81. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

28.11.2019

81. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla fimmtudaginn 28. nóvember kl. 15:30

Fundarmenn
Margrét Bjarnadóttir, formaður                                                        
Böðvar Baldursson
Hanna Sigrún Helgadóttir
Hjördís Stefánsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson            
Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla
Jónas Reynir Helgason, fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla

Marika Alavere, fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla

Starfsmenn

Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar, sat fundinn undir lið 1

Fundargerð ritaði: Hanna Sigrún Helgadóttir

Dagskrá:

1.            Fjárhagsáætlun Þingeyjarskóla fyrir árið 2020.
2.            Gjaldskrár v. leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.
3.            Gjaldskrá fyrir mötuneyti skóla Þingeyjarsveitar.
4.            Málefni frá skólastjóra.
5.            Til kynningar: Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla.

6.            Til kynningar: Ný markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og frá Menntavísindasviði HÍ.

Margrét setti fundinn.

1.    Fjárhagsáætlun Stórutjarnaskóla fyrir árið 2020.

Farið yfir fjárhagsáætlun grunnskóladeildar, leikskóladeildar og tónlistardeildar  Stórutjarnaskóla fyrir árið 2020.

Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlunin verði samþykkt. Nokkur óvissa ríkir um launaliði vegna lausra kjarasamninga. Einnig á eftir að uppfæra áætlun fyrir skólaakstur.

 2.    Gjaldskrár v. leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.
Margrét lagði fram tillögur að gjaldskrám fyrir leik- og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit.

Tillaga um að báðar gjaldskrár verði óbreyttar.

Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrár vegna leikskóla og tónlistarskóla í Þingeyjarsveit fyrir sitt leyti.

3.    Gjaldskrá fyrir mötuneyti skóla Þingeyjarsveitar.
Sveitarstjórn hefur ákveðið að fæði leik– og grunnskólanemenda verði áfram endurgjaldslaust.

Tillaga um að gjaldskrá fyrir mötuneyti verði óbreytt.

Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrár fyrir mötuneyti skóla Þingeyjarsveitar fyrir sitt leyti.

4.    Málefni frá skólastjóra
Ólafur segir skólastarf vera með svipuðum hætti og undanfarin ár.
Ólafur segir að ein athugasemd hafi borist frá Menntamálastofnun vegna umbótaáætlunar fyrir grunnskólann frá því í vor. Búið er að lagfæra áætlunina.

Umræður um viðhald í skólanum skv. áætlun frá Ólafi um viðhald og framkvæmdir 2020.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að farið verði í viðhald á eldhúsi skólans á næsta ári og nægt fjármagn verði tryggt til verksins.

Árshátíð var haldin 1. nóvember en það er breyting frá fyrri árum þar sem hún hefur verið haldin að vori. Þótti takast vel til. Danskennsla hefur staðið yfir í þessari viku.

Ólafur segir frá því að rekstraraðilar hótelsins hafi sagt upp samningi um hótelrekstur í húsnæði skólans. Reksturinn verður sumarið 2020.

Fræðslunefnd beinir því til sveitarstjórnar að ganga frá áætlun um framtíðarnýtingu húsnæðisins yfir sumartímann sem fyrst.

5.    Til kynningar: Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla.

Leiðbeiningar frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla lagðar fram til kynningar.

6.    Til kynningar: Ný markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og frá Menntavísindasviði HÍ

Ný markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og frá Menntavísindasviði HÍ lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið 17:00