8. fundur

Fundargerð

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

02.05.2023

8. fundur

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026

haldinn að Hlíðavegi þriðjudaginn 02. maí kl. 14:00

Fundarmenn

Ósk Helgadóttir
Haraldur Bóasson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Elísabet Sigurðardóttir 

Starfsmenn

Ásta F. Flosadóttir

Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir

Dagskrá:

 

1.

Erindi vegna vinnuskóla - 2304028

 

Erindi frá Bernadetta Kozaczek fyrir hönd foreldra nemenda í 7. bekk Reykjahlíðarskóla. Beiðni um að skipulagður verði vinnuskóli fyrir 7. bekk.

 

Nefndin leggur til að sveitarfélagið bjóði upp á vinnuskóla fyrir 7.bekk í sumar sé þess nokkur kostur, og beinir því til sveitarstjórnar að taka afstöðu til framkvæmdarinnar.
Umsóknarfrestur fyrir hefðbundinn vinnuskóla 8.-10. bekkjar er liðinn og bárust 7 umsóknir.

 

Samþykkt

 

   

2.

Íþróttavellir - 2303039

 

Umræður um íþróttavelli í sveitarfélaginu.

 

 

Gestir

 

Gunnhildur Hinriksdóttir 

 

Rætt um ástand íþróttavalla sveitarfélagsins, viðhald þeirra og hirðingu. Um er að ræða vellina á Laugum, Krossmúla í Reykjahlíð og við Ýdali. Sumstaðar hefur framkvæmdin verið á höndum sjálfboðaliða og einkaaðila. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umhirða vallanna verði á forræði áhaldahússins. Nefndin telur nauðsynlegt að íþróttafélögin séu í góðu samstarfi við áhaldahúsið um viðhaldsþörfina.

 

Samþykkt

 

   

3.

Erindi varðandi 17. júní hátíðahöld - 2304043

 

Erindi frá Ungmennafélaginu Eflingu þar sem kallað er eftir framtíðarsýn Þingeyjarsveitar á fyrirkomulag 17. júní hátíðarhalda í sveitarfélaginu.

 

Rætt um mögulegt fyrirkomulag sameiginlegri hátíð á 17. júní. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipuð verði sérstök 5 manna hátíðarnefnd sem sjái um skipulag og framkvæmd hátíðarinnar, nefndinni verði tryggt fjármagn til verksins.

 

Samþykkt

 

   

4.

Heilsueflandi samfélag - 1904017

 

Umræða um stöðu verkefnisins.

 

Frestað til næsta fundar.

 

Frestað

 

   

Formaður nefndarinnar bar upp undir atkvæði hvort liður 5 fengist tekinn upp sem afbrigði. Nefndin samþykkti að þessi liður yrði tekin fyrir undir afbrigðum.

5.

Erindi frá stjórn Mývetnings, málefni ÍMS - 2301019

 

Formaður Mývetnings kom til fundar og kynnti sig og starf Mývetnings.

 

 

Gestir

 

Anton Freyr Birgisson 

 

Anton Freyr Birgisson formaður Mývetnings fór yfir fjölbreytt starf íþróttafélagsins Mývetnings. Hugmyndin er að bjóða upp á 5 íþróttaæfingar í viku í sumar, en frí í júlí. Nýverið hefur verið mikill kraftur í gönguskíðaverkefni félagsins og í samstarfi við Reykjahlíðarskóla.
Mývetningur óskar eftir meira samtali milli félagsins og sveitarfélagsins.
Samvinna íþróttafélaga sveitarfélagsins er mjög lítil eins og er, en samstarfið gæti verið mun meira m.a. á grundvelli HSÞ, sem félögin eru aðilar að.
Nefndin þakkar Antoni fróðlega og ítarlega kynningu og lýsir yfir mikilli ánægju með þá grósku sem er í starfi félagsins.

 

Kynnt

 

   

Fundi slitið kl. 16:00.