101. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

12.04.2018

101. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 12. apríl kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, formaður
Nanna Þórhallsdóttir
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir 
Hlynur Snæbjörnsson
Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi 
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1.   Hólavegur 10.  Byggingarleyfi vegna bílskúrs og lóðarstækkun.
2.   Glaumbær í Reykjadal.  Kynning á byggingaráformum
3.   Fosshóll.  Umsókn um stöðuleyfi                             
4.   Arnstapanáma í Ljósavatnsskarði.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.
5.   Hvítafell.  Fyrirspurn um aukið byggingarmagn á lóð.
6.   Knútsstaðir.  Umsókn um stofnun lóðar.

 

1.      Hólavegur 10.  Byggingarleyfi vegna bílskúrs og lóðarstækkun.                S20180203 

Tekið fyrir að nýju erindi, ódagsett,  frá Knúti Emil Jónassyni hjá Faglausn ehf f.h.  Ólafs Haraldssonar, Lautavegi 13, 650 Laugar, þar sem sótt er um lóðarstækkun til norðurs og byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð Hólavegs 10 skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti frá Faglausn ehf dags. 16. febrúar 2018.

Skipulagsnefnd lagðist ekki gegn erindinu, en fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin og lóðarstækkunina fyrir    nágrönnum og örðum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um með grenndarkynningarbréfi dags 15. mars með athugasemdafresti til og með 13. apríl 2018.

Engar athugasemdir höfðu borist þegar fundurinn var haldinn 12. apríl.

Með fyrirvara um að engar athugasemdir berist við grenndarkynningunni gerir skipulags- og umhverfisnefnd ekki athugasemdir við byggingaráformin og lóðarstækkunina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfið og nýjan lóðarleigusamning þegar staðið hefur verið skil á tilskildum gögnum til útgáfu byggingarleyfis.

 

2.      Glaumbær í Reykjadal.  Kynning á byggingaráformum                                S20180301

Erindi, ódagsett, frá Almari Eggertssyni hjá Faglausn ehf, f.h. Þórs Kárasonar, Glaumbæ, Reykjadal þar sem kynnt eru fyrirhuguð byggingaráform um að byggja 750 m², 58 bása fjós, auk gripaaðstöðu, mjalta- og fóðuraðstöðu á jörðinni Glaumbæ. Gerð var grein fyrir stærð og staðsetning á meðfylgjandi uppdrætti dags. 1. mars 2018 frá Faglausn ehf.

Skipulagsnefnd lagðist ekki gegn erindinu, en fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin og lóðarstækkunina fyrir    nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um með grenndarkynningarbréfi dags 15. mars með athugasemdafresti til og með 13. apríl 2018.

Umsagnir án athugasemda höfðu borist frá öllum nema einum aðila þegar fundurinn var haldinn 12. apríl.

Með fyrirvara um að engar athugasemdir berist við grenndarkynningunni gerir skipulags- og umhverfisnefnd ekki athugasemdir við byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfið þegar staðið hefur verið skil á tilskildum gögnum til útgáfu byggingarleyfis.

 

3.      Fosshóll.  Umsókn um stöðuleyfi                                                                    S20180103

Erindi dags 11. janúar 2018 frá Sigurði Arnari Jónssyni f.h. Goðafoss ehf, kt. 580701-2130, Draflastöðum, 601 Akureyri, þar sem hann sækir umstöðuleyfi fyrir salernisgámum sunnan við verslunar- og veitingahúsið á Fosshóli skv. meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu.

Skipulagsnefnd lagðist ekki gegn erindinu, en fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin og lóðarstækkunina fyrir    nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um með grenndarkynningarbréfi dags 15. mars með athugasemdafresti til og með 13. apríl 2018.

Grenndarkynningu lauk áður en athugasemdafrestur rann út þar sem þeir sem grenndarkynningin náði til  höfðu samþykkt byggingaráformin með áritun sinni á grenndarkynningargögnin.

Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni gerir skipulags- og umhverfisnefnd ekki athugasemdir við byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út umbeðið stöðuleyfi.  

4.      Arnstapanáma í Ljósavatnsskarði.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku     S20150201

Erindi, dags. 2. mars 2018 frá Magnúsi Björnssyni verkefnastjóra hjá Vegagerðinni þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi til að vinna um 4.000 m³ af malarslitlagsefni úr námunni Arnstapa í Ljósavatnsskarði (E20, Stapanámur í landi Stórutjarna skv. skilgreiningu í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022).    Fyrirhugað er að haugsetja efnið og blanda í það um 300 m³ af malarslitlagsefni úr Kambsáreyrum í Ljósavatnsskarði. 

Framkvæmdin er tilkynningarskyld til sveitarfélagsins þar sem hún fellur undir undir flokk C í lið 2.04 í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.  Vegagerðin telur að framkvæmdin muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif á neinn hátt og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Ásvaldur vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis, sem landeigandi með vísan í 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Með vísan í fyrri umsókn Vegagerðarinnar frá 11. febrúar 2015 og svar Umhverfisstofnunar frá 6. mars 2015 þar sem hún gerði ekki athugasemdir við efnistöku úr námunni leggst skipulags- og umhverfisnefnd ekki gegn efnistöku úr umræddri námu og er sammála afstöðu Umhverfisstofnunar um að leggja eigi áherslu á að ekki verði hafin efnistaka úr hólum sem enn eru óraskaðir.  Nefndin telur einnig að þar sem um er að ræða efnistöku sem verið hefur úr námunni um lagt skeið sé framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til liðar 2.04 í 1. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindi Vegagerðarinnar verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

 

5. Hvítafell á Laugum.  Fyrirspurn um aukið byggingarmagn á lóð.   S20170906

Erindi dags 21. mars 2018 frá Ingólfi Péturssyni, Hvítafelli Laugum þar sem hann ítrekar fyrri fyrirspurn sína frá 15. september 2017 þar sem hann spyrst fyrir um hvort heimilað yrði að byggja 96 m² bílgeymslu (fyrri umsókn gerði ráð fyrir 80 m²) með vinnuaðstöðu á lóð Hvítafells skv. meðfylgjandi uppdráttum. 

Á fundi sínum 20. september 2017 færði Skipulags- og umhverfisnefnd til bókar að nefndin tæki ekki afstöðu til erindisins á því stigi þar sem fyrirhugað væri að kanna möguleika og vilja landeiganda til að deiliskipuleggja  svæðið.  Sveitarstjóri og skipulags- og byggingarfulltrúi hafa átt fund með skólameistara Laugaskóla sem er landeigandi á umræddu svæði og tók hann fyrir sitt leyti jákvætt í að gert yrði deiliskipulag af núverandi og nýrri íbúðarbyggð austan núverandi skólasvæðis.  Svar hefur hins vegar ekki enn borist frá Fasteignum ríkisins sem fer með eignarhald á svæðinu hvort og þá með hvaða hætti sveitarfélagið gæti staðið að gerð deiliskipulags og framkvæmd þess í samstarfi við landeiganda.

Þar sem óvíst er um hvort eða hvenær ráðist verði í gerð deiliskipulags, þar sem afstaða landeiganda  liggur ekki fyrir, samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarhugmyndir umsækjanda fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en málið verður tekið til frekari umfjöllunar í nefndinni.

 

6.      Knútsstaðir.  Umsókn um landskipti.                                                              S20180102

Erindi dags 9. apríl 2018 frá Jóhannesi Kristinssyni og Jónasi Jónssyni, eigenda Knútsstaða í Aðaldal, þar sem sótt er um heimild til að stofna 42 m² lóð undir rofahús út úr jörðinni Knútsstöðum  skv. meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti dags. 05.04.2018 frá RARIK, og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna stofnunar lóðarinnar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Fundi slitið