Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
04.04.2023
7. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna þriðjudaginn 04. apríl kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Haraldur Bóasson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Elísabet Sigurðardóttir
Ásta F. Flosadóttir
Dagskrá:
1. |
Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar - 2212005 |
|
Lögð fram drög að reglum um menningarverðlaun Þingeyjarsveitar. |
||
Nefndin samþykkir framlagðar reglur fyrir sitt leyti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Umsóknir um styrki til lista og menningarmála - 2212001 |
|
Umsóknir um styrki til lista og menningarmála. |
||
Haraldur Bóasson vék af fundi. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Heilsueflandi samfélag - 1904017 |
|
Verkefnið Heilsueflandi samfélag rætt og með hvaða hætti Þingeyjarsveit getur eflt heilsueflandi hugsun í sveitarfélaginu. |
||
Nefndin leggur áherslu á að íbúar Þingeyjarsveitar verði áfram þátttakendur í Heilsueflandi samfélagi sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Íþróttavellir - 2303039 |
|
Tölvupóstur frá Gunnhildi Hinriksdóttur um íþróttavelli Þingeyjarsveitar og umhirðu þeirra. |
||
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að starfsmenn áhaldahúss fari í lagfæringar á íþróttavellinum á Laugum, en þar varð tjón á kastbúrinu sl. vetur. Ákveðið að bjóða Gunnhildi Hinriksdóttur til næsta fundar til að ræða almennt um málefni íþróttavalla sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Myndavélasafn Arnar - 2301016 |
|
Myndavélasafn Arnars Friðrikssonar sem var í eigu Skútustaðahrepps hefur verið til sýnis í ÍMS í Reykjahlíð. Nú hefur safnið verið fjarlægt og mikilvægt að finna því nýjan samanstað. |
||
Ljósmyndavélasafni Arnar sem má segja að hafi verið á vergangi undanfarna mánuði hefur nú verið fundinn nýr tímabundinn geymslustaður í Skjólbrekku í Mývatnssveit. |
||
Lagt fram |
||
|
Fleira var ekki tekið fyrir,
Fundi slitið kl. 16:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.