1. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

23.06.2022

1. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 23. júní kl. 13:00

Fundarmenn

Agnes Einarsdóttir
Einar Örn Kristjánsson
Helgi Héðinsson
Knútur Emil Jónasson
Sigríður Hlynur Snæbjörns Helguson
Hallgrímur Páll Leifsson varamaður sat fundinn sem gestur.

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

1. Kosning varaformanns í skipulagsnefnd - 2206034
2. Kynning á hlutverki skipulagsnefndar - 2206038
3. Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012
4. Jaðar lóð - nafnabreyting - 2206001
5. Vallholt - stöðuleyfi - 2205011
6. Litluvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar - 2202010
7. Friðheimar - umsókn um byggingarleyfi - 2205001
8. Beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar við Herðubreiðalindir - 2206037
9. Beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar við Drekagil - 2206036
10. Einarsstaðir 1 - lóðastofnun um rofahús Rarik - 2205018
11. Deiliskipulag Hóla og Lauta - 2206039
12. Umsókn um byggingarleyfi - Laugaból 2 - 2206040
13. Brettingsstaðir 1 og 2, lóðastofnun - 2206042
14. Stofnun lóðar í landi Grímsstaða - 2205004
15. Spennistöð í Reykjahlíðarþorpi - 2206049

1.

Kosning varaformanns í skipulagsnefnd - 2206034

 

Formaður gerði að tillögu sinni að Knútur Emil Jónasson yrði varaformaður.

 

Tillaga formanns samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

2.

Kynning á hlutverki skipulagsnefndar - 2206038

 

Kynning fyrir nýja skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar á helstu lögum og reglugerðum á sviði skipulagsmála og hlutverki nefndarinnar. Farið yfir þau skipulagsmál sem eru í vinnslu.

 

Lagt fram

 

   

3.

Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012

 

Tekin fyrir vinnslutillaga frá Alta dags. 15. júní að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2012 vegna skilgreiningar íbúðarbyggðar að Skógum, Fnjóskadal. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 7. apríl 2022 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að skilgreiningu frístundabyggðar í landi Skóga
verði breytt í íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir því að fjöldi lóða haldist óbreyttur frá því sem núverandi deiliskipulag kveður á um. Skipulags- og matslýsingin var auglýst með umsagnarfresti frá og með 11. apríl til og með 29. apríl 2022. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust við skipulags- og matslýsingu.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022, með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum, og forsendur hennar verði kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á opnu húsi í samræmi við gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

 

Samþykkt

 

   

4.

Jaðar lóð - nafnabreyting - 2206001

 

Tekið fyrir erindi dags. 1. mars 2022 frá Bjarna Eyjólfssyni þar sem sótt er um nafnabreytingu á L153773 Jaðar lóð. Beðið er um að hún fái nafnið Gilsbakki.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Samþykkt með fjórum atkvæðum

   

 

   

5.

Vallholt - stöðuleyfi - 2205011

 

Tekið fyrir erindi dags. 10. maí 2022 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám vestan við vélageymslu í landi Vallholts.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir 40 feta gámi til 12 mánaða. Umsækjandi skal tryggja eldvarnir og aðgang slökkviliðs. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið.

 

Samþykkt

 

   

6.

Litluvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar - 2202010

 

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 7. febrúar 2022 þar sem sótt var um framkvæmdaleyfi til skógræktar á jörðinni Litluvöllum í Bárðardal. Fyrirhugað skógræktarsvæði liggur í fjallshlíð fyrir ofan bæinn og er 99,58 ha að stærð. Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 3. mars 2022 að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum og leita umsagna Minjastofnunar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina. Grenndarkynningunni lauk þann 31.maí og umsagnir bárust við áformin.

 

Skipulagsnefnd hefur farið yfir umsagnir nágranna, Minjastofnunar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga. Nefndin telur umsagnir ekki gefa ástæðu til breytinga á áformum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umrætt framkvæmdaleyfi til skógræktar, að þeim skilyrðum uppfylltum að ef óþekkt votlendissvæði innan áætlaðs skógræktarsvæðis finnist verði ekki plantað í þau.

 

Samþykkt

 

   

7.

Friðheimar - umsókn um byggingarleyfi - 2205001

 

Knútur Emil Jónsson vekur athygli á mögulegu vanhæfi.

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús að Friðheimum frá Ómari Erni Jónssyni dags. 2. maí 2022. Áformin voru grenndarkynnt nágrönnum og hagsmunaaðilum. Umsagnir sem bárust við grenndarkynningu gefa ekki tilefni til breytinga á áformunum.

 

Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu sem kalla á breytingar felur skipulagsnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

Knútur tók ekki þátt í afgreiðslu erindisins vegna vanhæfis.

 

Samþykkt

 

   

8.

Beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar við Herðubreiðalindir - 2206037

 

Tekin fyrir beiðni dags. 20. júní 2022 frá Gunnlaugi Róbertssyni f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs um heimild til þess að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð að Herðubreiðarlindum innan þjóðlendunnar Ódáðahrauns.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Vatnajökulsþjóðgarði verði heimilt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags að Herðubreiðarlindum innan þjóðlendunnar Ódáðahrauns skv. 2.mgr. 38.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mun taka skipulagslýsingu fyrir á fundi sínum þegar hún liggur fyrir.

 

Samþykkt

 

   

9.

Beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar við Drekagil - 2206036

 

Tekin fyrir beiðni dags. 20. júní 2022 frá Gunnlaugi Róbertssyni f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs um heimild til þess að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð að Drekagili og Öskju innan þjóðlendunnar Ódáðahrauns.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Vatnajökulsþjóðgarði verði heimilt að vinna að gerð deiliskipulags að Drekagili og Öskju innan þjóðlendunnar Ódáðahrauns skv. 2.mgr. 38.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mun taka skipulagslýsingu fyrir á fundi sínum þegar hún liggur fyrir.

 

Samþykkt

 

   

10.

Einarsstaðir 1 - lóðastofnun um rofahús Rarik - 2205018

 

Tekið fyrir erindi dags. 13. maí 2022 frá Olgu Mörtu Einarsdóttur þar sem sótt er um stofnun lóðar úr L153725 Einarsstöðum 1 undir rofahús Rarik.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðastofnunin verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

11.

Deiliskipulag Hóla og Lauta - 2206039

 

Tekin fyrir skipulags- og matslýsing vegna skipulagsgerðar við Hóla og Lautir frá Landslagi dags. 16. júní 2022. Vinna var sett í gang árið 2000 við deiliskipulagsgerð fyrir alla Hóla og Lauta jörðina vestan Reykjadalsár og var sú tillaga skráð samþykkt 8. maí 2003 samkvæmt Skipulagsvefsjá. Komið hefur í ljós að tillagan hefur ekki öðlast gildi á sínum tíma og því þarf að uppfæra deiliskipulagið til samræmis við núverandi stöðu og áætlanir. Á litlum hluta svæðisins, í Kjarna, er deiliskipulag í gildi og verður það fellt undir áætlað deiliskipulag.

 

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu með í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum og að leitað verði umsagna Skipulagsstofnunar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur ríka áherslu á aðkomu íbúa sem komi athugasemdum á framfæri í kynningarferlinu.

 

Samþykkt

 

   

12.

Umsókn um byggingarleyfi - Laugaból 2 - 2206040

 

Tekin fyrir umsókn dags. 21. júní 2022 frá Pálma Gauta Hjörleifssyni þar sem sótt er um leyfi til byggingar frístundahúss og niðurrifs gamallar geymslu á lóðinni Laugabóli 2.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin og veitir byggingarfulltrúa heimild til að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist ef engar athugasemdir berast við áformin.

 

Samþykkt

 

   

13.

Brettingsstaðir 1 og 2, lóðastofnun - 2206042

 

Tekin fyrir umsókn um stofnun lóða að Brettingsstöðum 1 og 2.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarfulltrúa sé falið að sjá um stofnun lóðanna þegar að tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

 

   

14.

Stofnun lóðar í landi Grímsstaða - 2205004

 

Tekin fyrir að nýju umsókn dags. 30 apríl 2022 frá Birgi Valdimar Haukssyni um stofnun lóðar undir frístundahús að Flatskalla í landi Grímsstaða. Erindið var á dagskrá skipulagsnefndar Skútustaðahrepps þann 9. maí og tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps þann 11. maí 2022. Erindinu var frestað á fundi sveitarstjórnar og skipulagsfulltrúa falið að eiga samtal við landeigendur um framtíðaráform á svæðinu og framþróun hugmynda um breytta landnotkun í nýju aðalskipulagi. Fyrirhuguð lóð er staðsett á svæði sem skilgreint er undir verslun og þjónustu í gildandi aðalskipulagi.

 

Skipulagsnefnd hafnar erindinu en leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar með tilliti til landnotkunar á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi og framtíðaráforma um uppbyggingu í sveitarfélaginu.

 

Hafnað

 

   

15.

Spennistöð í Reykjahlíðarþorpi - 2206049

 

Tekin fyrir tillaga að staðsetningu spennustöðvar í Reykjahlíðarþorpi. Fyrirhuguð er uppsetning hleðlsustöðva við Hraunveg 8 og í því ljósi er þörf á nýrri spennistöð við miðsvæði Reykjahlíðar. Teknar eru til greina tillögur að mögulegri staðsetningu spennistöðva við Reykjahlíðarþorp.

 

Skipulagsnefnd hafnar erindinu en leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar með tilliti til landnotkunar á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi og framtíðaráforma um uppbyggingu í sveitarfélaginu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að eiga samtal við framkvæmdaraðila um mögulega uppbyggingu hleðslustöðva í Reykjahlíðarþorpi.

 

Hafnað

 

   

16.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 2206047

 

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

   

Fundi slitið kl. 16:30.