Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
06.02.2024
15. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í gegnum fjarfundarbúnað þriðjudaginn 06. febrúar kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal
Myrra Leifsdóttir
Formaður ber undir fundarmenn hvort einhver hafi athugasemd við fundarboðun. Svo er ekki.
Dagskrá:
1. |
Íþróttamiðstöð Reykjahlíð - reglur um lykilkort - 2401106 |
|
Reglur um lykilkort í íþróttamiðstöðina í Reykjahlíð teknar til endurskoðunar. |
||
Verkefnastjóra falið að senda nefndinni uppfærðar reglur ÍMS með tölvupósti til staðfestingar. |
||
Frestað |
||
|
||
2. |
Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum - Laugar - 2312033 |
|
Verkefnastjóri gerir grein fyrir stöðu mála. |
||
Nefndin felur verkefnastjóra að vinna málið áfram með framkvæmdarstjóra HSÞ |
||
Frestað |
||
|
||
3. |
Samningar Þingeyjarsveitar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög - 2209058 |
|
Verkefnastjóri gerir grein fyrir stöðu mála |
||
Verkefnastjóra og formanni er falið að funda með formönnum félaganna og útbúa drög að samningum. |
||
Frestað |
||
|
||
4. |
Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála - 2024 - 2402006 |
|
Fyrirhuguð auglýsing íþrótta- og æskulýðsstyrkja tekin fyrir. |
||
Verkefnastjóra falið að auglýsa eftir umsóknum um íþrótta- og æskulýðsstyrki. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja - 2211018 |
|
Lögð fyrir drög að yfirförnum úthlutunarreglum |
||
Verkefnastjóra falið að endurskrifa reglur um útlutun menningarstyrkja samkvæmt umræðum á fundinum. Falið að leggja fyrir drög á næsta fundi. |
||
Frestað |
||
|
Fundi slitið kl. 16:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.