Fundargerð
Félags- og menningarmálanefnd
23.10.2014
42. fundur
Félags- og menningarmálanefnd, fundur nr. 42
Dags. 23.10.2014
Fundargerð
42. fundur
Félags- og menningarmálanefndar
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 23. október 2014 kl. 15:30
Fundinn sátu:
Heiða Guðmundsdóttir
Hildur Rós Ragnarsdóttir
Jón Þórólfsson
Ingvar Vagnsson
Ari Heiðmann Jósavinsson
Að auki sat Dagbjört sveitarstjóri fundinn undir 4. og 5. lið.
Hildur Rós ritaði fundargerð í tölvu.
Dagskrá
1. Fundur settur og fundargerð síðasta fundar lesin.
2. Elfa Bryndís Kristjánsdóttir gerir grein fyrir stöðu á heimaþjónustu og tómstundastarfi aldraðra.
3. Auglýsing umsókna styrkja og styrkumsóknir.
4. Hugmyndir sem fram komu á síðasta fundi varðandi sundlaugina á Laugum.
5. Fjárhagsáætlun, fyrsta umræða.
Fundargerð
1. Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar.
2. Elfa Bryndís Kristjánsdóttir mætir á fundinn og kynnir málefni eldri borgara. Elfa fer yfir það hvernig Opið hús aldraðra hefur þróast í gegnum árin. Opið hús á sér 20 ára sögu í sveitarfélaginu en hefur verið í núverandi mynd síðan 2008. Þá er opið hús í hverri viku yfir vetrartímann til skiptis í Stórutjarnaskóla, Breiðumýri og Hafralækjarskóla. Starfið rætt og almenn ánægja fundarmanna með þetta fjölbreytta og skemmtilega starf. Einnig gerir hún grein fyrir stöðu heimaþjónustunnar. Aukin þörf er fyrir þessa þjónustu í sveitarfélaginu og nauðsynlegt að huga betur að þessum málaflokki og veita meiru fjármagni í hann.
3. Auglýsing umsókna styrkja og styrkumsóknir. Engar umsóknir vegna styrkja til lista- og menningarstarfs og/eða íþrótta- og æskulýðsstarfs hafa borist. Nefndin ákveður að framlengja umsóknarfrestinn og hafa hann til miðnættis 12. nóvember. Formanni falið að auglýsa styrkumsóknir.
4. Hugmyndir sundlaugarvarðar frá síðasta fundi ræddar. Sveitarstjóri mætir á fund og fer yfir málin.
5. Fjárhagsáætlun, fyrsta umræða. Þrír málaflokkar eru á vegum nefndarinnar: félagsþjónusta, menningarmál og æskulýðsmál. Sveitarstjóri gerir grein fyrir fjárhagsáætlun.
Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18.30
Hildur Rós, ritari