Fundargerð
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
06.06.2023
9. fundur
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna þriðjudaginn 06. júní kl. 14:00
Ósk Helgadóttir
Haraldur Bóasson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Helgi James Price Þórarinsson
Ásta F. Flosadóttir
Dagskrá:
Haraldur Bóasson vék af fundi meðan þessi liður var ræddur. |
|
1. Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar - 2212005 |
|
Auglýst var eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Þingeyjarsveitar. |
|
Nefndin fagnar fjölda og fjölbreytni tilnefninganna. Erfitt reyndist að gera upp á milli þeirra sem voru tilnefndir. |
|
Samþykkt |
|
2. Heilsueflandi samfélag - 1904017 |
|
Umræðu um heilsueflandi samfélag Þingeyjarsveitar framhaldið. |
|
|
|
Gestir |
|
Gunnhildur Hinriksdóttir - 15:15 |
|
Verkefnastjóra fjölskyldumála falið að kanna hvort hægt sé að yfirfæra samning Skútustaðahrepps |
|
Samþykkt |
|
3. Umsóknir um styrki til lista og menningarmála - 2212001 |
|
Viðbrögð bárust frá styrkþegum og eru þau lögð fyrir fundinn. |
|
Nefndin þakkar ánægjuleg viðbrögð styrkþega. |
|
Lagt fram |
|
4. Rafrænt skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar - 2306003 |
|
Erindi frá HSÞ varðandi sportabler.com - rafrænt skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar. |
|
|
|
Gestir |
|
Gunnhildur Hinriksdóttir - 14:30 |
|
Framkvæmdastjóri HSÞ kom á fundinn og fór yfir málið með nefndinni. |
|
Frestað |
|
5. Evrópska íþróttavikan - 2305045 |
|
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrk vegna Íþróttaviku Evrópu 2023. |
|
Nefndin beinir því til ungmenna- og íþróttafélaga sveitarfélagsins að skoða hvort hér sé grundvöllur að samvinnuverkefni félaganna. |
|
Samþykkt |
|
6. Reglur um frístundastyrki - 2306005 |
|
Lögð fyrir fundinn drög að reglum um frístundastyrki ásamt minnisblaði verkefnastjóra þar um. |
|
Nefndin samþykkir framlögð drög með smávægilegum breytingum. |
|
Samþykkt |
|
Fundi slitið kl. 16:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.