Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
09.01.2024
14. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri þriðjudaginn 09. janúar kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal
Myrra Leifsdóttir
Dagskrá:
1. |
Samningar Þingeyjarsveitar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög - 2209058 |
|
Verkefnastjóri gerir grein fyrir stöðu málsins. |
||
Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram. Afgreiðslu frestað. |
||
Frestað |
||
|
||
2. |
Hreyfing eldri borgara - hugmyndavinna - 2312018 |
|
Haldið áfram að ræða málið frá síðasta fundi. Verkefnastjóri gerir grein fyrir stöðu málsins. |
||
Nefndin beinir til sveitarstjórnar að veita Ástu Price aðstöðu, endurgjaldslaust,til að kenna sundleikfimi fyrir eldri borgara í Sundlauginni á Laugum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja - 2211018 |
|
Reglur um úthlutun menningarstyrkja endurskoðaðar. |
||
Verkefnastjóra falið að vinna drög að endurskoðuðum reglum. |
||
Frestað |
||
|
||
4. |
Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum - Laugar - 2312033 |
|
Lagður er fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra HSÞ þar sem verið er að óska eftir samstarfi við Þingeyjarsveit vegna fyrirhugaðs meistaramóts unglinga í frjálsum íþróttum. |
||
Nefndin fagnar erindinu og felur formanni nefndarinnar og verkefnastjóra æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála að vinna málið áfram með framkvæmdastjóra HSÞ. |
||
Frestað |
||
|
||
5. |
Skákfélagið Goðinn - aðstaða til skákiðkunar - 2311083 |
|
Verkefnastjóri gerir grein fyrir niðurstöðu málsins. |
||
Goðinn hefur fengið úrlausn sinna mála í samsstarfi við Framhaldsskólann á Laugum sem mun bjóða félaginu aðstöðu fyrst um sinn. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 15:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.