Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
12.11.2024
21. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í Seiglu þriðjudaginn 12. nóvember kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal
Ásta F. Flosadóttir.
Dagskrá:
Úlla Árdal vék af fundi meðan umsókn Bjarma var tekin fyrir. |
||
1. |
Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála 2024 - seinni úthlutun - 2409017 |
|
Auglýst var eftir umsóknum um styrki til íþrótta og æskulýðsstarfs á árinu 2024. Umsóknarfrestur var til 15. október. |
||
Ein umsókn barst. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að ungmennafélagið Bjarmi hljóti styrk að upphæð 300.000 kr. |
||
Samþykkt |
||
Úlla Árdal kom aftur til fundar og tók þátt í að samþykkja aukaúthlutun. |
||
|
||
2. |
Styrkir til menningarmála 2024 - seinni úthlutun - 2409018 |
|
Auglýstir voru styrkir til lista- og menningarstarfs á árinu 2024. Umsóknarfrestur var til 31. október. |
||
Sjö umsóknir bárust og sú áttunda er tekin inn frá lið nr. 3 á dagskrá. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að eftirtalin verkefni hljóti styrk að þessu sinni: |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Styrkbeiðni - Félag sauðfjárbænda - 2409037 |
|
Stjórn félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu óskar eftir styrk vegna hrútasýningar félagsins þann 5. október sl. |
||
Samþykkt að taka þessa umsókn fyrir undir lið 2, styrkir til menningarmála. Sjá afgreiðslu undir lið 2. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Frístundastyrkur - erindi frá foreldri - 2411010 |
|
Patrycja Maria Reimus sendir erindi til nefndarinnar varðandi frístundastyrk barna. |
||
Nefndin þakkar erindið. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að gera drög að endurskoðuðum reglum um frístundastyrki fyrir næsta fund miðað við umræður á fundinum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Gjaldskrár 2025 - 2410003 |
|
Lögð eru fyrir fundinn drög að gjaldskrá íþróttamiðstöðva í Þingeyjarsveit. |
||
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að stilla hækkunum gjaldskráa í hóf. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 16:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.