14. fundur

Fundargerð

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

09.01.2024

14. fundur

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri þriðjudaginn 09. janúar kl. 14:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal 

Starfsmenn

Myrra Leifsdóttir

Fundargerð ritaði: Myrra Leifsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Samningar Þingeyjarsveitar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög - 2209058

 

Verkefnastjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.

 

Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram. Afgreiðslu frestað.

 

Frestað

 

   

2.

Hreyfing eldri borgara - hugmyndavinna - 2312018

 

Haldið áfram að ræða málið frá síðasta fundi. Verkefnastjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.

 

Nefndin beinir til sveitarstjórnar að veita Ástu Price aðstöðu, endurgjaldslaust,til að kenna sundleikfimi fyrir eldri borgara í Sundlauginni á Laugum.

 

Samþykkt

 

   

3.

Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja - 2211018

 

Reglur um úthlutun menningarstyrkja endurskoðaðar.

 

Verkefnastjóra falið að vinna drög að endurskoðuðum reglum.

 

Frestað

 

   

4.

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum - Laugar - 2312033

 

Lagður er fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra HSÞ þar sem verið er að óska eftir samstarfi við Þingeyjarsveit vegna fyrirhugaðs meistaramóts unglinga í frjálsum íþróttum.

 

Nefndin fagnar erindinu og felur formanni nefndarinnar og verkefnastjóra æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála að vinna málið áfram með framkvæmdastjóra HSÞ.

 

Frestað

 

   

5.

Skákfélagið Goðinn - aðstaða til skákiðkunar - 2311083

 

Verkefnastjóri gerir grein fyrir niðurstöðu málsins.

 

Goðinn hefur fengið úrlausn sinna mála í samsstarfi við Framhaldsskólann á Laugum sem mun bjóða félaginu aðstöðu fyrst um sinn.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 15:30.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.