45. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

24.04.2015

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd, fundur nr. 45
Dags. 20.4.2015

45. fundur

Félags- og menningarmálanefndar

haldinn í Kjarna mánudaginn 20. apríl klukkan 17:30


Fundinn sátu:

Heiða Guðmundsdóttir

Hildur Rós Ragnarsdóttur

Jón Þórólfsson

Ingvar Vagnsson

Ari Heiðmann Jósavinsson

Hildur Rós ritaði fundargerð í tölvu.

Dagskrá

1.      Fundur settur

2.      Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs

3.      Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs

4.      Bókasafn Aðaldæla

Fundargerð

Áður en formleg dagskrá hófst fóru nefndarmenn í tvö félagsheimili, Ýdali og Breiðumýri. Þar tóku húsverðir á móti nefndarmönnum og sýndu þeim húsakynni.

  1. Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn. 
  2. Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs.

a.       Söngfélagið Sálubót vegna almenns kórastarfs. Samþykkt 150 þúsund krónur.

b.      Sverrir Haraldsson, „Frá Lestrarfélagi Helgastaðahrepps til Bókasafns Reykdæla. 150 ára saga menntunar og skemmtunar.“ Samþykkt 100 þúsund krónur.

c.       Ljósavatnssókn, „Kvöldstund í kirkju 2015 – Þorgeirskirkja og þingeysk tónskáld“ Samþykkt 100 þúsund krónur.

d.      Karlakórinn Hreimur. Vorfagnaður Karlakórsins Hreims. Samþykkt 150 þúsund krónur.

3.      Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs.

a.       U.M.F. Bjarmi vegna kaups á sláttuvél til að slá íþróttavöllinn. Samþykkt 100 þúsund krónur.

b.      U.M.F. Efling. Viðbrögð við fjölgun iðkenda í bogfimi hjá U.M.F. Eflingu. Samþykkt 150 þúsund krónur.

c.       U.M.F. Efling. Golfnámskeið að vori fyrir börn. Samþykkt 100 þúsund krónur.

d.      Frjálsíþróttaráð HSÞ. Sumarleikar HSÞ og Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri. Samþykkt 150 þúsund krónur.

e.       Tryggvi Snær Hlinason. Landsliðsæfingar í körfubolta. Samþykkt 100 þúsund krónur.

Öðrum umsóknum var hafnað.

4.      Bókasafn Aðaldæla. Mikilvægt er að tengja bókasafnið betur við Þingeyjarskóla svo það nýtist nemendum sem best. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Bókasafn Aðaldæla verði flutt inn í skólahúsnæði Þingeyjarskóla, Hafralæk.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 19.35

Hildur Rós, ritari