Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
02.05.2023
8. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn að Hlíðavegi þriðjudaginn 02. maí kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Haraldur Bóasson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Elísabet Sigurðardóttir
Ásta F. Flosadóttir
Dagskrá:
1. |
Erindi vegna vinnuskóla - 2304028 |
|
Erindi frá Bernadetta Kozaczek fyrir hönd foreldra nemenda í 7. bekk Reykjahlíðarskóla. Beiðni um að skipulagður verði vinnuskóli fyrir 7. bekk. |
||
Nefndin leggur til að sveitarfélagið bjóði upp á vinnuskóla fyrir 7.bekk í sumar sé þess nokkur kostur, og beinir því til sveitarstjórnar að taka afstöðu til framkvæmdarinnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Íþróttavellir - 2303039 |
|
Umræður um íþróttavelli í sveitarfélaginu. |
||
|
||
Gestir |
||
Gunnhildur Hinriksdóttir |
||
Rætt um ástand íþróttavalla sveitarfélagsins, viðhald þeirra og hirðingu. Um er að ræða vellina á Laugum, Krossmúla í Reykjahlíð og við Ýdali. Sumstaðar hefur framkvæmdin verið á höndum sjálfboðaliða og einkaaðila. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umhirða vallanna verði á forræði áhaldahússins. Nefndin telur nauðsynlegt að íþróttafélögin séu í góðu samstarfi við áhaldahúsið um viðhaldsþörfina. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Erindi varðandi 17. júní hátíðahöld - 2304043 |
|
Erindi frá Ungmennafélaginu Eflingu þar sem kallað er eftir framtíðarsýn Þingeyjarsveitar á fyrirkomulag 17. júní hátíðarhalda í sveitarfélaginu. |
||
Rætt um mögulegt fyrirkomulag sameiginlegri hátíð á 17. júní. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipuð verði sérstök 5 manna hátíðarnefnd sem sjái um skipulag og framkvæmd hátíðarinnar, nefndinni verði tryggt fjármagn til verksins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Heilsueflandi samfélag - 1904017 |
|
Umræða um stöðu verkefnisins. |
||
Frestað til næsta fundar. |
||
Frestað |
||
|
||
Formaður nefndarinnar bar upp undir atkvæði hvort liður 5 fengist tekinn upp sem afbrigði. Nefndin samþykkti að þessi liður yrði tekin fyrir undir afbrigðum. |
||
5. |
Erindi frá stjórn Mývetnings, málefni ÍMS - 2301019 |
|
Formaður Mývetnings kom til fundar og kynnti sig og starf Mývetnings. |
||
|
||
Gestir |
||
Anton Freyr Birgisson |
||
Anton Freyr Birgisson formaður Mývetnings fór yfir fjölbreytt starf íþróttafélagsins Mývetnings. Hugmyndin er að bjóða upp á 5 íþróttaæfingar í viku í sumar, en frí í júlí. Nýverið hefur verið mikill kraftur í gönguskíðaverkefni félagsins og í samstarfi við Reykjahlíðarskóla. |
||
Kynnt |
||
|
Fundi slitið kl. 16:00.