Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
07.02.2023
5. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í gegnum fjarfundarbúnað þriðjudaginn 07. febrúar kl. 14:00
Fundarmenn
Ósk Helgadóttir
Haraldur Bóasson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson
Alma Dröfn Benediktsdóttir
Dagskrá:
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka tvö mál á dagskrá með afbrigðum. Málin eru, Umsóknir um styrki til íþrótta- og tómstundastarfs og afnot af félagsheimilinu Breiðumýri maí- sept 2023. Samþykkt.
1. Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar - 2212005
Taka þarf afstöðu til hvort að nýtt sameinað sveitarfélag ætli að halda áfram að
veita menningarverðlaun eins og gert var í Skútustaðahreppi.
Ragnhildur fór yfir hvernig menningarverðlaununum var háttað hjá Skútustaðhreppi. Nefndin leggur til að menningarverðlaun Skútustaðahrepps haldi gildi sínu áfram en nefnist hér eftir menningarverðlaun Þingeyjarsveitar. Nefndin felur Ragnhildi og verkefnastjóra að vinna málið áfram og uppfæra reglurnar.
Samþykkt
2. Gafl félag um þingeyskan byggingararf - Gerð húskannana í Þingeyjarsveit - 2208049
Formaður fer yfir stöðu mála
Nefndin tekur undir erindi Gafls um mikilvægi þess að varðveitt séu mannvirki sem vitna um verk- og siðmenningu undangenginna kynslóða og hvetur sveitarstjórn til að veita þeim aðilum viðurkenningu, sem unnið hafa ötullega að endurgerð og viðhaldi merkra mannvirkja í sveitarfélaginu.
Lagt fram
3. Félagsstarf eldri borgara 2022-2023 - 2210021
Sveitarstjórn vísaði málinu til nefndarinnar á 17. fundi sínum dags. 26. janúar 2023.
Nefndin leggur til að starfsmenn félagsstarfsins og fulltrúar úr nefndinni taki samtal við eldri borgara í Mývatnssveit varðandi húsnæðismál og starfið framundan.
Nefndin mun halda áfram að skoða þennan málaflokk í heild í sveitarfélaginu með það fyrir augum að koma til móts við óskir þessa hóps. . Formanni nefndarinnar ásamt verkefnastjóra falið að fylgja málinu eftir í samvinnu við starfsmenn félagsstarfsins og notendur þjónustunnar.
Samþykkt
4. Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar - 2208027
Lagt fram samþykkt erindisbréf nefndarinnar.
Lagt fram
5. Endurnýjun á samningi - 2301010
Erindi frá Guðjóni Vésteinssyni fyrir hönd Golfklúbbs Mývatnssveitar þar sem óskað er eftir að samningur við félagið verði uppfærður og endurnýjaður.
Nefndin leggur til að gerður verði samningur til eins árs og óskar eftir því við sveitarstjórn að reglur um styrki og/eða samstarfssamninga verði rýndir og endurskoðaðir með það fyrir augum að gæta samræmis á milli félaga. Verkefnastjóra falið að svara erindinu formlega.
Lagt fram
6. Félagsheimili sveitarfélagsins - nýting þeirra - 2211054
Tekið til skoðunar notkun á félagsheimilum Þingeyjarsveitar.
Nefndin mun óska eftir nánari upplýsingum varðandi notkun á félagsheimilum
sveitarfélagsins. Formanni falið að fylgja málinu eftir.
Samþykkt
7. Mývetningur- Fundargerðir - 2301020
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Mývetnings dags. 25. janúar 2023.
Lagt fram
8. Erindi frá stjórn Mývetnings, málefni ÍMS - 2301019
Stjórn Mývetnings óskar eftir samtali við forsvarsmenn sveitarfélagsins varðandi málefni íþróttaheimilis Skútustaðahrepps.
a) Stjórn Mývetnings lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðu aðgengi fólks að íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps. Notendur líkamræktarinnar hafa ekki aðgengi
að sturtuaðstöðu hússins utan viðverutíma starfsmanna og það takmarkar nýtingu korthafa á húsinu og því sem það hefur uppá að bjóða. Sem dæmi má nefna getur fólk sem stundar líkamsrækt á morgnanna ekki farið í sturtu í húsinu. Sett hefur verið upp sauna sem og heitur pottur og lýsir stjórn Mývetnings yfir áhyggjum af aðgengi á þessari aðstöðu. Mývetningi hafa borist ábendingar í nærsamfélaginu frá fólki sem langar að nýta sér aðstöðu hússins en getur það ekki vegna takmarkana á aðstöðunni. Klifurdeild Mývetnings lýsir einnig yfir miklum áhyggjum af því að klifurveggur sem settur var upp í samstarfi Mývetnings, Björgunarsveitarinnar Stefáns og sveitarfélagsins skuli ekki vera opinn lyklakortshöfum utan viðverutíma starfsmanna eins og lagt var upp með.
B) Stjórn Mývetnings leggur til og óskar þess innilega að þegar kemur að
nafnabreytingu á húsinu skuli það kallast Íþróttaheimili Mývetnings.
a) Nefndin telur brýnt að lagfært verði sem fyrst aðgengi að heitum potti og sauna í ÍMS og harmar að þau mál skuli hafa verið svo lengi í ólestri. Formanni falið að fylgja því máli eftir, en jafnframt að leita lausna á aðgengismálum notenda á annari aðstöðu ÍMS utan opnunartíma, í samvinnu við forstöðumann..
b) Nefndin þakkar stjórn Mývetnings fyrir tillöguna og leggur til að málið verði tekið fyrir aftur þegar kemur að nafnabreytingu.
Samþykkt
9. Fjallahringur Mývetnings - 2301017
Lagt fram til kynningar nýtt fjáröflunarverkefni íþróttafélagsins
Lagt fram
10. Myndavélasafn Arnar - 2301016
Myndavélasafn séra Arnars Friðrikssonar hefur verið í eigu Skútustaðhrepps og til sýnis í ÍSM. Nú hefur safnið verið fjarlægt og mikilvægt að finna því nýjan samastað.
Nefndin felur Ragnhildi og verkefnastjóra að koma safninu í örugga geymslu þar til
varanlegt húsnæði finnst, helst í Mývatnssveit.
Samþykkt
11. Umsóknir um styrki til íþrótta- og æskulýðsstarfs - 2212002
Fyrri úthlutun íþrótta- og æskulýðsstyrkja fyrir árið 2023
Nefndin auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs, fyrri úthlutun árið 2023. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki og metur nefndin hvaða verkefni eru styrkhæf og hver ekki. Styrkþegar þurfa að hafa lögheimili í Þingeyjarsveit. Félagasamtök þurfa að skila inn ársreikningi liðins árs með umsókn. Þá ber öllum að skila inn til nefndarinnar greinargerð um framgang verkefnis og ráðstöfun styrkfjár innan árs frá styrkveitingu.
Samþykkt
12. Afnot af félagsheimilinu Breiðumýri maí-sept 2023 - 2302002
Tekið fyrir erindi frá Silju Jóhannesdóttur fyrir hönd Úr héraði.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir samtali um mögulega útfærslu á afnotum og leigu.
Verkefnastjóra falið að svara erindinu formlega.
Samþykkt
Fundi slitið kl. 16:00