Fundargerð
Félags- og menningarmálanefnd
20.10.2016
51. fundur
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 20. október kl. 00:00
Heiða Guðmundsdóttir
Ingibjörg Lukka Stefánsdóttir í fjarveru Hildar Rósar Ragnarsdóttur
Jón Þórólfsson
Ingvar Vagnsson
Kristrún Kristjánsdóttir í fjarveru Ara Heiðmanns Jósavinssonar
Dagskrá
1. Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.
2. Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs:
Æskulýðsstarf Hestamannafélagsins Þjálfa og uppbyging því til handa Samþykkt 150.000 kr.
Körfubolti Tryggvi Snær Hlinason Samþykkt 100.000 kr.
Blakvöllur við Ídali UMF Geisli Samþykkt 200.000 kr.
Rekstur ungmennafélagsins Bjarma Samþykkt 150.000 kr.
3. Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs:
Myndlistasýningin Tíminn í vatninu eftir Guðlaug Bjarnason Listasmiðjan á Laugum. Samþykkt 50.000 kr.
Ystafell:skipulag í óreiðunni. Heimildarmynd. Sverrir Ingólfsson Samþykkt 70.000 kr.
V-Relax Guðný Þorbergsdóttir. Samþykkt 200.000 kr.
Marimba Summer Camp. Pétur Ingólfsson Samþykkt 200.000 kr.
Eining Bárðardal Verkefni vegna Skóræktarnefndar Einingar Samþykkt 50.000 kr.
4. Önnur mál
Heiða upplýsti nefndarmenn um helstu þætti sem fram komu á Landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn var af Akureyrarbæ og Jafnréttisstofu 16. septermber síðastliðinn. Einnig héldu Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð ráðstefnu fimmtudaginn 15. september og voru aðaláherslumál þar einnig rædd. Umræður voru um jafnréttismál í sveitarfélaginu, stöðu heimaþjónustunnar, málefni eldri borgara, hugmynd um frístundastyrk/tómstundaávísun.
Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 16:48