Fundargerð
Fræðslunefnd
16.10.2019
79. fundur
haldinn í Þingeyjarskól miðvikudaginn 16. október kl. 20:00
Margrét Bjarnadóttir, formaður
Hanna Sigrún Helgadóttir
Hjördís Stefánsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Böðvar Baldursson boðaði forföll
Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla
Anna Gerður Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla
Íris Bjarnadóttir, fulltrúi foreldra við Þingeyjarskóla
Dagskrá:
Margrét setti fundinn.
1. Málefni frá skólastjóra ma. starfið, fjöldi nemenda og mönnun í grunnskóla-, leikskóla og tónlistarskóladeildum, staða framkvæmda.
Nemendur grunnskóladeildar eru 65, nemendur leikskóladeilda 25 og 50 stunda sérnám í tónlistardeild. Stöðugildi við stofnunina eru samtals 33,7.
Það eru fimm umsjónarhópar í skólanum í þremur teymum; 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur.
Kennslustundafjöldi er samtals 307 með skiptistundum. Stundir í sér- og stuðningskennslu eru 30 og stundir á bókasafni 5.
Allir nemendur fá tónmenntarkennslu og fer tónlistarkennari í leikskóladeildirnar einu sinni í viku.
Unglingastig skólans fær, eins og áður, í samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum verklega kennslu í raungreinum einu sinni í viku auk þess sem nemendur geta tekið þátt í valáfanga í íþróttagreinum. Einnig eru 4 nemendur á unglingastigi í byrjunaráfanga í ensku við FL.
Hjördís Ólafsdóttir skóla- og barnasálfræðingur var ráðin til skólans í haust og tók við þeim verkefnum sem Litla kvíðameðferðarstöðin hafði áður.
Þorbjörg Jóhannsdóttir sérkennari lét af störfum við skólann eftir áratuga starf og var Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir ráðin í hennar stað.
Aðalbjörn Jóhannsson var ráðinn inn sem stuðnings- og félagsmálafulltrúi við skólann í vetur.
Aðalsteinn Pétursson mun láta af störfum sem skólaliði 1. nóvember n.k. og mun Tómas Bergsteinn Arnarsson leysa hann af fram að áramótum. Einnig hefur Guðný Jónsdóttir verið ráðin í afleysingu fram að áramótum í leikskóladeildinni Barnaborg.
Guðmunda Steina Jósefsdóttir var ráðin inn í mötuneyti Þingeyjarskóla í 35% starf vegna minnkaðs starfshlutfalls annarra starfsmanna þar inni.
Annað starfsmannahald að mestu óbreytt frá fyrra skólaári.
Haustgleði skólans verður haldin 8. nóvember er undirbúningur hafinn. Vetrarfrí í grunnskóla- og tónlistardeild skólans verður 21. og 22. október.
Í sumar sem leið var farið í að bæta við kennslurými í tónlistardeildarhluta skólans ásamt skrifstofuaðstöðu fyrir skólasálfræðing.
Flutt var inn í nýtt og glæsilegt húsnæði leikskóladeildarinnar Barnaborgar uppúr miðjum ágúst. Verið er að leggja lokahönd á ýmislegt ennþá s.s. í kringum leikvöllinn, loftræstistokka o.fl.. Mikil ánægja er með framkvæmdina.
Í Krílabæ hefur verið unnið í lóðinni, hún girt af og nýjum leikkastala komið upp. Þörf er á að endurnýja útigeymslu fyrir útidót leikskólans.
2. Umbótaáætlun grunnskóla vegna ytra mats sem fram fór vorið 2019.
Jóhann lagði fram drög að umbótaáætlun fyrir Þingeyjarskóla vegna ytra mats sem fram fór sl. vor.
Farið var yfir drögin.
3. Áheyrnarfulltrúar sbr. bókun 74. fundar fræðslunefndar 27. nóv 2018.
Málið varðandi fjölda áheyrnarfulltrúa er í vinnslu.
4. Vinna við fjárhagsáætlun 2020.
Margrét segir vinnu við fjárhagsáætlun 2020 vera hafna.
Varðandi framkvæmdir þá segir Jóhann að næst á dagskrá sé að fara í endurbætur á verkgreinaaðstöðu.
5. Skólaþing sveitarfélaga – Á réttu róli 4. nóv 2019.
Margrét vekur athygli á Skólaþingi sveitarfélaga sem haldið verður 4. nóvember n.k.
Í lok fundar sýndi Jóhann fundarmönnum nýtt húsnæði Barnaborgar og verkgreinaaðstöðu í kjallara.
Fleira ekki gert og fundi slitið 21:30