Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
09.04.2024
17. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri þriðjudaginn 09. apríl kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal
Myrra Leifsdóttir
Dagskrá:
1. |
Íþróttamiðstöð Reykjahlíð - reglur um lykilkort - 2401106 |
|
Í gildi eru reglur fyrir lykilkorthafa í íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð. Á síðasta fundi var lagt fram minnisblað með atriðum sem þarf að taka tillit til við endurskoðun reglna um lykilkort. Verkefnastjóra var falið að vinna reglurnar áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggur nú fram drög að endurskoðuðum reglum fyrir nefndina. |
||
Nefndin samþykkir drög að reglum fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar að fengnu lögfræðiáliti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Æskulýðsstefna Þingeyjarsveitar - 2404012 |
|
Í mörgum sveitarfélögum eru virkar æskulýðsstefnur, íþrótta- og tómstundastefnur eða aðrar stefnur sem hafðar eru að leiðarljósi í æskulýðsstarfi. |
||
Nefndin felur verkefnastjóra að safna gögnum um stefnur annara sveitarfélaga er varða æskulýðsmál og um æskulýðsstarf innan sveitarfélagsins. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að æskulýðsmál séu höfð að leiðarljósi í stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Ársþing HSÞ 2024 - stöðuskýrsla - 2404002 |
|
Ársþing Héraðssamband Þingeyinga var haldið 10. mars og sendir formaður sveitarfélaginu til upplýsinga stöðuskýrslu ásamt upplýsingum um breytingar sem eru í farvegi. |
||
Nefndin þakkar HSÞ fyrir greinargóða skýrslu og upplýsingar. Nefndin mun í framhaldinu bjóða framkvæmdarstjóra HSÞ á næsta nefndarfund til að fá frekari upplýsingar um breytingar innan íþróttahreyfingarinnar. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 16:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.