Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
10.12.2024
22. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í Þingey þriðjudaginn 10. desember kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Úlla Árdal
Eyþór Kári Ingólfsson boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann.
Ásta F. Flosadóttir
Dagskrá:
1. |
Styrkir til íþrótta- og æskulýðsstarfs - aukaúthlutun 2024 - 2412011 |
|
Auglýst var eftir umsóknum um styrk til íþrótta- og æskulýðsmála þann 13. nóvember sl. Um var að ræða aukaúthlutun. |
||
Ein umsókn barst. Samþykkt að styrkja ungmennafélagið Eflingu um kr. 376.500 |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Ungmennaráð - skipun fulltrúa í ungmennaráð Þingeyjarsveitar - 2412008 |
|
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd tilnefnir einn fulltrúa í ungmennaráð Þingeyjarsveitar í samræmi við 2.gr. erindisbréfs ungmennaráðs. |
||
Nefndin tilnefnir Daníel Róbert Magnússon í ungmennaráð Þingeyjarsveitar og Sigtrygg Karl Jónsson til vara. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Reglur um frístundastyrki - 2306005 |
|
Drög að endurskoðum reglum um frístundastyrki lögð fyrir nefndina. |
||
Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Reglur um úthlutun menningarstyrkja - 2403039 |
|
Lögð fyrir nefndina drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun menningarstyrkja. |
||
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 15:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.