92. fundur

Fundargerð

Fræðslunefnd

03.05.2022

92. fundur

haldinn í Stórutjarnaskóla þriðjudaginn 03. maí kl. 20:00

Fundarmenn
Margrét Bjarnadóttir formaður
Böðvar Baldursson
Heiða Guðmundsdóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ásta Hrönn Hersteinsdóttir fulltrúi foreldra
Birna Kristín Friðriksdóttir fulltrúi kennara
Marika Alavere deildarstjóri tónlistardeildar
Hanna Berglind Jónsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Birna Davíðsdóttir skólastjóri Stórutjarnaskóla
 
Fundargerð ritaði: Heiða Guðmundsdóttir

Dagskrá:

1. Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

2. Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.

3. Málefni leikskóladeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, sumaropnun.

4. Rekstrarstaða skólans.

 

Margrét setti fundinn.

2. Málefni grunnskóla m.a. starfið, skóladagatal, nemendafjöldi, mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar.

Farið yfir drög að skóladagatali Stórutjarnaskóla fyrir skólaárið 2022-2023. Skóladagar eru 180, þar af fimm tvöfaldir. Gert er ráð fyrir að starfsmenn hefji störf 15. ágúst. Haustþing Samskóla verður haldið 16. ágúst á Stórutjörnum. Skólasetning 22. ágúst 2022 og skólaslit 1. júní 2023. Vetrarfrí er dagana 17. og 18. október og 23. og 24. febrúar. Birna leggur fram áætlun um kennslustunda- og nemendafjölda næsta skólaár. Gert er ráð fyrir að nemendur verði 32 í grunnskóladeild í fjórum hópum. Til kennslu eru áætlaðar 209 stundir með sérkennslu- og skiptistundum. Stefnt er á aukna samvinnu milli skóla sveitarfélagsins í sambandi við stoðþjónustu.

Fræðslunefnd samþykkir drög að skóladagatali og kennslustundafjölda fyrir sitt leyti.

2. Málefni tónlistarskóladeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun.

30 nemendur af 35 nemendum grunnskóladeildar stunduðu nám við tónlistarskólann í vetur auk framhaldsskólanemenda. Reiknað er með 30 tímum á viku til tónlistarkennslu næsta vetur. Marika Alavere verður deildarstjóri tónlistardeildar og Ármann Einarsson tónlistarkennari. Skóladagatal tónlistardeildar fylgir skóladagatali grunnskóladeildar.

3. Málefni leikskóladeildar m.a. starfið, fjöldi nemenda, mönnun, sumaropnun.

Hanna Berglind lagði fram drög að skóladagatali leikskóladeildar. Gert er ráð fyrir þremur og hálfum starfsdegi. Í sumar verður leikskólinn opinn 8- 16 alla virka daga. Stefnt er á lokun frá 15. júlí – 19. ágúst 2022, samtals í fimm vikur. Starfsmenn koma til starfa 15.ágúst. Sumarfrí leikskólans 2023 hefst 17. júlí samtals í fimm vikur. Nemendur í leikskóladeild eru 8, gert er ráð fyrir að nemendur verði 6 næsta vetur.

Fræðslunefnd samþykkir drög að skóladagatali leikskóladeildar fyrir sitt leyti.

Viðhaldsþörf er í íbúðum, endurnýja þarf gler á heimavistargangi. Laga þarf opnanleg fög, skipta um ljós í kennslustofum. Vinna að útfærslum fyrir framtíðarhúsnæði leikskóladeildar.

Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að leikskóladeild fái húsnæði sniðið að þörfum leikskóla.

4. Rekstrarstaða skólans.

Farið var yfir rekstarstöðu skólans fyrstu þrjá mánuði ársins, stofnunin í heild er á áætlun.

Önnur mál: Birna þakkar fræðslunefnd fyrir gott samstarf. Margrét þakkar skólastjóra, starfsfólki, áheyrnarfulltrúum og fræðslunefnd fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl:22:04