Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
12.12.2023
13. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í Stórutjarnaskóla þriðjudaginn 12. desember kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal
Katla Valdís boðaði forföll og varamaður hafði ekki tök á að mæta
Eyþór mætti ekki til fundar og ekki náðist að boða varamann
Ásta F. Flosadóttir
Dagskrá:
1. |
Skákfélagið Goðinn - aðstaða til skákiðkunar - 2311083 |
|
Ræddar hugmyndir um aðstöðu til skákiðkunar í Þingeyjarsveit. |
||
Nefndin felur verkefnastjóra og formanni að ræða hugmyndir nefndarinnar við formann Goðans, sem og aðra sem málið varðar. |
||
Frestað |
||
|
||
2. |
Hreyfing eldri borgara - hugmyndavinna - 2312018 |
|
Ræddar ýmsar hugmyndir varðandi hreyfingu eldri borgara. |
||
Nefndin leggur áherslu á að hreyfing og félagsstarf eldri borgara sé mjög mikilvægur hluti af heilsueflandi samfélagi. Verkefnastjóra er falið að kanna aðstöðu og mannauð innan sveitarfélagsins ásamt áhugasviði notenda. Umræðum framhaldið á næsta fundi nefndarinnar. |
||
Frestað |
||
|
||
3. |
Samningar Þingeyjarsveitar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög - 2209058 |
|
Ræddar hugmyndir um fasta samstarfssamninga við ungmenna- og íþróttafélög í Þingeyjarsveit. |
||
Nefndin ræddi uppkast að samstarfssamningi við félögin. Verkefnastjóra falið að vinna drögin áfram. |
||
Frestað |
||
|
Fundi slitið kl. 16:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.