100. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

08.03.2018

100. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 08. mars kl. 10:45

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.
Nanna Þórhallsdóttir
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir 
Hlynur Snæbjörnsson
Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi 
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

  1. 1.            Knútsstaðir.  Umsókn um landskipti.
  2. 2.            Hólavegur 10.  Byggingarleyfi vegna bílskúrs og lóðarstækkun
  3. 3.            Glaumbær.  Fjósbygging
  4. 4.            Fosshóll.  Umsókn um stöðuleyfi
  5. 5.            Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.  Breyting  vegna nýs seyrulosunarsvæðis á Hólasandi.
  6. 6.            Rangá.  Breyting deiliskipulagi.

 

1.      Knútsstaðir.  Umsókn um landsskipti.                                                            S20180102

Erindi dags 21. febrúar 2018 frá Jóhannesi Kristjánssyni f.h. landeigenda þar sem sótt er um heimild til að skipta út 3.500 m² íbúðarhúsalóð undir íbúðarhúsið Lynghól út úr jörðinni Knútsstöðum  í Aðaldal, skv. meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti dags. 09.12.2017 frá Búgarði, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðina Knútsstaði.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að landsskiptin verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

2.      Hólavegur 10.  Byggingarleyfi vegna bílskúrs og lóðarstækkun.                S20180203

Erindi, ódagsett,  frá frá Knúti Emil Jónassyni hjá Faglausn ehf f.h.  Ólafs Haraldssonar, Lautavegi 13, 650 Laugar, þar sem sótt er um lóðarstækkun til norðurs og byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð Hólavegs 10 skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti frá Faglausn ehf dags. 16. febrúar 2018.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu á þessu stigi, en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin og lóðarstækkunina fyrir   nágrönnum og örðum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

3.      Glaumbær í Reykjadal.  Kynning á byggingaráformum                                S20180301

Erindi, ódagsett, frá Almari Eggertssyni hjá Faglausn ehf, f.h. Þórs Kárasonar, Glaumbæ, Reykjadal þar sem kynnt eru fyrirhuguð byggingaráform um að byggja 750 m², 58 bása fjós, auk gripaaðstöðu, mjalta og fóðuraðstöðu á jörðinni Glaumbæ.

Gerð er grein fyrir stærð og staðsetning á meðfylgjandi uppdrætti dags. 1. mars 2018.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu á þessu stigi og fagnar hugmyndum að metnaðarfullri uppbyggingu í landbúnaði í sveitarfélaginu.  Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

4.      Fosshóll.  Umsókn um stöðuleyfi                                                                    S20180103

Erindi dags 11. janúar 2018 frá Sigurði Arnari Jónssyni f.h. Goðafoss ehf, kt. 580701-2130, Draflastöðum, 601 Akureyri, þar sem hann sækir umstöðuleyfi fyrir salernisgámum sunnan við verslunar- og veitingahúsið á Fosshóli skv. meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu á þessu stigi, en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir            nágrönnum og örðum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

5.      Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.  Breyting vegna nýs seyrulosunarsvæðis á Hólasandi                                                                   S20180302

Erindi dags. 5. mars 2018 frá Skútustaðahreppi þar sem kynnt er skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna seyrulosunarsvæðis á Hólasandi.  Sveitarstjórn Skútustaðahrepps áformar breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þar sem  gert verði ráð fyrir aðstöðu fyrir söfnun salernisskólps í lokaðan geymslutank á Hólasandi og nýtingu þess til uppgræðslu á sandinum.  Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting nær til aðstöðu fyrir söfnunar- og geymslutank með tilheyrandi búnaði á Hólasandi. Svæðið, þar sem gert er ráð fyrir söfnunar- og geymslutanki og uppgræðslu, er örfoka sandauðn, að hluta uppgrædd með lúpínu. Aðstöðusvæði fyrir söfnunartank verður við efnisnámu sem skilgreind er í aðalskipulagi. Aðkomuvegur liggur frá Kísilvegi (87) um svæðið og áfram til austurs í Gæsadal.

Þar sem fyrirhugað uppgræðslu- og framkvæmdasvæði nær að sveitarfélagamörkum Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps er óska umsagnar Þingeyjarsveitar um fyrirhuga aðalskipulagsbreytingu.                 

Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar telur að í skipulagslýsingunni sé gerð fullnægjandi grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og  gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.  

 

6.      Rangá.  Breyting á deiliskipulagi.                                                                    S20160901

Erindi dags. 8. mars 2018 frá Ómari Ívarssyni, f.h. landeigenda Rangár í Kaldakinn, þar sem óskað er eftir því að gerð verði breytingu á Deiliskipulagi ferðaþjónustusvæðis á Rangá.  Breytingin felst í því að hámarks leyfilegt byggingarmagn á hverju gistihýsi breytist úr allt að 40 m² í allt að 50 m².

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn breytingunni og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna breytingarinnar eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Fundi slitið