7. fundur

Fundargerð

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

04.04.2023

7. fundur

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 04. apríl kl. 14:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir
Haraldur Bóasson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Elísabet Sigurðardóttir

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir

Dagskrá:

 

1.

Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar - 2212005

 

Lögð fram drög að reglum um menningarverðlaun Þingeyjarsveitar.

 

Nefndin samþykkir framlagðar reglur fyrir sitt leyti.

 

Samþykkt

 

   

2.

Umsóknir um styrki til lista og menningarmála - 2212001

 

Umsóknir um styrki til lista og menningarmála.
a) Umsókn frá Haraldi Bóassyni vegna vortónleika karlakórsins Hreims.
b) Umsókn frá Hermanni G. Jónssyni. Hermann er að rita bók um fjöllin á Gjögraskaga og gönguleiðir. Hann hefur áður gefið út bókina ,,Fjöllin í Grýtubakkahreppi", en hyggst nú fjalla um þau fjöll sem umlykja Flateyjardal.
c) Umsókn frá Laufeyju Sigurðardóttur vegna verkefnisins ,,Músík í Mývatnssveit 2023".
d) Umsókn frá félagi eldri borgara í Þingeyjarsveit vegna fyrirhugaðrar skemmtiferðar í sumar.
e) Umsókn frá Ólínu Arnkelsdóttur vegna spilakvölda Diddólínu.

 

Haraldur Bóasson vék af fundi.
a) Samþykkt að styrkja kórinn um húsaleigu Ýdala.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fella niður leigu á Ýdölum vegna vorfagnaðar karlakórsins Hreims í þetta sinn. En leggur jafnframt til að það fyrirkomulag verði til umræðu í vinnu varðandi nýtingu félagsheimila sveitarfélagsins til framtíðar.

Haraldur Bóasson kom aftur til fundar
b) Samþykkt að styrkja Hermann Gunnar Jónsson um 270.000 kr. til bókaútgáfunnar.
c) Samþykkt að styrkja verkefnið um 270.000 kr. Því til viðbótar leggur nefndin til við sveitarstjórn að fella niður leigu á Skjólbrekku vegna verkefnisins ,,Músík í Mývatnssveit". Nefndin leggur jafnframt til að það fyrirkomulag verði til umræðu í vinnu varðandi nýtingu félagsheimila sveitarfélagsins til framtíðar.

d) Nefndin telur að umsóknin falli ekki að úthlutunarreglum menningarstyrkja Þingeyjarsveitar. Nefndin beinir umsókninni til sveitarstjórnar til umfjöllunar.

e) Samþykkt að styrkja spilakvöld Diddólínu um 80.000 kr.

Samtals úthlutaðir styrkir: 620.000 kr.

 

Samþykkt

 

   

3.

Heilsueflandi samfélag - 1904017

 

Verkefnið Heilsueflandi samfélag rætt og með hvaða hætti Þingeyjarsveit getur eflt heilsueflandi hugsun í sveitarfélaginu.

 

Nefndin leggur áherslu á að íbúar Þingeyjarsveitar verði áfram þátttakendur í Heilsueflandi samfélagi sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum.

Nefndin óskar eftir samantekt frá Gunnhildi Hinriksdóttur og Jóhönnu Jóhannesdóttur varðandi stöðu verkefnisins, en þær hafa gengt hlutverki tengiliða sveitarfélaganna gömlu við verkefnið.

 

Samþykkt

 

   

4.

Íþróttavellir - 2303039

 

Tölvupóstur frá Gunnhildi Hinriksdóttur um íþróttavelli Þingeyjarsveitar og umhirðu þeirra.

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að starfsmenn áhaldahúss fari í lagfæringar á íþróttavellinum á Laugum, en þar varð tjón á kastbúrinu sl. vetur. Ákveðið að bjóða Gunnhildi Hinriksdóttur til næsta fundar til að ræða almennt um málefni íþróttavalla sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

5.

Myndavélasafn Arnar - 2301016

 

Myndavélasafn Arnars Friðrikssonar sem var í eigu Skútustaðahrepps hefur verið til sýnis í ÍMS í Reykjahlíð. Nú hefur safnið verið fjarlægt og mikilvægt að finna því nýjan samanstað.

 

Ljósmyndavélasafni Arnar sem má segja að hafi verið á vergangi undanfarna mánuði hefur nú verið fundinn nýr tímabundinn geymslustaður í Skjólbrekku í Mývatnssveit.

 

Lagt fram

 

   

Fleira var ekki tekið fyrir,

Fundi slitið kl. 16:00.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.