Fundargerð
Fræðslunefnd
11.02.2019
75. fundur
haldinn í Þingeyjarskóla mánudaginn 11. febrúar kl. 15:00
Dagskrá:
Fyrir fundinn sýndi Nanna nefndarmönnum núverandi húsnæði Barnaborgar.
Margrét setti fundinn.
Skólaráð hefur fundað um málið og komu engar athugasemdir fram.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með þá vinnu sem fram hefur farið við hönnun rýmisins. Nefndin bendir á að skoða þarf lausnir á þurrkaðstöðu fyrir föt nemenda og að einhverjir gluggar verði í sjónhæð nemenda.
Jóhann segir frá því að 9. bekkur hafi farið í ferð á Lauga í Sælingsdal í síðustu viku. Mikil ánægja er með dvöl nemendanna á Laugum og vonast Jóhann til að framhald verði á þessum ferðum eftir að starfsemin flyst á Laugarvatn næsta vetur.
Samstarf við Framhaldsskólann á Laugum hefur verið aukið og gengur vel. Sigurbjörn segir nemendur Þingeyjarskóla hafa staðið sig mjög vel í þeim áföngum sem þeir hafa tekið í FL.
Margrét las bréf frá Menntamálastofnun. Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum var skipað af Lilju D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra 13. febrúar 2018 og hefur tekið til starfa. Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf.
Fleira ekki gert og fundi slitið 17:20