Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
07.03.2023
6. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna þriðjudaginn 07. mars kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson
Hallgrímur Páll Leifsson
Linda Björk Árnadóttir
Dagskrá:
Mál samvinnuverkefnis við fyrirtækið Úr héraði tekið fyrir með afbrigðum.
1. Umsóknir um styrki til íþrótta- og æskulýðsstarfs - 2212002
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsti eftir styrkjum til íþrótta- og æskulýðsmála,
tvær umsóknir bárust.
Nefndin samþykkir þær umsóknir sem bárust vegna íþrótta- og æskulýðsmála.
1. Efling - umsókn vegna húsaleigu - samþykkt - 372.000,- kr.
2. Ungmennafélagið Bjarmi - umsókn vegna starfsemi - samþykkt - 300.000,- kr.
Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar að framfylgja afgreiðslu styrkjanna.
Samþykkt
2. Félagsstarf eldri borgara 2022-2023 - 2210021
Fulltrúar nefndarinnar ræddu við eldri borgara í Mývatnssveit varðandi
húsnæðismál fyrir félagsstarfið og aðstöðu fyrir félag eldri borgara.
Niðurstaða fundarins var að húsnæði í ÍMS sem nýtt hefur verið til félagsstarfsins telst
ekki hentugt sökum smæðar og býður þar af leiðandi upp á takmarkaða notkun. Því er
lagt til að ónotað skrifstofurými í Mikley, húsnæði sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 6,
verði nýtt fyrir félagsstarf aldraða og þá hafi Félag eldri borgara í Mývatnssveit einnig
afnot af húsnæðinu utan félagsstarfs. Um yrði að ræða tilraunaverkefni til eins árs.
Nefndin mælist til þess að sveitarstjórn staðfesti þessa lausn.
Nefndin hefur einnig skoðað félagsstarf eldri borgara í sveitarfélaginu í heild sinni og
telur að það sé í góðum höndum og að framtíðarsýn umsjónaraðila sé fjölbreytt og
spennandi. Gera þyrfti ráð fyrir auknu fjármagni í þennan málaflokk og leggur nefndin
til að sveitarstjórn skoði það fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Samþykkt
3. Erindi ÍMS - 2303005
Erindi barst til nefndarinnar varðandi málefni ÍMS.
Því er beint til sveitarstjórnar að sveitarstjóri, ásamt fulltrúum nefndarinnar boði
forstöðumenn ÍMS og Mývetnings til fundar um málefni íþróttamiðstöðvarinnar.
Samþykkt
4. Aðstaða fyrir Mývatnsstofu - 2303004
Framkvæmdastjóri Mývatnsstofu óskar eftir að fundin verði aðstaða fyrir
jólasveinaverkefnið í Mývatnssveit.
Nefndin fagnar því að aðstaða hafi fundist fyrir Mývatnsstofu í kjallara Skjólbrekku til
ákveðinna verka og leggur til að Mývatnsstofa fái að nýta umrætt húsnæði.
Samþykkt
5. Félagsheimili sveitarfélagsins - nýting þeirra - 2211054
Málið tekið fyrir að nýju.
Lögð fram gögn um nýtingu félagsheimilanna og formanni falið að vinna málefni
félagsheimanna áfram í samstarfi með formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Lagt fram
6. Samvinnuverkefni Úr héraði - 2303016
Fulltrúar nefndarinnar hittu Óla Sólimann þar sem hann kynnti fyrir þeim hugmyndir
sínar varðandi samstarfsverkefni fyrirtækisins Úr héraði og sveitarfélagsins.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að taka til greina að leigja fyrirtækinu Úr héraði,
félagsheimilið Breiðumýri fyrir starfsemi sína á tímabilinu 1. maí - 30. september gegn
því að taka húsið á leigu á umræddu tímabili.
Samþykkt
Fundi slitið kl. 16:00.