66. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

09.11.2020

66. fundur

haldinn í fjarfundi mánudaginn 09. nóvember kl. 17:00

Fundarmenn
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Járnbrá Björg Jónsdóttir
Jón Þórólfsson
Ólína Arnkelsdóttir
Katla Valdís Ólafsdóttir 
Starfsmenn
Magnús Már Þorvaldsson
Gísli Sigurðarson
Fundargerð ritaði: Katla Valdís Ólafsdóttir 

Dagskrá.

  1. Málefni sundlaugar.
  2. Fjárhagsáætlun.
  3. Haustúthlutun styrkja.
  4. Ungmennaráð.
  5. Önnur mál.

 

Fundargerð:

Hlynur formaður bauð fundargesti velkomna og setti 66. fund félags- og menningarmálanefndar.

  1. Málefni sundlaugar. Magnús Már Þorvaldsson forstöðumaður kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir málefni sundlaugarinnar. Aðsókn í sund var með besta móti í sumar og aukning frá því í fyrra.

Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóri og formaður nefndarinnar endurskoði opnunartíma og starfsmannahald sundlaugarinnar.

  1. Fjárhagsáætlun.

Gísli Sigurðsson skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar kom inn á fundinn undir þessum lið.

Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fjárhagsáætlun hvað varðar málaliði nefndarinnar með breytingartillögum.

  1. Úthlutun styrkja til menningarmála

Ungmennafélagið Bjarmi samþykkt 100.000 kr.

Guðfinna Sverrisdóttir vegna Persónulega safnið 400 þúsund

Öðrum umsóknum hafnað.

  1. Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsmála

Ungmennafélagið Bjarmi samþykkt 200.000 kr.

Ungmennafélagið Efling samþykkt 200.000 kr

Spori Spaðason (Sighvatur Rúnar Árnason) - vegna lagningu skíðagöngubrautar á Laugum. Samþykkt 100.000 kr.

Öðrum umsóknum hafnað.

  1. Ungmennaráð. Rætt um skipan í ungmennaráð.
  2. Önnur mál.

Fundi slitið 19:30