17. fundur

Fundargerð

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

09.04.2024

17. fundur

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri þriðjudaginn 09. apríl kl. 14:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal 

Starfsmenn

Myrra Leifsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Íþróttamiðstöð Reykjahlíð - reglur um lykilkort - 2401106

 

Í gildi eru reglur fyrir lykilkorthafa í íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð. Á síðasta fundi var lagt fram minnisblað með atriðum sem þarf að taka tillit til við endurskoðun reglna um lykilkort. Verkefnastjóra var falið að vinna reglurnar áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggur nú fram drög að endurskoðuðum reglum fyrir nefndina.

 

Nefndin samþykkir drög að reglum fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar að fengnu lögfræðiáliti.

 

Samþykkt

 

   

2.

Æskulýðsstefna Þingeyjarsveitar - 2404012

 

Í mörgum sveitarfélögum eru virkar æskulýðsstefnur, íþrótta- og tómstundastefnur eða aðrar stefnur sem hafðar eru að leiðarljósi í æskulýðsstarfi.

 

Nefndin felur verkefnastjóra að safna gögnum um stefnur annara sveitarfélaga er varða æskulýðsmál og um æskulýðsstarf innan sveitarfélagsins. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að æskulýðsmál séu höfð að leiðarljósi í stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

3.

Ársþing HSÞ 2024 - stöðuskýrsla - 2404002

 

Ársþing Héraðssamband Þingeyinga var haldið 10. mars og sendir formaður sveitarfélaginu til upplýsinga stöðuskýrslu ásamt upplýsingum um breytingar sem eru í farvegi.

 

Nefndin þakkar HSÞ fyrir greinargóða skýrslu og upplýsingar. Nefndin mun í framhaldinu bjóða framkvæmdarstjóra HSÞ á næsta nefndarfund til að fá frekari upplýsingar um breytingar innan íþróttahreyfingarinnar.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 16:00.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.