40. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

08.04.2014

40. fundur

Félags- og menningarmálanefnd, fundur nr. 40

Dags. 8.4.2014

Félags- og menningarmálanefnd

40. fundur

í Kjarna þriðjudaginn 8.apríl  2014 kl. 16:00

Mætt voru: Arnór Benónýsson, Hildur Rós Ragnarsdóttir,  Sigrún Jónsdóttir og Haraldur Bóasson, Rósa Ösp Ásgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.   Að þessu sinni sat Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri ekki fundinn vegna anna.

Arnór setti fund kl. 16:00 og bauð alla aðila velkomna.

1.   Sundlaugin á Laugum.

Lúðvík Freyr Sæmundsson  nýr  forstöðumaður sundlaugarinnar á Laugum kom á fundinn og bauð nefndin hann velkominn til starfa.  Hann vildi ræða við nefndina um þá hugmynd að færa opnunartíma sundlaugarinnar um helgar og á hátíðum fram um klukkutíma  frá 15-18 til klukkan 14-17.  Samþykkir nefndin það enda sé ekki aukinn  kostnaður samfara þessari  breytingu.

2.       Styrkir  til íþrótta- og æskulýðsmála.

Frjálsíþróttafélag HSÞ vegna frjálsíþróttaskóla á Laugum.  Samþykkt 100 þúsund.

HSÞ vegna Landsmóts 50+ og aldarafmælis  HSÞ.  Samþykkt  75 þúsund.

Ungmennafélagið Bjarmi vegna Bjarmavallar.  Samþykkt  100 þúsund.

Ungmennafélagið Efling  til kynningar á  Þingeyskri þríþraut  sumarið 2014.  Samþykkt 100 þúsund.

Hafdís Sigurðardóttir  vegna undirbúnings fyrir  EM í sumar.  Samþykkt 100 þúsund.

Æskulýðsdeild Þjálfa vegna barna og unglingastarfs.  Samþykkt 100 þúsund.

Öðrum umsóknum var hafnað.

3.       Styrkir til menningarmála.

Karlakórinn Hreimur vegna Vorfagnaðar.  Samþykkt 100 þúsund.

Urðarbrunnur vegna  verkefnisins „Sögurnar bak við örnefnin“.    Samþykkt 150 þúsund.

Ungmennafélagið Efling vegna verkefnisins „Björgun menningarverðmæta“.  Samþykkt 125 þúsund.

Halldóra Kristín Bjarnadóttir vegna verkefnisins „ Bernskuminningar úr Þingeyjarsýslu-Sagan speglast í andlitum okkar“.   Samþykkt vilyrði fyrir 100 þúsund  að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Öðrum umsóknum hafnað.

4.       Önnur mál.

a)      Starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem auglýst var í haust og aftur í mars.  Enginn hefur sótt um starfið.  Umræður um starfið en fyrst og fremst er það fólgið í því að sjá um að skipuleggja vinnuskóla og halda utan um ungmennaráð.  Dagbjörtu falið að vinna að málin.

Arnór þakkaði nefndinni fyrir vel unnin störf á kjörtímabilinu.

Fleira ekki gert, fundi slitið 18.00.   Rósa Ösp Ásgeirsdóttir, ritari.