|
Auglýst var eftir umsóknum um styrk til íþrótta- og æskulýðsmála. Umsóknarfrestur var til 1. október 2023. Fimm umsóknir bárust: a) Ungmennafélagið Efling - Gunnhildur Hinriksdóttir. Húsaleiga v. æfinga barna og unglinga. Vorið 2023 stóð Umf. Efling fyrir íþróttaæfingum í íþróttahúsinu á Laugum fyrir börn og unglinga. Frjálsíþróttir, boltabland, og körfubolta samtals 3 klst á viku (auk sundæfinga 1x í viku og 1x í viku í Ýdölum). Félagið greiddi kr. 254.400 í húsaleigu vegna æfinga á vorönn (sjá fylgiskjal). Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til þess að niðurgreiða húsaleiguna.
b) Skákfélagið Goðinn - Hermann Aðalsteinsson. Þátttaka Skákfélagsins Goðans á Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024. óskar hér með eftir fjárstuðning frá Þingeyjarsveit upp á 150.000 krónur, vegna hluta kostnaða félagsins við að fara með 18 keppendur á Íslandsmót Skákfélaga 2023-24 sem fram fer í Reykjavík 13-15 otkóber 2023 og 1-3 mars 2024. Áætlaður kostnaður félagsins vegna þátttöku í mótinu er 329 þús kr á þess keppnistímabili. (Þátttökugjöld 77 þús kr, ferðakostanaður 180 þús kr, Gistikostnaður 72 þús kr) Reglur Skáksambands Íslands varðandi ferðastyrki félaga utan höfuðborgarsvæðisins gilda einungis fyrir lið í Úrvalsdeild og 1 .deild. Skákfélagið Goðinn sendir þrjú 6 manna lið keppni. Tvö þeirra tefla í 4 deild og eitt í 3. deild. Við uppfyllum því ekki skilyrði Skáksambands Íslands varðandi það. Einnig reynist okkur illmögulegt að sækja um ferðastyrki til UMFÍ eða ÍSÍ þar sem Íslandsmót Skákfélaga er ekki styrkhæft hjá þeim. Þess vegna leitar Skákfélagið Goðinn til Íþrótta- tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveitar.
c) Ungmennafélagið Efling - Aðalbjörn Jóhannsson. Uppbygging aðstöðu og búnaðar til almenningsíþrótta á félagssvæði UMF Eflingar. Ungmennafélagið Efling sér tækifæri til þess að styðja við sjálfbæra hreyfingu almennings á félagssvæði sínu með bættri aðstöðu og búnaði til sjálfbærrar íþróttaiðkunar. Íþróttahúsið á Laugum er vel búið en þétt setið og því kjörið að horfa til þess að byggja upp og bæta aðstöðu og búnað víðar á starfssvæði UMF Eflingar og horfir ungmennafélagið þá sérstaklega til íþróttaaðstöðu í og við Ýdali í Aðaldal. Þar vill UMF Efling stuðla að uppbyggingu á aðstöðu og búnaði til almenningsíþróttaiðkunar bæði innanhúss og utan sem nýst getur almenningi, félagsfólki Umf Eflingar og íbúum sveitarfélagsins, til hreysti- og heilsueflingar. Slík uppbygging þarf eðlilega að eiga sér stað í skrefum en allra fyrst þá vill ungmennafélagið koma upp færanlegum hreystibúnaði sem hægt er að nýta bæði innan- og utanhúss af skipulögðum hópum, einstaklingum, á æfingu eða í kennslu á skólatíma. Um er að ræða búnað til lyftinga og stöðvaþjálfunar sem ungmennafélagið vill að verði nýtt af almenningi, félaginu og í kennslu og sér þá jafnframt fyrir sér að bjóða upp á sérstök námskeið í notkun búnaðarins til þess að sem flest geti nýtt sér hann á ábyrgan og öruggan máta en sá hluti verkefnisins, þ.e. þjálfunarhlutinn, er ekki partur af styrkumsókn. Búnaðurinn sem um ræðir eru sett af fjölnota lóðaplötum sem nýta má sem ketilbjöllur, lóðastangir og stillanlegir æfingapallar. Heildarkostnaður búnaðar er 430.500kr og skiptist sem svo: Lóðaplötur - 122.500kr Stangir - 165.000kr Fjölnota og stillanlegir æfingapallar - 125.000
d) Linda Björk Árnadóttir. Endurnýtingarmarkaður í Skjólbrekku. Ég hef áhuga á því að halda Endurnýtingamarkað í Skjólbrekku í október/nóvember. Endurnýtingamarkaðurinn felst í því að ýta undir hringrás fatnaðar og hluta innan sveitarfélagsins. Íbúar geta mætt með fatnað eða hluti sem eru í góðu ástandi og boðið öðrum. Viðburðurinn er einfaldur í framkvæmd og þess vegna þarf einungis að fá not af Skjólbrekku til þess að hann geti orðið að veruleika. Enginn hagnaður verður af markaðnum, þáttakendum býðst að taka þátt þeim að kostnaðarlausu. Sótt er um húsaleigu einn dag í Skjólbrekku.
e) Ungmennafélagið Bjarmi - Birna Davíðsdóttir. Ungmennafélagið Bjarmi sækir hér með um styrk til reksturs félagsins. Mikilvægi ungmennafélaga er óumdeilt og leggur Bjarmi áherslu á að skapa almenningi tækifæri og aðstöðu til samveru og hreyfingar. Undanfarin ár hefur félagið safnað fyrir tæki til sporunar fyrir gönguskíði í Vaglaskógi og höfum við von um að geta nú loks farið að festa kaup á slíku tæki. Þá er boðið upp á íþróttaæfingar í Stórutjarnaskóla og greiðir Bjarmi Olgu Siminyakina þjálfaralaun fyrir leikjanámskeið og blakæfingar. Sumarnámskeið á Bjarmavelli var einnig í sumar og þar sem þátttakendur barna á aldrinum 4 ára til 12 ár svo mikill þurfti að ráða tvo umsjónarmenn. Nú langar Bjarmafélaga til þess að leggja lið verkefni sem til stendur að ráðast í við Stórutjarnaskóla en það er að byggja sparkvöll í samstarfi við foreldra og vonandi Þingeyjarsveit. Þá er ótalið almennt viðhald á Bjarmavelli og vallarhúsi félagsins. Það er von félagsmanna að áfram getum við treyst á stuðning sveitarfélagsins svo við getum áfram haldið úti æfingum, haldið við húsi og velli félagsins og stutt almenning til heilsueflingar í heimabyggð. Við þökkum veittan stuðning undanfarinna ára. Sótt er um 300 þúsund króna styrk.
|
|
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gerðir verði sérstakir samstarfssamningar við íþrótta- og ungmennafélögin í sveitarfélaginu, þannig að félögin hafi trygga ákveðna fjármögnun til starfseminnar.
Til ráðstöfunar að þessu sinni voru 587.000 kr. en sótt var um styrki að upphæð 1.134.500. Styrkumsóknir voru afgreiddar svo:
a) Samþykkt að styrkja Eflingu um 100 þúsund krónur til húsaleigu.
b) Samþykkt að styrkja Goðann um 100 þúsund krónur.
c) Samþykkt að styrkja Eflingu um 187 þúsund krónur til tækjakaupa.
d) Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fella niður leigu á Skjólbrekku til Lindu Bjarkar í þetta sinn, en leggur jafnframt til að það fyrirkomulag verði til umræðu í vinnu um nýtingu félagsheimila sveitarfélagsins til framtíðar.
e) Samþykkt að styrkja Bjarma um 200 þúsund krónur.
|