Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
12.09.2023
10. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna þriðjudaginn 12. september kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Haraldur Bóasson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson
Ásta F. Flosadóttir
Katla Valdís sat fundinn gegnum teams.
Dagskrá:
1. |
Íþróttavellir - 2303039 |
|
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra fjölskyldumála um íþróttavelli í Þingeyjarsveit og umhirðu þeirra. |
||
Málin rædd. Ákveðið að taka málið aftur upp á næsta fundi. |
||
Frestað |
||
|
||
2. |
Erindi varðandi 17. júní hátíðahöld - 2304043 |
|
Á 24. fundi sveitarstjórnar þann 11.maí 2023 var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn leggur til að fyrirkomulag hátíðarhalda vegna 17. júní verði óbreytt í sveitarfélaginu í ár. Jafnframt tekur sveitarstjórn undir bókun íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar og felur henni að vinna málið áfram. |
||
Á næsta ári verður haldið upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Nú í sumar sameinuðu Efling og kvenfélag Mývatnssveitar krafta sína og héldu myndarlega hátíð í Skjólbrekku. Nefndin leggur til að kannað verði hvort áhugi sé hjá þessum aðilum að endurtaka leikinn. Ennfremur beinir nefndin því til sveitarstjórnar að fjármagn verði tryggt til hátíðarinnar í fjárhagsáætlun. |
||
Samþykkt |
||
|
||
Formaður lagði fram ósk til nefndarinnar að taka upp undir afbrigðum lið 4 á dagskránni. Afbrigði samþykkt. |
||
4. |
Slægjufundur 2023 - 2309001 |
|
Lagt fram bréf frá Huldu Maríu dags. 30. ágúst sl. þar sem hún óskar eftir upplýsingum varðandi Slægjufund 2023. |
||
Slægjufundurinn er meira en aldargömul hefð í Mývatnssveit, en fyrsti Slægjufundur var haldinn 1897. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Hulda María Þorláksdóttir kalli saman slægjunefnd til fyrsta fundar. Ennfremur leggur nefndin til að Slægjufundur verði fastur liður á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Erindi frá ÍSÍ og Landsamtökum eldri borgara - Bjartur lífsstíll - 2309046 |
|
Tölvupóstur frá ÍSÍ og landssamtökum eldri borgara um verkefnið ,,Bjartur lífstíll", heilsuefling fyrir íbúa 60 . |
||
Nefndin lýsir mikilli ánægju með þetta verkefni og hlakkar til samstarfsins. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 16:00.