77. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

29.05.2019

77. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla miðvikudaginn 29. maí kl. 20:30

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, formaður

Böðvar Baldursson

Hanna Jóna Stefánsdóttir                                                                

Hanna Sigrún Helgadóttir

Hjördís Stefánsdóttir, í forföllum Sigurbjörns Árna Arngrímssonar                         

Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla

Hanna Berglind Jónsdóttir, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla

Helgi Ingason, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla

 

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

  1. Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.
  2. Málefni tónlistarskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.
  3. Málefni leikskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, sumaropnun.
  4. Ytra mat grunnskóla: Niðurstöður.
  5. Mennta- og menningarmálaráðuneyti – Fyrirkomulag launaðs starfsnáms kennaranema.
  6. Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

 

Margrét setti fundinn.

1.         Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

Farið yfir skóladagatal Stórutjarnaskóla fyrir skólaárið 2019-2020. Skóladagar eru 180, þar af fjórir tvöfaldir. Gert er ráð fyrir að kennarar hefji störf 15. ágúst. Haustþing samskólasamstarfsins verður í Valsárskóla 16. ágúst. Skólinn verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Jólafrí nemenda verður 19. desember – 5. janúar og páskafrí 4. – 14. apríl. Skólaslit verða 29. maí. Umhverfisþing er áætlað 2. apríl og árshátíð 1. nóvember, en gera á tilraun með það að hafa árshátíðina að hausti í stað vors eins og verið hefur.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Stórutjarnaskóla fyrir sitt leyti.

Ólafur leggur fram áætlun um kennslustunda- og nemendafjölda næsta skólaár. Gert er ráð fyrir að nemendur verði 37 í fjórum hópum og kennslustundir 175 (164 til almennrar kennslu og 11 til stuðningskennslu). Kennsla og störf á bókasafni verði 6 tímar.

Fræðslunefnd samþykkir kennslustundafjölda Stórutjarnaskóla fyrir sitt leyti.

Áætlað er að halda áfram að skipta um gler. Búið er að malbika bílaplanið. Skipta á um girðingu í kringum sundlaugina á næstu dögum og skipta út skjólvegg. Einnig verða sett upp tvö leiktæki fyrir yngri börn. Skipta á um tvær útidyrahurðir.

Heiða Kjartansdóttir matráður mun hætta störfum í vor, eftir er að auglýsa hennar stöðu. Einnig eru Laufey Eiríksdóttir kennari og Agnes Þórunn Guðbergsdóttir kennari sem hefur verið í árs leyfi að hætta störfum.

Fræðslunefnd þakkar Heiðu, Laufeyju og Agnesi kærlega fyrir góð störf í þágu skólans.

 

2.         Málefni tónlistarskóla m.a. starfið,  fjöldi nemenda, mönnun.

Gert er ráð fyrir að kennslustundafjöldi verði 30 kennslustundir eins og verið hefur og starfsmannahald verði óbreytt frá því sem nú er. Nemendur í tónlistardeild voru 32 sl. vetur, gert er ráð fyrir óbreyttum nemendafjölda.

 

3.         Málefni leikskóla m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, sumaropnun.

Gert er ráð fyrir að nemendur leikskóladeildar verði 8 næsta vetur og að mönnun verði óbreytt frá því sem nú er.

Auglýst var eftir sumarstarfsmanni í Tjarnarskjól, ein umsókn barst. Ein vika stendur útaf til að manna styttingu sumarlokunar í 5 vikur, skólastjóri vinnur að lausn málsins.

Skóladagatal leikskóladeildar fylgir skóladagatali grunnskólans fyrir utan sumaropnun.

 

4.         Ytra mat gunnskóla: Niðurstöður.

Ólafur fór yfir niðurstöður úr ytra mati.

Fræðslunefnd lýsir ánægju með niðurstöðurnar.

Skýrsluhöfundar munu kynna niðurstöðurnar fyrir starfsfólki skólans auk fræðslunefndar og sveitastjóra þann 3. júní næstkomandi.

Lokaskýrsla verður aðgengileg inn á heimasíðu Menntamálastofnunar eftir að umbótaáætlun hefur verið unnin.

 

5.         Mennta- og menningarmálaráðuneyti – Fyrirkomulag launaðs starfsnáms kennaranema.

Margrét segir frá fyrirkomulagi um launað starfsnám kennaranema, hlutverkum og ábyrgð.

 

6.         Rekstrarniðurstaða skólans á síðasta ári og staða deilda nú.

Margrét fór yfir rekstrarniðurstöðu Stórutjarnaskóla á síðasta ári og var stofnunin í heild u.þ.b. á áætlun.

Staða deilda nú er sú að þær eru á áætlun.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 22:30