel. Föndurdagur verður 29. nóvember.
Birna segir starfið í Krílabæ vera hefðbundið. Jólaföndur verður með foreldrum 6. desember og er foreldrum boðið að borða hádegisverð með nemendum að því loknu.
Litlujól verða 17. desember kl. 14.
Íþróttir eru á þriðjudögum, einnig sund þegar aðstæður leyfa. Valgerður íþróttakennari kemur og sér um þá tíma. Pétur tónlistarkennari kemur einnig einu sinni í viku.
5. Erindi frá sveitarstjórn: Leikskólar, sumarlokanir og rýmri opnunartímar – 1808033, niðurstöður skoðanakönnunar
Farið yfir niðurstöður skoðanakönnunar vegna rýmri opnunartíma og sumarlokana Barnaborgar og Krílabæjar. Umræður í kjölfarið. Fram kom í umræðum að æskilegt sé að opnunartími Barnaborgar verði eins og opnun annarra leikskóladeilda í sveitarfélaginu.
Það er stefna sveitarstjórnar eins og kemur fram í fjárhagsáætlun að opnunartímar og sumarlokanir leikskóla sveitarfélagsins verði samræmdar þannig að sumarlokanir verði 5 vikur og leikskólarnir opnir frá kl. 07:45 til 16:15 alla daga.
Fræðslunefnd mælir með þessum opnunartíma á meðan foreldrar/foreldri þurfi hans með. Þessir opnunartímar taki gildi í janúar 2019 svo framarlega sem það takist að manna breytingarnar. Fræðslunefnd mælir með því að opnunartími Barnaborgar verði sá sami og í Krílabæ og Tjarnarskjóli þ.e frá 07:45 til 16:15 mánudaga - föstudaga.
6. Erindi frá sveitarstjórn: Áheyrnarfulltrúar – 18080331, framhald erindis
Fræðslunefnd telur æskilegt að áheyrnarfulltrúum á fundum nefndarinnar verði fækkað. Nefndin mælist til þess að fyrir næsta haust hafi foreldrar í Þingeyjarskóla kosið einn fulltrúa úr sínum hópi til setu á fræðslunefndarfundum og eins verði það hjá kennurum.
7. Ytra mat á grunnskóla
Menntamálastofnun sér um framkvæmd ytra mats á grunnskólum fyrir hönd menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga. Þingeyjarskólihefur verið valinn til ytra mats á vorönn 2019. Markmið með ytra matinu eru meðal annars að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla. Ekki er gerður samanburður á skólum heldur notaðar samræmdar matsaðferðir þannig að í öllum skólum verði skólastarfið metið með sambærilegri nálgun og á grundvelli sömu viðmiða.
Fleira ekki gert og fundi slitið 17:25