57. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

09.04.2018

57. fundur

haldinn í Kjarna mánudaginn 09. apríl kl. 16:30

Fundarmenn

Heiða Guðmundsdóttir
Jón Þórólfsson
Ingvar Vagnsson
Ari Heiðmann Jósavinsson
Hildur Rós Ragnarsdóttur 

Fundargerð ritaði: Hildur Rós Ragnarsdóttur

Dagskrá

  1. Fundur settur
  2. Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs
  3. Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs
  4. Þakkir

 

Fundargerð

1. Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar. 

 

2. Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs.

       a) Guðbergur Egill Eyjólfsson. Fræðslusýning um íslensku sauðkindina. Samþykkt 100 þúsund krónur.

       b) Snjólaug Anna Pétursdóttir. Söguleg heimildarmynd um frú Elísabetu frá 57Grenjaðarstað. Samþykkt 250 þúsund krónur.

       c) Ungmennafélagið Efling/ Leikdeild Eflingar. Endurbætur á ljósabúnaði. Samþykkt  100 þúsund krónur.

 

3. Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs.

       a) Ungmennafélagið Bjarmi. Áframhaldandi grisjun og göngustígagerð ásamt því að endurnýja pall. Einnig til að standa straum af kostnaði vegna  æfinga á vorönn. Samþykkt 250 þúsund krónur.

       b) Frjálsíþróttaráð HSÞ. Keppnisferð í frjálsum íþróttum til Gautaborgar. Standa straum af kostnaði vegna þjálfara fyrir ferðina. Samþykkt 150  þúsund krónur.

 

4. Halldóra Jónsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður Bókasafns Aðaldæla og þökkum við henni gott starf. Við starfinu tók Rán Guðmundardóttir og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Gréta Ásgeirsdóttir hefur sagt starfi sínu sem forstöðumaður Bókasafns Reykdæla lausu og mun hætta í sumar.  Við þökkum henni fyrir vel unnin störf.  Starfið verður auglýst síðar.

Íris Bjarnadóttir hefur látið af störfum sem deildarstjóri Sundlaugarinnar á Laugum, við þökkum henni gott starf. Við starfinu tók Óli Hertervig og bjóðum við hann velkominn til starfa. 

Erla Þórunn Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem húsvörður við félagsheimilið Ýdali og við Þingeyjarskóla. Við þökkum henni gott starf  og bjóðum Björgvin Viðarsson velkominn til starfa.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 17.30