21. fundur

Fundargerð

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

12.11.2024

21. fundur

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

haldinn í Seiglu þriðjudaginn 12. nóvember kl. 14:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Katla Valdís Ólafsdóttir

Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Úlla Árdal 

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir.

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Dagskrá:

 

Úlla Árdal vék af fundi meðan umsókn Bjarma var tekin fyrir.

1.

Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála 2024 - seinni úthlutun - 2409017

 

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til íþrótta og æskulýðsstarfs á árinu 2024. Umsóknarfrestur var til 15. október.

 

Ein umsókn barst. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að ungmennafélagið Bjarmi hljóti styrk að upphæð 300.000 kr.

Nefndin samþykkir að auglýsa aukaúthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs á árinu 2024 og felur starfsmanni nefndarinnar að auglýsa eftir umsóknum.

 

Samþykkt

Úlla Árdal kom aftur til fundar og tók þátt í að samþykkja aukaúthlutun.

 

   

2.

Styrkir til menningarmála 2024 - seinni úthlutun - 2409018

 

Auglýstir voru styrkir til lista- og menningarstarfs á árinu 2024. Umsóknarfrestur var til 31. október.

 

Sjö umsóknir bárust og sú áttunda er tekin inn frá lið nr. 3 á dagskrá. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að eftirtalin verkefni hljóti styrk að þessu sinni:

Félag sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu hlýtur styrk að upphæð 100.000 kr. vegna hrútasýningar félagsins.

Dr. Grégory Catteneo hlýtur styrk að upphæð 200.000 kr. til útgáfu Ljósvetningasögu á frönsku.

Margrét Hildur Egilsdóttir söngkona hlýtur styrk að upphæð 173.500 kr. til tónleikahalds.

Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Erla Dóra Vogler og Daníel Þorsteinsson verði styrkt um leigu félagsheimilisins Skjólbrekku vegna Kjólakappleika; blöndu af tónleikum og listgjörningi.

Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að verkefni Þórðar Sigurðssonar fyrir hönd Kvartettsins Norðangarra, verði styrkt um leigu félagsheimilisins Skjólbrekku til tónleikahalds.

Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að styrkja verkefnið Músík í Mývatnssveit um leigu félagsheimilisins Skjólbrekku.

Önnur verkefni hlutu ekki styrk að þessu sinni.

 

Samþykkt

 

   

3.

Styrkbeiðni - Félag sauðfjárbænda - 2409037

 

Stjórn félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu óskar eftir styrk vegna hrútasýningar félagsins þann 5. október sl.

 

Samþykkt að taka þessa umsókn fyrir undir lið 2, styrkir til menningarmála. Sjá afgreiðslu undir lið 2.

 

Samþykkt

 

   

4.

Frístundastyrkur - erindi frá foreldri - 2411010

 

Patrycja Maria Reimus sendir erindi til nefndarinnar varðandi frístundastyrk barna.

 

Nefndin þakkar erindið. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að gera drög að endurskoðuðum reglum um frístundastyrki fyrir næsta fund miðað við umræður á fundinum.

 

Samþykkt

 

   

5.

Gjaldskrár 2025 - 2410003

 

Lögð eru fyrir fundinn drög að gjaldskrá íþróttamiðstöðva í Þingeyjarsveit.

 

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að stilla hækkunum gjaldskráa í hóf.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 16:00.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.