Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
14.11.2023
12. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri þriðjudaginn 14. nóvember kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn
Olga Hjaltalín Ingólfsdóttir
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Patrycja Maria
Ásta F. Flosadóttir
Dagskrá:
1. |
Umsókn um menningarstyrk - Músík í Mývatnssveit 2024 - 2311080 |
|
Laufey Sigurðardóttir sækir um menningarstyrk vegna verkefnisins Músík í Mývatnssveit 2024. |
||
Samþykkt að styrkja verkefnið ,,Músík í Mývatnssveit 2024" um 200.000 kr. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Menningarstyrkur 2023 - umsókn - 2311081 |
|
Haraldur Bóasson sækir um menningarstyrk vegna Karlakórsins Hreims. |
||
Samþykkt að styrkja Hreim um 170.000 kr. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Menningarstyrkur 2023 - umsókn - 2311082 |
|
Róshildur Jónsdóttir, fyrir hönd Hugdettu, sækir um menningarstyrk vegna hönnunarhátíðarinnar Hönnunarþings. |
||
Samþykkt að styrkja Hugdettu um 250.000 kr. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Skákfélagið Goðinn - aðstaða til skákiðkunar - 2311083 |
|
Skákfélagið Goðinn óskar eftir samstarfi við Þingeyjarsveit um aðstöðu til skákiðkunar. |
||
Nefndin þakkar Skákfélaginu Goðanum erindið og beinir því til sveitarstjórnar að finna rými sem mætti nýta til eflingar skákiðkunar í sveitarfélaginu. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 15:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.