44. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

09.02.2015

44. fundur

Félags- og menningarmálanefnd, fundur nr. 44
Dags. 13.2.2015

44. fundur

Félags- og menningarmálanefndar

haldinn í Kjarna mánudaginn 9. febrúar klukkan 16:30


Fundinn sátu:

Heiða Guðmundsdóttir

Hildur Rós Ragnarsdóttur

Jón Þórólfsson

Ingvar Vagnsson

Ari Heiðmann Jósavinsson

Hildur Rós ritaði fundargerð í tölvu. 

Dagskrá

1.      Fundur settur og fundargerð síðasta fundar lesin

2.      Tillaga að skipulagsbreytingum hjá Félagsþjónustu Norðurþings og tilnefning í þjónusturáð

3.      Öldungaráð

4.      Auglýsing umsókna styrkja og styrkumsóknir

Fundargerð

1.  Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar. 

2.  Nefndin leggur til að sveitastjórn Þingeyjarsveitar samþykki framkomna tillögu um skipulagsbreytingu á Félagsþjónustu Norðurþings.                                                     

Nefndin leggur til við sveitastjórn að Dagbjört  verði fulltrúi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í þjónusturáði.  Samkvæmt samningnum um sameiginlegt þjónustusvæði í Þingeyjarsýslum um þjónustu við fólk með fötlun, grein 3.3. segir: Þjónusturáðið hefur eingöngu ráðgjafarhlutverk og fjallar meðal annars um stefnumótun og áætlanir sem tengist þjónustu við fatlaða, stefnumarkandi ákvarðanir, forgangsröðun og fjárhagsáætlanir þjónustusvæðisins.

3.   Umræður um öldungaráð.    

Hugmyndir um stofnun öldungaráða í sveitafélögum koma frá Landssambandi Eldri Borgara á Íslandi. Meginmarkmið með Öldungaráði er að Félag eldri borgara í sveitarfélaginu hafi formlega og milliliðalausan viðræðuvettvang við sveitastjórnarmenn um hagsmunamál sín.  Mikilvægt er að kanna hug eldri borgara í sveitafélaginu til öldungaráðs, athuga hvort áhugi er á stofnun þess og með hvaða hætti ráðið myndi starfa.

4.    Auglýsing umsókna styrkja. 

Nefndin samþykkir að auglýst verði eftir umsóknum vegna styrkja til lista- og menningarstarfs annars vegar og íþrótta- og æskulýðsstarfs hins vegar. Formanni falið að auglýsa eftir umsóknum styrkja og umsóknarfrestur verði til miðnættis 9.apríl  2015.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 17.40